Skessuhorn


Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 2018 13 m i d i . i s FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 20.00 OPNUNARTÓNLEIKAR REYKHOLTSHÁTÍÐAR Kristinn Sigmundsson, bassi Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla Sigurður Ingvi Snorrason, klarinett Sigurgeir Agnarsson, selló Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara þarf vart að kynna fyrir tónleikagestum. Kristinn á stórglæsilegan feril að baki og hefur sungið víða um heim en kemur nú fram í fyrsta sinn á Reykholtshátíð. Á tónleikunum flytja Kristinn og Anna Guðný, ásamt fleiri hljóðfæraleikurum Liederkreis Op. 24 eftir Robert Schumann, Songs of Travel eftir Ralph Vaughan Williams og nokkur af Jónasarlögum Atla Heimis Sveinssonar. LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 13.00 FYRIRLESTUR Á VEGUM SNORRASTOFU Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir flytur fyrirlestur um alþýðufræðimanninn Jón lærða Guðmundsson 16.00 SUMARKVEÐJA – ÍSLENSKAR KÓRPERLUR Guðrúnar Halldórsdóttur, flytur íslenskar kórperlur Hildigunni Rúnarsdóttur og Emil Thoroddsen. 20.00 MOZART OG BARTÓK Kammersveit Reykholtshátíðar flytur Dúó fyrir fiðlu og víólu í G-dúr og Flautukvartett í C-dúr eftir W. A. Píanókvintett í C-dúr, en hann samdi verkið sinn á Íslandi. SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 14.00 HÁTÍÐARMESSA 16.00 HÁTÍÐARTÓNLEIKAR FULLVELDI Í 100 ÁR – ÍSLENSK KAMMERTÓNLIST FRÁ 1918 TIL 2018 Kammersveit Reykholtshátíðar Kynnir: Guðni Tómasson Á efnisskrá er úrval íslenskra kammerverka frá fullveldisárinu 1918 og fram á okkar dag eftir Viðar, Jón Nordal, Jón Ásgeirsson, Þorkel Guðni Tómasson útvarpsmaður kynnir efnisskrána hundrað ár sem liðin eru frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Tónleikarnir eru liður í afmælis- dagskrá vegna 100 ára fullveldis Íslands. r e y k h o l t s h a t i d . i s Grundarfjarðarbær SK ES SU H O R N 2 01 8 Starf skipulags- og byggingafulltrúa Grundarfjarðarbær auglýsir starf skipulags- og byggingafulltrúa laust til umsóknar. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa starfið á traustum grunni. Skipulags- og byggingafulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa. Helstu verkefni: Framkvæmd skipulags- og byggingamála Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulags- og umhverfisnefndar Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar að verkefnum á sviði byggingamála Yfirumsjón framkvæmda og eignasýslu í sveitarfélaginu Önnur verkefni Hæfniskröfur: Menntun og löggilding, skv. ákvæðum 8. og 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er nauðsynleg Þekking og reynsla af úttektum og mælingum Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og byggingareglugerð Reynsla af stjórnun er æskileg Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku Góð almenn tölvukunnátta Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um starfið veita bæjarstjóri og skrifstofustjóri í síma 430 8500 eða á netföngunum thorsteinn@grundarfjordur.is og sigurlaug@grundarfjordur.is. Umsóknir skulu sendast á ofangreind netföng. Umsókn skal fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til 5. ágúst 2018. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Reykhóladagar verða haldnir um næstu helgi og venju samkvæmt er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá framundan alla helgina. Fyrsti dag- skrárliður verður bátabíó á Báta- og hlunnindasýningunni á föstudag- inn klukkan 12. Þá taka við land- búnaðarleikarnir í Hvannagarða- brekkunni og þarabolti við Álfta- land. Um kvöldið verður unglinga- partý á Báta- og hlunnindasýning- unni frá klukkan 19-21 þegar Hall- dóra Kristín Unnarsdóttir tekur við með uppistand fyrir 18 ára og eldri. Á laugardeginum verður dagskráin ekki af verri endanum og upplagt fyrir alla að taka bíltúr að Reykhól- um. Klukkan 10 verður 100 ára af- mælishlaup UDN þar sem hlaup- ið verður frá Grettislaug og geta þátttakendur valið á milli þess að hlaupa 2, 5 eða 10 km. Fyrir þá sem vilja hlaupa aðeins lengra verð- ur ræst frá Bjarkalundi klukkan 9 í 15 km hlaup. Eftir hádegið verð- ur dráttarvélakeppni og læðutog, lúxus vöfflukaffi á Báta- og hlunn- indasýningunni. Búast má við góðri skemmtun fyrir yngri kynslóðina, og jafnvel þá eldri líka, á karnivali í Hvannagarðabrekku þar sem verða hoppukastalar, andlitsmálning, krakkafjör og fleira skemmtilegt. Veltibíllinn kemur í bæinn og BMX Bros sýnir listir sínar. Þegar líður að kvöldmat verður pása frá hefð- bundinni dagskrá og kveikt verð- ur í grillinu í Hvannagarðabrekku og er öllum velkomið að koma með á mat og grilla saman fyrir kvöld- vökuna sem hefst klukkan 19:30. Ingó veðurguð verður með brekku- söng og klukkan 21 verður barna- ball í íþróttahúsinu. Þá stígur Ingó veðurguð á svið ásamt A liðinu í íþróttahúsinu og leikur fyrir dansi um kvöldið. Hátíðinni lýkur svo með frisbígolfmóti á sunnudags- morgninum. -arg Fjölbreytt dagskrá á Reykhóladögum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.