Skessuhorn


Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚlÍ 2018 21 Með því að nota límtré í burðargrindur bygginga og klæða grindurnar með Yleiningum fást afar hlýleg og falleg hús. Þau eru fljótuppsett, endingargóð og brunaþolin. Ekki skemmir fyrir að húsin frá Límtré Vírnet eru einstaklega hagkvæm í viðhaldi og rekstri. Ráðgjöf til viðskiptavina Starfsmenn okkar búa yfir áratuga reynslu við hönnun og framleiðslu húsanna. limtrevirnet.is Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Lynghálsi 2 - 110 Reykjavík Netfang - sala@limtrevirnet.is Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 Stendur til að byggja hús? Fjós Fjarhús Hesthús Við framleiðum iðnaðarhús, verslunar- og skrifstofuhúsnæði, fiskvinnsluhús, vélageymslur, vöruskemmur, frystiklefa, fjós, fjárhús, hesthús, reiðhallir, vélageymslur, gróðurhús, íþróttahús, knattspyrnuhús, sundlaugar, vallarhús, tækjageymslur, íbúðarhús, bílskúra, sólstofur, gróðurhús, kirkjur o.fl. Báran - fjölnota íþróttahús, Hornafirði Borgnesingurinn Guðjón Fjels- ted hefur nú sett á laggirnar nýtt fyrirtæki sem hann nefnir Hvítárós. Þar býður hann upp á teikniþjónustu sem mikið er not- uð erlendis en hefur ekki enn náð að ryðja sér til rúms hér á landi. Blaðamaður Skessuhorns hitti Guðjón fyrir skemmstu og ræddi við hann um fyrirtækið. Aðspurður hvað það er sem hann gerir, hikar Guðjón í smá stund áður en hann svarar: „Ég get út- skýrt það á einfaldan hátt sem útskýrir þó í raun voða lítið, eða ég get útskýrt á flókinn hátt,“ segir hann og heldur áfram. „Í einföldu máli er Hvítárós teikni- stofa. Ég teikna svokölluð GIS kort, sem stendur fyrir Geog- raphical Information System eða landfræðilegt upplýsingakerfi. Á bakvið kortin er gagnagrunnur með ýmsum upplýsingum varð- andi landsvæðið á kortinu og innan landupplýsingakerfanna er hægt að framkvæma ýmsar grein- ingar og útreikninga út frá gögn- unum. Kortin eru líka með ná- kvæmum útreikningum á lands- laginu og get ég prentað þau út í þrívídd,“ útskýrir Guðjón. Öflugt greiningartæki „Fyrir þá sem ekki þekkja virð- ast kortin hefðbundin að sjá en á bakvið hvert kort eru upplýsingar um svæðið. Einfalda útskýringin er að þegar ég teikna kort afla ég upplýsinga um svæðið á kortinu, t.d. með aðstoð gervitungla sem ég hef aðgang að. Ég hleð svo öll- um gögnunum upp í tölvu og bý til gagnagrunn um landssvæðið sem ég er að vinna með,“ útskýr- ir Guðjón. Kortin eru svo notuð í gegnum tölvu þar sem hægt er að velja ákveðin svæði á kortinu og þá koma fram nákvæmar upp- lýsingar um þau svæði. „Upp- lýsingarnar geta verið margvís- legar en sem dæmi er hægt að sjá hvernig lagnir liggja í jörðu og aðrar landfræðilegar upplýs- ingar,“ segir Guðjón. Kortin eru öflugt greiningartæki sem t.d. er hægt að nota við skipulagsvinnu. En hverjir eru það sem nota GIS kort? „Orkufyrirtækin nota þetta töluvert en sveitarfélögin gætu einnig nýtt sér þessa tækni t.d. til að sjá hvar best er að leggja lagnir í jörðu. Þetta er enn svo nýtt hér á landi að ég held að fólk sé enn að átta sig á öllum mögu- leikunum sem þetta býður upp á,“ svarar Guðjón. Ákvað að búa sér til starf Aðspurður hvers vegna hann ákvað að fara út í þessa starfsemi segist hann einfaldlega hafa gam- an að því að pæla í landslaginu og náttúrunni. „Ég ætlaði fyrst að læra landslagsarkitektúr og tók tvö ár í því námi. Ég fann svo að það vantaði alveg í mig listrænu hliðina sem þarf til að starfa við það. Ég hef mikinn áhuga á nátt- úrunni og tækni og færði mig þá í náttúrulandafræði og tók svo master í landafræði með áherslu á fjarkönnun við Háskóla Ís- lands. Eftir útskrift fór ég að leita að vinnu. En eftirspurn eftir störfum sem tengjast mínu námi er mun meiri en framboðið. Svo er ekki nóg að mennta sig heldur þarf líka starfsreynslu, sérstak- lega þegar slegist er um störfin. Ég er nokkuð hugmyndaríkur og ákvað því bara að búa mér til starf. Ég fékk styrk frá Samtök- um sveitarfélaga á Vesturlandi og nýsköpunarstyrk í tengslum við sóknaráætlun landshluta og bara fór af stað,“ segir Guðjón. Núna er hann að kynna starfsemi sína og afla verkefna og seg- ir það ganga vel. „Ég er bara á fullu núna að kynna það sem ég er að gera og sannfæra aðra um ágæti þess,“ segir hann og hlær. „Ég hef fengið fáein verkefni nú þegar, eitt stórt og nokkur aðeins minni. Ég er bjartsýnn á að þegar fólk skilur út á hvað þetta geng- ur muni verkefnum fjölga og það verður nóg að gera.“ arg „Ég er nokkuð hugmyndaríkur og ákvað því bara að búa mér til starf“ Rekur nýtt fyrirtæki á sviði teikniþjónustu Guðjón Fjeldsted stofnaði nýverið fyrirtækið Hvítárós þar sem hann gerir svokölluð GIS kort. Hér er hann staddur við jökulrönd. Ljósm. aðsend. Í júlílok er von á norskri harmon- ikkuhljómsveit til landsins; Bodö trekkspilklubb, sem stofnaður var árið 1971. Hljómsveitin sem skip- uð er tíu harmonikkuleikurum auk bassa og gítars, hefur á undan- förnum árum komið fram á hinum ýmsu harmonikkumótum á Norð- urlöndunum og unnið til margra verðlauna fyrir sérlega vandaðan flutning. Hljómsveitin er hér á veg- um Félags harmonikkuunnenda í Reykjavík og mun koma fram á ár- legu harmonikkumóti félagins um verslunarmannahelgina sem nú verður haldið að Borg í Grímsnesi. Áður en að því kemur mun hljóm- sveitin fara í skoðunarferðir um landið og halda í leiðinni tónleika í Reykholtskirkju í Borgarfirði, en staðurinn er mörgum Norðmönn- um einkar hugleikinn, enda saga Noregskonunga rituð á staðn- um. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Oddbhjørn Kvalholm Nikolai- sen og eru m.a. á tónleikaskránni lög eftir Karl Grønstedt, Asmund Bjørken og leif Göras og Giue- seppe Verdi. Tónleikarnir í Reykholti hefjast kl. 20.00 fimmtudaginn 2. ágúst. Aðgangur er ókeypis. mm Bodö trekkspillklubb Norsk harmonikkuhljómsveit spilar í Reykholti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.