Skessuhorn


Skessuhorn - 25.07.2018, Side 1

Skessuhorn - 25.07.2018, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 30. tbl. 21. árg. 25. júlí 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma 20 ÁR Lúsina burt! Augndropar! Fáir sólardagar hafa einkennt sum- armánuðina hingað til og ætla má að það hafi stór áhrif á daglegan rekstur garðyrkjufólks. En sú er ekki raunin hjá Sædísi Guðlaugsdóttur sem rek- ur gróðrarstöðina Gleim-mér-ei í Borgarnesi. „Veðrið hrjáir mig ekki. Plönturnar mínar eru bragglegar og fínar. Það eina sem veðrið hefur haft áhrif á er að fólk fer síður í matjurta- garðana sína því jörðin er búin að vera svo köld og blaut,“ segir hún og nefnir að töluvert minni grænmetis- sala hafi verið í ár. „Ég er svo ein- staklega heppin með kúnnahópinn minn. Þetta er stór og stabíll hópur sem kemur til mín hvernig sem tíð- in er og því er lítil sem engin niður- sveifla í rekstrinum.“ Sjá nánar bls. 14. FISK Seafood ehf. í Grundar- firði hefur ákveðið að segja upp 19 starfsmönnum við rækjuvinnslu frá og með næstu mánaðamót- um. Tveimur að auki var boð- in vinna áfram við að taka niður tæki og undirbúa sölu þeirra. Í til- kynningu frá FISK Seafood segir að veiðar og vinnsla rækju hafi átt erfitt uppdráttar hérlendis á und- anförnum árum og sé ákvörðunin tekin í ljósi langvarandi taprekst- urs í Grundarfirði; „sem ekki virð- ist gerlegt að vinda ofan af við nú- verandi aðstæður,“ eins og segir í tilkynningunni. FISK Seafood kveðst harma þessar málalyktir en vekur athygli á að rekstrarum- hverfi veiða og vinnslu rækju á Ís- landi hefur breyst verulega á und- anförnum árum með óhjákvæmi- legum samdráttaráhrifum. For- svarsmenn fyrirtækisins vildu, þegar Skessuhorn leitaði eftir því í byrjun þessarar viku, ekkert láta hafa eftir sér um framhald annarr- ar starfsemi FISK í Grundarfirði. Bæjarráð Grundarfjarðar var til- kynnt um uppsagnirnar í síðustu viku. Í yfirlýsingu bæjarráðs segir að uppsagnirnar séu litnar alvar- legum augum; „og hefði kosið að fyrirtækið hefði haft samráð við bæjaryfirvöld þannig að mögulega hefði mátt undirbúa mótvæðisað- gerðir.“ Sjá nánar bls. 2. Þrastarungar vilja matinn sinn og það refjalaust. Þessari skemmtilegu mynd náði Áskell Þórisson í síðustu viku en hann býr á Ægissíðu við Innnesveg í Hvalfjarðarsveit. Hreiðrið er skammt frá heimili Áskels og fylgist hann því vel með uppvexti og framgangi nágranna sinna. Fín sala í sumarblómum þrátt fyrir úrkomutíð Reiðarslag fyrir atvinnulífið

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.