Skessuhorn


Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 20188 Styrkvegafé hefur lækkað um 50% BORGARBYGGÐ: Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í síðustu viku var lagt fram svar- bréf Vegagerðarinnar, dags. 27. júní 2018, við umsókn um styrk til viðhalds styrkvega. Eins og fram hefur komið í fréttum er framlag ársins til styrkvega í Borgarbyggð einungis 1,7 m.kr. og lækkar um 300 þúsund krón- ur frá síðasta ári. Frá árinu 2010 hefur framlagið lækkað nálægt 50% að raungildi. „Unnið er að því í samráði við Vegagerð- ina að leita leiða til að hækka framlagið því lengd styrkvega í dreifbýli sem eru á ábyrgð sveit- arfélagsins fer sífellt vaxandi. Byggðarráð leggur áherslu á nauðsyn þess að nægilegu fjár- magni verði veitt til að sveitarfé- lagið hafi tök á að sinna viðhaldi þeirra vega sem hafa verið færð- ir yfir til sveitarfélagsins af hálfu Vegagerðarinnar,“ segir í bókun byggðarráðs. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 14.-20. júlí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 13 bátar. Heildarlöndun: 20.997 kg. Mestur afli: Glódís AK: 3.075 kg í fjórum löndunum. Arnarstapi: 12 bátar. Heildarlöndun: 19.138 kg. Mestur afli: Grímur AK: 3.095 í þremur löndunum. Grundarfjörður: 18 bátar. Heildarlöndun: 257.311 kg. Mestur afli: Klettur ÍS: 86.720 kg í sex löndunum. Ólafsvík: 37 bátar. Heildarlöndun: 110.780 kg. Mestur afli: Álfur SH: 15.013 kg í þremur löndunum. Rif: 23 bátar. Heildarlöndun: 57.776 kg. Mestur afli: Guðbjartur SH: 6.762 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur: 20 bátar. Heildarlöndun: 89.171 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 36.390 kg í sex löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Steinunn SF – GRU: 59.683 kg. 15. júlí. 2. Friðrik Sigurðsson ÁR – GRU: 30.850 kg.15. júlí. 3. Klettur ÍS – GRU: 20.900 kg. 14. júlí. 4. Klettur ÍS – GRU: 17.860 kg. 18. júlí. 5. Klettur ÍS – GRU: 14.850 kg. 17. júlí. -arg Einn besti dagur sumarsins veð- urfarslega séð var á fimmtudag- inn í liðinni viku. Þá þornaði um og glaðnaði til. Hér eiga feðg- arnir Helgi Eyleifur Þorvaldsson í Brekkukoti og Þorlákur Hug- berg sjö vikna sonur hans gæða- stund saman skammt frá Paradísar- laut í Norðurárdal. Helgi var þá bú- inn með fyrri slátt á búinu og ákvað fjölskyldan að fara í lautarferð af því tilefni. ljósmyndina tók mamman, Jónína Sigríður Þorláksdóttir. mm laugardaginn 7. júlí var hvalur dreg- inn á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði sem bar einkenni bæði langreyðar og steypi- reyðar. Birtar voru myndir af hvalnum og skapaðist mikil umræða í erlendum fjölmiðlum um málið þar sem því var staðfastlega haldið fram að hvalurinn væri steypireyður sem hefur verið frið- aður undanfarin 60 ár. Hafrannsókna- stofnun ákvað í ljósi aðstæðna að flýta eins og kostur væri greiningu erfðasýna. Þeirri vinnu er nú lokið og er niðurstað- an að umræddur hvalur var blendingur langreyðar og steypireyðar og að móð- irin var steypireyður en faðirinn lang- reyður. Blendingar eru ekki friðaðir. mm Samtímalistahátíðin Plan-B Art Festival fer fram í Borgarnesi dag- ana 9. –12. ágúst næstkomandi. Þetta verður í þriðja sinn sem há- tíðin er haldin. Stofnendur hátíð- arinnar koma öll af svæðinu, en aðstandendur hátíðarinnar eru þau logi Bjarnason myndlistarmaður, Sigursteinn Sigurðsson arktekt, Inga Björk Margrétar Bjarnadótt- ir MA nemi í listfræði og sýning- arstjóri og Bára Dís Guðjónsdóttir verkefnastýra. „Við vildum koma aftur í Borg- arnes með þá kunnáttu og þann sköpunarkraft sem myndlistin hefur fært okkur og glæða Borg- arnes af lifandi og frjórri menn- ingu. Þá varð til Plan-B Art Festi- val. Nafnið er tilkomið vegna sögu Borgarness sem iðnaðarbæjar. Um tíma var blómlegur landbúnað- ur og iðnaður í bænum en tím- arnir breyttust og tími er kominn á Plan-B, það er listir og menn- ingu.“ Hátíðin hefur hýst á fjórða tug listamanna frá upphafi, bæði ís- lenska og erlenda og hafa viðburð- ir hennar verið í óhefðbundnum rýmum bæði í Borgarnesi og ná- grenni bæjarins. Hópurinn segist hafa viljað skapa líflega og frjóa hátíð, vettvang fyrir nýja og reynd- ari listamenn til þess að þrýsta á þolmörk sköpunnar sinnar. Reyna nýja hluti og kljást við óhefðbund- in rými á borð við gamalt fjós, loft í pakkhúsi, gamalt sláturhús og svo mætti áfram telja. Hópurinn hefur farið af stað með Karolina fund söfnun og er meðal annars hægt að kaupa miða á tilrau- nakvikmynd Jóhanns Jóhannsson- ar tónskálds, sem lést fyrr á árinu. „Það er okkur sannur heiður að fá að sýna tilraunkvikmynd Jóhanns, End of Summer, sem fjallar um ferðalag Jóhanns um Suðurskautið. Áhorfendur fá að fylgjast með hæg- látri náttúrunni sem er auðguð með stórfenglegri tónlist Jóhanns. Við hlökkum mjög til að sýna mynd- ina.“ Hópurinn segir hátíðina fara stækkandi með ári hverju en enn erfitt sé að fjármagna menningar- starf á landsbyggðinni. „Fólk lít- ur ennþá dálítið á myndlist sem áhugamál en við höfum frá fyrsta degi haft það sem prinsipp að borga listamönnum fyrir þátttöku á há- tíðinni. Þó það þýði að við séum í sjálfboðaliðastarfi og höfum borg- að með hátíðinni finnst okkur mik- ilvægt að borga myndlistarmönn- um laun. Karolina fund söfnun er liður í því að hægt sé að halda há- tíðina og við vildum því leita til vel- unnara myndlistar.“ Upplýsingar um söfnunina má nálgast hér: https://www.karolina- fund.com/project/view/2161 mm Feðgar njóta góða veðursins Þrýsta á þolmörk listarinnar á Plan-B Art Festival í Borgarnesi Gestir á hátíðinni í fyrra. Skipuleggjendur hátíðarinnar: Logi Bjarnason, Sigursteinn Sigurðsson, Bára Dís Guðjónsdóttir og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir. Móðir hvalsins var steypireyður en faðirinn langreyður. Ljósm. Hard To Port. Hvalurinn reyndist blendingur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.