Skessuhorn


Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚlÍ 2018 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum. Athug- ið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verð- ur úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessu- horni. Alls bárust 68 lausnir við krossgátunni í blaði síðustu viku. lausnin var: „Hugkvæmni“. Vinningshafi að þessu sinni er Þórunn Erla Sighvats, Dalsflöt 9, 300 Akranesi. Máls- háttur Blóm Semur Ráp Suð Depill Orka Skel Eimur Mana Ryk And- varp Slá Fold Svik Par Til Flan Elfur Drykkur Erta Jurt Eign Hótar Hvíldi Mjúk- mælin Prent Veður Viðlag Fákur Ljósker Skel 7 Sér- hljóðar Vild Eftir- sjá Grön Óðagot Röst Andar- tak 3 Efni Glæra Maður Sár Fæða Mar Háls- klæðið Kurr Áköf Velta Rusl Veisla Píla 1 Hlaupa Púka 4 Bið Planta Hætta Iðni Skjól Þegar Fruma Óhóf Halur Gólf Törn 8 Söngl Rasa Starf Gæfa Óttast Röð Hláka Gamall Kusk Fag Skref Flík Æst Útvega Stór nagli Viðmót Hersli Næði Tákn Reim Hrekkir Ólíkir Greinar Hlífa Sam- hljóðar Þegar Innan Rölt Vini Gæði Alúð Öræfi Galla- laus Kopar 5 Nærri Tvíhlj. Tunnur Spurn Leit Býli Grípa 6 Skap Ferð 2 Kyn Högg Afarnir Hvíldi Reipi 1 2 3 4 5 6 7 8 S F L O T T T A N G Ó O F Ó Ó Æ Ð U R S K I N N R Á Ð Ó A K N Á Ö L D R A G A L I N Ó R A Ð I S N E N N A E R I L A S S A E D R Ú Ó P L M E T T F I K T A R A N D A K L Ó I N N A D R Ó Ó U V I T N I A Ð E F A L A U S Æ R A N K U I I Ö R L A M A L L E I R L G Á L L I Ð A Ö R N A U G U I Á S L Ó Ð N Á M Á N A E N D A G U R Ö K L A R N I R A G N R A K T A K T A R Ú N A U M U R U L L A R V O Ð S E N N P Ó L L H O K R A H U G K V Æ M N I L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Að vera í sátt við Guð og menn er okkur hverju og einu oft mislagðar hendur við, en öll erum við partur af náttúrunni og getur drjúgur tími ævinnar farið í að gera sér grein fyr- ir því. Ein er sú tegund sáttar sem við, er látum okkur málin varða, erum ekki á einu máli um en það er hvernig staðið er að samfélagsupp- byggingu og þjónustu í dag. Í mannfjöldaspá Hagstofu Ís- lands er til næstu 50 ára spáð að íbúafjöldi verði 452 þúsund sam- kvæmt miðspá. Háspá gerir ráð fyr- ir 531 þúsund en lágspá 367 þús- und. Þann 1. janúar 2017 var íbúa- fjöldi á landinu 338 þúsund. Birt eru þrjú afbrigði af spám, það er háspá, miðspá og lágspá sem byggðar eru á mismunandi forsendum um hag- vöxt, frjósemishlutfall og búferla- flutninga. Hvernig sem rætist úr þessari mannfjöldaspá inn í framtíðina þá er það staðreynd í dag að misjafnt er hvar á landinu þú býrð, hvernig þjónustu þú færð og þau fyrirtæki sem rekin eru vítt og breytt um landið. Samgöngu,- raforku- og heilbrigðismál og öll önnur þjón- usta, svokallaðir innviðir eru ekki á pari víða út á landi miðað við það sem þyrfti að vera nú á tímum. Samgöngumál og afhendingar- öryggi raforku er víða ábótavant svo ekki sé dýpra í árinni tekið og oft er það vegna umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða. Ég vil taka það fram að sjálfur er ég nátt- úruunnandi og ber mikla virðingu fyrir umhverfismálum. Í mínu kjör- dæmi, Norðvesturkjördæmi, hef- ur verið til margra ára deilt um veglagningu um Gufudalssveit á Barðaströnd, (Teigskógsmálið) og núna eru áform um Hvalárvirkjun við Ófeigsfjörð á Ströndum að sigla í þrætur. Víða á Vesturlandi eru vegir í slæmu ásigkomulagi. Í