Skessuhorn


Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 201810 VÍMULAUS FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ FYRIR KEPPENDUR 11-18 ÁRA Fjölbreyttar íþróttagreinar og skemmtun á daginn. Afþreying og rosalegir tónleikar á kvöldin. UNGLINGA LANDSMÓT Komdu og vertu með í gleðinni Nánari upplýsingar á ulm.is 2.–5. ágúst 2018í Þorlákshöfn Fjórða og fimmta umferð Íslands- meistaramótsins í torfæru fór fram á Fellsenda við Akrafjall um síð- ustu helgi. Var það Torfæruklúbbur Suðulands sem hélt keppnina. Það rættist úr veðrinu báða mótsdaga en skipuleggjendur höfðu áhyggj- ur af mikilli rigningu sem hafði verið spáð. „Það er frekar mikil mold á þessu svæði svo við höfð- um áhyggjur af því að allt færi á flot. Það rigndi svo ekki eins mik- ið og við höfðum haft áhyggjur af svo aðstæður voru bara fínar,“ seg- ir Helga Katrín Stefánsdóttir for- maður Torfæruklúbbs Suðurlands í samtali við Skessuhorn. „Um þús- und áhorfendur voru um helgina og fengu þeir sannarlega frábæra sýningu. Keppendur börðust fram að síðustu braut og voru tilþrifin mikil og velturnar margar. ljós- myndarar á svæðinu höfðu orð á því að keppnin hafi verið eins og konfekt fyrir myndavélarnar,“ bæt- ir Helga við. Ekkert vantaði upp á spennuna og var keppnin sérstaklega jöfn fyrri daginn. „Í fyrsta skipti í 53 ára sögu torfærukeppninnar lentum við í þeirri stöðu að úrslit voru jöfn í báðum flokkum í lok keppnisdags. Við þurftum því að leita í reglurn- ar hverjir væru sigurvegarar,“ seg- ir Helga. Í sérútbúnum flokki voru þeir Ingólfur Guðvarðsson á Gutt- anum Reborn og Atli Jamil á Thun- derbolt jafnir með 1650 stig. Þar sem Ingólfur vann flestar brautir yfir daginn hlaut hann gullið og Atli fór heim með silfrið. Kristján Finn- ur Sæmundsson úr Saurbæ í Dölum hafnaði í þriðja sæti á Verktakanum. „Þetta er fyrsta árið sem Verktakinn tekur þátt og er þetta vel smíðaður bíll sem ég hef trú á að eigi eftir að vera að berjast í toppsætunum,“ segir Helga. Í götubílaflokki voru þeir Steingrímur Bjarnason og Ívar Guðmundsson jafnir í lok dags en þegar búið var að fara yfir reglurn- ar hafnaði gullið hjá Steingrími og Ívar tók silfrið. Í þriðja sæti var Eð- vald Orri Guðmundsson á Pjakkin- um aðeins 190 stigum á eftir þeim Steingrími og Ívari. Mjótt á munum fyrir loka umferðina Á sunnudeginum urðu heldur óvænt úrslit. Í flokki sérútbúinna bíla var það Haukur Viðar Einars- son á Heklu sem gerði það best með 1460 stig alls og hampaði því gullinu eftir glæsilega frammi- stöðu. Í öðru sæti hafnaði Geir Evert Grímsson með 1437 stig og Þór Þormar Pálsson tók brons- ið með 1407 stig. Í flokki götubíla tryggði Steingrímur Bjarnason sér gullið í þessu Íslandsmeistaramóti eftir glæsilegan akstur. Ívar Guð- mundsson á Kölska hafnaði í öðru sæti og Snæbjörn Hauksson á Þeyt- ingi í því þriðja. Næsta umferð, og sú síðasta þetta sumarið, í Íslandsmeistara- mótinu fer fram á Akureyri laugar- daginn 18. ágúst. „Það er mjótt á munum keppanda eftir þessa helgi og má því gera ráð fyrir algjörri veislu á Akureyri í lok sumars,“ segir Helga. arg/ Ljósm. Guðbjörg Ólafsdóttir Gullið endaði hjá Hauki Viðari Einarssyni á Heklu. Mikil spenna á Íslandsmeistaramótinu í torfæru Kristján Finnur Sæmundsson frá Saurbæ í Dölum á Verktakanum hafnaði í þriðja sæti á laugardeginum. Um þúsund áhorfendur voru á Íslandsmótinu í torfæru um helgina. Ingólfur Guðvarðsson á Guttanum Reborn hlaut gullið á laugardeginum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.