Skessuhorn


Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 201814 Á hverju vori þegar nætur- frostin eru liðin þá opnar Sæ- dís Guðlaugsdóttir hliðið fyr- ir viðskiptavini sína að Gróðrar- stöðinni Gleym-mér-ei við Sól- bakka 18-22 í Borgarnesi. Sædís hefur þjónað fólki á Vesturlandi og víðar um sumarblóm og fjöl- æringa ásamt öðrum plöntum í hartnær 32 ár og segir sjálf að nú sé Gleym-mér-ei komin á draumastað. Blaðamaður kíkti í kaffi og spjall snemma í blíð- skaparveðri í liðinni viku og ræddi við Sædísi um vertíðina þetta sumarið. Heppin með kúnnahóp Fáir sólardagar hafa einkennt sum- armánuðina hingað til og ætla má að það hafi stór áhrif á daglegan rekstur garðyrkjufólks, en það er ekki að sjá hjá Sædísi sem var bara létt í lund. „Veðrið hrjáir mig ekki. Plönturnar mínar eru bragglegar og fínar. Það eina sem veðrið hefur haft áhrif á er að fólk fer síður í matjurtagarðana sína því jörðin er búin að vera svo köld og blaut,“ segir hún og nefn- ir að töluvert minni grænmetis- sala hafi verið í ár. „Ég er svo ein- staklega heppin með kúnnahópinn minn. Þetta er stór og stabíll hópur sem kemur til mín hvernig sem tíð- in er og því er lítil sem engin nið- ursveifla í rekstrinum. Ég er þeim ótrúlega þakklát fyrir tryggðina. En mesta vinnan hjá mér hefur verið að pilla burtu blaut og niðurlút blóm sem þola illa svona mikla bleytu en þá er gott að hafa næga þolinmæði og tíma, en hvorutveggja er reyndar á þrotum núna,“ segir Sædís. Leyndarmálið Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Sædís setti á laggirnar gróðr- arstöð að Sólbakka. „Þegar ég byrj- aði þá var ekkert hérna, bara einn skurður sem lá í gegnum svæðið og tvær stórar mógrafir,“ segir hún og lítur yfir svæðið sem hefur tek- ið miklum breytingum síðan. Stöð- in er við þjóðveg eitt norðan megin við Borgarnes en í gegnum tíðina hefur vaxið myndarlegt kjarr utan um svæðið sem veitir plöntunum mikilvægt skjól en á móti kemur að nýjum viðskiptavinum reynist erf- itt að finna stöðina. „Þetta er svo- lítið leyndarmál,“ segir hún sposk á svip og útskýrir nánar: „Ég segi gjarnan við nýja viðskiptavini sem ná að rata hingað áður en þeir fara frá mér, að nú hafi þeir leyfi til að hvísla að einum vina hjónum sín- um hvernig eigi að rata hingað, þá þurfa þeir að beygja inn á Sól- bakkann, keyra hann til enda, og þá munu þau rata fumlaust beint inn á gróðrarstöðina,“ segir Sædís og hlær. „Ég byrjaði á þessu fyrir ein- hverju síðan en mikið óskaplega er gaman þegar fólk kemur til mín og hvíslar að mér, ég fékk að vita leyndarmálið.“ Frábært úrval af plöntum Nóg af blómum í öllum regnbog- anslitum og gerðum eru í boði hjá Sædísi og segir hún að nú sé til- valið fyrir fólk að kíkja til hennar. „Ég á enn um 200 litrík tóbakshorn sem eru ákaflega falleg sumarblóm sem punta mikið upp á pallinn eða garðinn svona miðsumars og fram á haust. Svo er ég líka með síðsum- arsblóm eins og ljónsmunna, mána- fífil, silfurkamb og nellikur sem eru harðgerð og lifa langt fram á haust- ið.“ Ásamt sumarblómunum skart- ar stöðin úrvali af fjölæringum eða yfir 1000 tegundum. „Hér er fjöl- breytt ræktun, frábært úrval af plöntum og aðstæður eru eins og þær gerast bestar. Það er æðislegt að vera hérna og allir eru velkomn- ir,“ segir Sædís að lokum. Gleym- mér-ei er opin alla daga frá klukkan 10-18 nema frídag verslunarmanna og 17. júní er lokað. glh Veðrið háir ekki starfseminni í Gleym mér ei Hægt er að verða sér úti um bleika nelliku á gróðrarstöðinni. Sædís heldur hér á litríkum tóbakshornum. Hér má sjá Sædísi afgreiða kúnna og gefa þeim ráð og hugmyndir. Gleym-mér-ei bíður upp á frábært úrval af plöntum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.