Dala- sýslu eru um 70% malarvegir, svip- aða sögu er hægt að segja í Húna- vatnssýslum. Á Snæfellsnesi er raf- orkuflutningur ekki tryggur, sömu sögu er að segja á Vestfjörðum, þó hefur verið sett varaaflsstöð á Bol- ungarvík sem er díseldrifin og varla getur það verið vistvænn kostur þegar bæði vindur og vatnsföll búa yfir hreinni orku. Búsetuskilyrði hljóta í grunninn að byggjast á þeirri aðstöðu sem býðst á hverjum stað með góðum samgöngum, raforkuafhendingar- öryggi og auðvitað allri þjónustu sem nauðsynleg er. Sigurður Páll Jónsson. Höf. er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Í gær, þriðjudaginn 17. júlí var lagt upp í pílagrímagöngu frá Bæ í Bæj- arsveit til Skálholts og gengið til messu á Skálholtshátíð, sunnudag- inn 22. júlí. Það eru þær sr. Elín- borg Sturludóttir og Hulda Guð- mundsdóttir guðfræðingur sem leiða gönguna. „Ekki verður um skipulagða ferð að ræða og því er engin skráning í gönguna, held- ur mætir fólk eins og það kýs og hver og einn þarf að sjá um sig að því er varðar mat og gistingu á leið- inni. Öllum er frjálst að taka þátt, ýmist á stökum dagleiðum eða alla 120 kílómetrana í Skálholt,“ segir Hulda á Fitjum. leiðin liggur um fornar þing- leiðir, biskupaleiðir, presta- og ver- leiðir. Margir áhugaverðir staðir með sögulega tengingu eru á leið- inni. Upplýsingaskilti eru við Bæj- arkirkju, lundarkirkju, Fitjakirkju, í Botnsdal og við Apavatn. Sem „pílagrímsleið” er leiðin merkt og skilgreind að fyrirmynd Norð- manna um Ólafsveginn í Noregi, frá Osló til Niðaróss. Dagleiðir verða sem hér segir: Fyrsti dagur er þriðjudagurinn, 17. júlí (í gær) kl. 13:00: Safnast var saman í Bæjarkirkju í Borga- firði. Gangan kynnt og síðan var stutt helgistund í kirkjunni. Gengið að Fossatúni norðan Blundvatns og þaðan bílveg- inn að lundarkirkju í lundar- reykjadal. Tiltölulega auðveld- ur áfangi sem flestir geta geng- ið. Alls um 17 km. Annar dagur, 18. júlí kl. 9:00: Safnast saman við lundarkirkju. Eftir stutta helgistund er geng- in Krosshólagata (prestastígur) yfir í Skorradal, að Fitjakirkju. Hér þarf að byrja á því að vaða Grímsána. Erfiðari áfangi en sá fyrsti, en ekki langur. Alls rúmir 12 km. Þriðji dagur, 19. júlí kl. 9:00: Safnast saman í Fitjakirkju. Stutt helgistund. Við upphaf göngunnar þarf að vaða Fitjaá. Gengin Síldarmannagata upp frá Vatnshorni yfir í Botns- dal/Hvalfjörð. Farið í tæpa 500 m.y.s. á vatnaskilum við Tví- vörður. Ekki fyrir óvana. Alls um 17 km. Fjórði dagur, 20. júlí kl. 9:00: Safnast saman við upplýsinga- skilti Pílagríma í Hvalfjarðar- botni. Eftir helgistund er gengið um leggjabrjót og eftir langa- stíg að Þingvallakirkju. Vaða þarf yfir Öxará. Erfið ganga og löng. Ekki fyrir óvana. 21,2 km. Fimmti dagur, 21. júlí kl. 9:00 er helgistund í Þingvalla- kirkju. Gengið frá kirkjunni upp að Hrafnagjá, biskupaleið og um lyngdalsheiði að N-Apa- vatni. Erfiður áfangi og ekki fyr- ir óvana. 26,9 km. Sjötti dagur, 22 júlí kl. 9:00. Safnast saman við upplýsinga- skilti Pílagríma við veginn að laugarvatni, skammt frá bænum Neðra-Apavatni (N64°08.397’ W20° 42.895’). Nokkuð auð- veldur áfangi. 14,7 km. Gengið til messu á Skálholtshátíð. mm Viku pílagrímaferð hafin frá Bæ í Skálholt Pennagrein Umhverfis og náttúruvernd - uppbygging og samfélagsvernd

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.