Skessuhorn


Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚlÍ 201820 Héraðsdómur Vesturlands hefur með úrskurði fellt úr gildi erfða- skrá manns sem lést árið 2016. Breytast með þeim úrskurði skipti á dánarbúi eins og getið hafði um í erfðaskrá mannsins sem gerð hafði verið 2004. Í ljós kom að maðurinn hafði átt óskilgetinn son sem ekki var getið um í erfðaskrá, enda hafði sonurinn verið feðraður öðrum frá fæðingu hans. Málavextir voru þeir að sonurinn, sóknaraðilinn í mál- inu, fæddist árið 1951. Hafði móð- ir hans verið barnshafandi en haf- ið sambúð og gifst öðrum manni sama ár. Í tilkynningu til Þjóðskrár var eiginmaður konunnar skráð- ur faðir barnsins og í samræmi við þágildandi lög um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna var sóknarað- ili við hjúskapinn talinn skilgetinn sonur hans. Sóknaraðili lýsir því í greinargerð sinni að hann hafi strax á barnsaldri fengið vitneskju um að eiginmaður móður hans væri ekki blóðfaðir sinn heldur annar maður sem dvalið hefði á sama stað vorið og sumarið áður og kynnst móður hans þar. Maðurinn höfðaði fyrst faðernis- mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 2016 til véfengingar á því að eigin- maður móður hans hefði verið faðir sinn. lauk því máli með dómssátt á grundvelli barnalaga um að fóstur- faðir hans væri ekki blóðfaðir sókn- araðila og byggði sú niðurstaða á mannerfðafræðilegum rannsókn- um sem sýndu að meiri en 99% lík- ur væru á því að hinn látni, sem lést fyrr þetta ár, væri faðir sóknaraðila. Héraðdómur Vesturlands felldi því með úrskurði sínum 10. júlí síðast- liðinn úr gildi erfðaskrána, en hinn látni hafði arfleitt fjarskyldari ætt- ingja að öllum eignum sínum. Í máli þessu var stuðst við 38. gr. erfðalaga þar sem fjallað er um þá aðstöðu er ákvæði í erfðaskrá stafi af rangri hugmynd arfleifanda. Taldi sóknaraðili að val hins látna á erfingjum hefði verið byggt á mis- skilningi um erfingja og að miða yrði við að hann hefði ekki hagað arfleiðslunni með þeim hætti sem hann gerði hefði hann búið yfir vitneskju um að hann ætti einka- son enda væri ráðstöfunin bein- línis óheimil samkvæmt ákvæðum erfðalaga. Samkvæmt úrskurði hér- aðsdóms tekur einkasonurinn nú einn allan arf eftir föður sinn, þar með talda fasteign sem hinn látni hafði ráðstafað tilteknum einstak- lingi sem fyrirframgreiddum arfi skömmu fyrir andlát sitt. Tíu ein- staklingar sem fengu arfhlut sam- kvæmt erfðaskrá hins látna fá nú ekkert og greiða allan málskostnað, en blóðsonur mannsins erfir eignir hans. mm Bókasafni Akraness barst nýlega gjöf, tvær bækur sem hafa fylgt fjölskyldu á Akranesi í yfir hundr- að ár. Gefandi bókanna er Erla Sigurðardóttir. Hún er myndlist- armaður, fædd á Akranesi, búsett í Kópavogi en dvelur mikið í bústað sínum í Ölveri. Erla er nú hætt málun, komin á eftirlaun, eins og hún segir sjálf. Um er að ræða há- tíðarútgáfu af fyrsta og öðru bindi ævintýra H.C Andersen, sem gef- in var út í Kristianiu í Köpmanna- höfn árið 1905. Bækurnar verða næstu vikur til sýnis á Bókasafni Akraness. En bækur þessar eiga sér sögu sem tengist fjölskyldu Erlu. Um sögu þeirra í eigu fjölskyldunn- ar segir Erla að hún hafi eignast þær eftir að móðir þeirra systkina lést. Hún hafði viljað að bækurn- ar færu að endingu annað hvort á Byggðasafnið í Görðum eða á Bókasafn Akraness til varðveislu. „Móðir okkar, Guðlaug Ólafsdótt- ir, var fædd 9. júlí 1897 að Einifelli í Stafholtstungum, og dáin 9. sept- ember 1990. Hún var elsta dóttir