Skessuhorn


Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚlÍ 201826 Undanfarna mánuði hefur mikil vinna verið lögð í að gera upp að innan bæinn á Gilsfjarðarbrekku í Reykhólahreppi. Feðgin frá Gró- ustöðum þau Guðlaug Guðmunda Ingibjörg og faðir hennar Berg- sveinn Grétar Reynisson ásamt breska ljósmyndaranum Martin Cox, vinna nú hörðum höndum að því að gera Gilsfjarðarbrekku að svokölluðu „art residency“ sem mætti þýða yfir á íslensku sem lista- mannabústaður, en slíka bústaði má finna í auknum mæli á ýmsum stöðum um landið. Verkefnið ber nafnið GilsfjordurArts og síðastlið- inn þriðjudag var boðið til opnun- arteitis. Af því tilefni skellti blaða- maður Skessuhorns sér í bíltúr í Gilsfjörðinn og fræddist nánar um verkefnið. Fer í hlutverk móður sinnar „Þetta byrjaði allt fyrir tveimur árum þegar Martin kemur fyrst til Íslands,“ segir Guðlaug sem tók sér pásu frá vöfflubakstri til að spjalla við blaðamann um verkefnið. „Í rauninni kem ég frekar seint inn í ferlið eða ekki fyrr en í haust á síð- asta ári og þá fer ég í hlutverkið sem móðir mín átti að vera í,“ seg- ir hún. Móðir Guðlaugar greindist með krabbamein og lést í nóvem- ber á síðasta ári. „Þetta var rosa- lega undarlegur tími hjá fjölskyld- unni. Á bókstaflega sama tíma og við vorum að plana jarðaförina hennar mömmu þá erum við pabbi að reyna að berja í gegn umsókn í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða fyr- ir þessu verkefni. Við erum sem sagt að skrifa minningarorðin og svo gera umsókn fyrir verkefni sem hún hefði átt að vera verkefnastjóri fyrir.“ Vildu ekki selja jörðina Gilsfjarðarbrekka, eða Brekka eins og bærinn er kallaður í dag- legu tali, er jörð feðginanna innst í Gilsfirði. „Foreldrar mínir voru búin að pæla mikið í því hvern- ig þau gátu nýtt Brekku. Þau áttu þetta hús og þessa jörð og vildu alls ekki selja því túnin voru og eru nýtt til heyskapar,“ segir Guðlaug. Eitthvað var búið að leigja húsið til gæsaveiðimanna og ferðamanna en sagði þau lítið hafa haft upp úr því. „Foreldrar mínir hafa aldrei ver- ið fyrir venjulega ferðamenn. Þau þurftu alltaf að vera með eitthvað skrítið eða öðruvísi,“ segir hún og hlær. „Að byrja með „art residency“ var því strax frábær hugmynd þeg- ar Martin kom með hana.“ Frá Los Angeles til Gilsfjarðar Martin Cox er breskur ljósmynd- ari búsettur í los Angeles í Banda- ríkjunum sem hefur varið ófáum stundum á Íslandi og kynnst góðu fólki, þeirra á meðal feðg- inunum Bergsveini og Guðlaugu. „Árið 2017 fékk ég þá hugmynd að koma á fót listamannabústað eða það sem við köllum „art resi- dency“ en ég setti það skilyrði að bústaðurinn þyrfti að vera um- lukinn frábæru landslagi. Ég leit- aði fyrst fyrir utan los Angeles í eyðimörkinni en þar var engin hús að finna. Ég mundi svo allt í einu eftir frá ferðalagi mínu um Íslandi að hafa séð Brekku,“ segir hann. Sjálfur hafði Martin nýtt sér svona „art residency“ á Húsavík árinu áður þar sem hann kynntist skip- stjóranum Víði Björnssyni. Saman fóru þeir í heimsókn um vetur til Vestfjarða og dvöldu þá hjá Berg- sveini og Guðlaugu að Gróustöð- um. Á því ferðalagi sá hann fyrst Brekku sem heillaði hann upp úr skónum. „Brekka hafði allt með sér til að vera listamannabústaður. Staðsetningin var frábær; útsýni út Gilsfjörðinn, bærinn bauð upp á nokkur herbergi þar sem lista- menn gætu komið saman og varið tíma sínum en mikilvægasti kost- urinn við Brekku var þögnin. Einu hljóðin í boði á þessum stað eru af náttúrunnar hendi og það er ein- stakt að geta boðið listamönn- um upp á þetta, sérstaklega þeim sem koma úr stórborgunum,“ seg- ir Martin sem hefur verið verið á fullu síðustu vikur að gera klárt fyrir fyrsta gest. Húsinu komið í stand Eins og fram kemur hér að fram- an kom Guðlaug inn í verkefnið um það leiti sem móðir hennar veikist. „Ég er sem sagt háskóla- gengna manneskjan og kann að láta vel skrifað mál frá mér þann- ig ég var fengin til að koma þessari hugmynd niður á blað á íslensku og senda inn til Uppbyggingar- sjóðs Vestfjarða,“ segir Guðlaug brött og kveðst hafa verið snögg að hoppa um borð þegar boð- ið kom og gera hugmyndina, „art residency“ í Gilsfjarðarbrekku, að veruleika. Við hlið íbúðarhússins er hlaða og var planið í fyrstu að um- turna henni í stúdíó en Guðlaug sagði það risa verkefni út af fyr- ir sig og því var ákveðið að byrja með stúdíóið í risi íbúðarhússins. Á jarðhæðinni er eldhússaðstaða, stofa og þrjú svefnherbergi ásamt snyrtiaðstöðu. „Við vissum að það myndi taka tíma að koma húsinu í stand og það er ekki búið að klára allt sem við ætluðum okkur að vera búin að gera á þessum tímapunkti. Þetta er allt í vinnslu.“ Blanda fólki saman Hugmyndin að listamannabú- staðnum er að ef nógu marg- ir sækja um að geta blandað fólki saman. „Til dæmis þá myndum við vilja hafa rithöfund og málara á sama tíma og líka passa að hafa tvo erlenda og einn Íslending á sama tíma. Þannig fær mismunandi fólk að kynnast og Íslendingarnir ná að víkka út tengslanetið,“ segir Guð- laug um hugmyndina. „Við viljum að listamennirnir fái að vera þarna í ró og næði, en einnig að þeir hafi tækifæri til að tengjast samfélaginu ef það er vilji þeirra.“ En hvernig er sótt um að dvelja í Gilsfjarðarbrekku? „Martin kem- ur til með að fara yfir umsóknirn- ar. Fólk mun borga fyrir að vera þarna. Við erum enn að vinna í því að fínpússa allt svoleiðis. Heima- síðan er í vinnslu en Martin hef- ur verið duglegur að auglýsa þetta sjálfur í los Angeles þar sem hann býr og starfar. Martin hefur meira að segja ýjað að því að hann gæti reddað íslenskum listamönnum sýningarplássi í lA.“ Sjálf þekkir Guðlaug lítið inn í listheiminn hér á landi, en nefnir það að allir þekki einhvern sem þekkir einhvern á Ís- landi og því er hún bjartsýn að fá íslensku listamennina til að koma og dvelja í Gilsfjarðarbrekku. „Markmiðið er að listamenn fái at- hvarf hér að Brekku til að skapa, vera í ró og umkringdir íslenskri náttúru,“ segir Guðlaug að lokum en fyrsti listamaðurinn er væntan- legur 26. júlí næstkomandi í húsið á Brekku. glh Listamannabústaður opnar í Gilsfirði Þrjú svefnherbergi eru í húsinu ásamt góðu lofti sem mun nýtast undir stúdíó- vinnu. Gilsfjarðarbrekka er innst í Gilsfirði í Reykhólahreppi. Loftið og jafnframt stúdíóið. Búið er að koma fyrir rólu í risinu þar sem listamenn geta tekið sér pásu. Martin Cox, Guðlaug Guðmunda Ingibjörg ásamt föður sínum Bergsveini Grétari Reynissyni. Settur var upp hátíðarborði sem Guðlaug klippti á til að marka opnun Gils- fjordurArts sem er nafnið á verkefninu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.