hjónanna Jóhönnu Sigríðar Sig- urðardóttur og Ólafs Ólafssonar vélsmiðs í Deild á Akranesi. En hún gaf kærri vinkonu sinni þess- ar bækur að öllum líkindum í til- efni 25 ára afmælis hennar. Vin- konan var Jóhanna Jósefsdóttir, fædd 3. september 1899 og dáin 3. október 1924. Jóhanna lést úr bráðaberklum eftir mjög skamma sjúkralegu. Hún var elsta barn hjónanna Jóreiðar Jóhannesdótt- ur og Jósefs Jósefssonar á Eystra- Miðfelli í Hvalfjarðarsveit. Að henni látinni fékk móðir okkar bækurnar aftur í hendur að ósk Jó- reiðar móður Jóhönnu. Við systk- inin fundum alltaf fyrir því hversu dýrmætar þessar bækur voru henni og minningin um mikla vináttu sem og ótímabæran dauða ungrar konu. Við fengum að skoða þær og fara vel með þær. Um eigin lest- ur var ekki að ræða af okkar hálfu þar sem þær eru jú á dönsku, en mamma sagði okkur innihald æv- intýranna. Helst var leyfi veitt ef við vorum eitthvað lasin og þurft- um eitthvað til að dreifa huganum. Eflaust fékk ég stóran skammt af þessari dægradvöl, þar sem ég var nokkuð oft þurfandi fyrir hvíld þar sem ég fæddist með hjartagalla og samkvæmt læknsráði átti ég að fara mér hægt. Voru bækurnar mér því mjög kærkomnar,“ segir Erla og bætir við að endingu: „Núna eitt hundrað og þrettán árum frá út- komu þessara bóka, færi ég fyrir hönd okkar Deildartungu systkina, lifandi og látinna, öðru hvoru þess- ara safna sem ég tilgreini í byrjun, þær til eignar og vörslu.“ Nöfn systkinanna frá Deildar- tungu við Bakkatún á Akranesi eru í aldursröð: Valgerður Margrét, Jóhanna, Jóhanna Sigríður, Sess- elja, Ólöf Guðlaug, Gísli Sigurjón, lilja Vilhelmína og Hallgerður Erla Sigurðarbörn. mm „Eitt af forgangsmálum þessar- ar ríkisstjórnar er að setja skilyrði við kaup á landi sem taki mið af já- kvæðri þróun byggða um land allt. land er takmörkuð auðlind og undirstaða verðmætasköpunar og velferðar í landinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sveitar- stjórnarmála. Hann segir mikilvægt að landi sem hentar vel til ræktun- ar verði ekki ráðstafað til annarra nota. „Tæplega 2400 jarðir, um 30%, eru í eigu fyrirtækja. Eignar- haldið og markmiðið er oft óljóst. Ef jarðir eru í eigu erlendra fyrir- tækja er nær ómögulegt að rekja hverjir hinir raunverulegu eigendur eru.“ Þá segir ráðherra að hægt sé að færa góð og gild rök fyrir því að land utan skipulagðs þéttbýlis skuli vera í eigu þeirra sem hafa fasta bú- setu, hafa af því atvinnu og taki þátt í samfélaginu. „Þau rök gildi jafnt um Íslendinga sem útlendinga. Dómaframkvæmd Evrópudóm- stólsins telur m.a. að sjónarmið um rekstur tiltekinna bújarða og stefnu stjórnvalda að búið skuli á tiltekn- um svæðum allan ársins hring telj- ist lögmæt. Við eigum að horfa til þess hvernig Danir og Norðmenn haga sínum jarðarmálum,“ segir Sigurður Ingi. mm Segir fasta búsetu þurfa að fylgja eignarhaldi jarða Erfðaskrá ógilt þar sem lögerfingi reyndist vera til Deildartungusystkin, börn Guðlaugar Ólafsdóttur: Aftari röð frá vinstri: Ólöf Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Jóhanna Sigurðardóttir (1926-2017) og Sesselja Sigurðardóttir. Fremri röð frá vinstri: Lilja Sigurðardóttir, Valgerður Mar- grét Valgeirsdóttir (1922-2017) situr með Erlu Sigurðardóttur og Gísli Sigurjón Sigurðsson (1934-2014) Myndin er líklega tekin um 1941. Merkar bækur gefnar Bókasafni Akraness Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður tekur hér við bókagjöfinni frá Erlu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.