Skessuhorn


Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 2018 15 limtrevirnet.is Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Lynghálsi 2 - 110 Reykjavík Netfang - sala@limtrevirnet.is Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 - stuttur afgreiðslutími - lagerlitur hvítur, boðið upp á málun - gluggar, bæði íkomnir og í lausu Bílskúrshurðir frá Límtré Vírnet fást í verslunum Húsasmiðjunnar um land allt - hurðaopnarar - boðið upp á uppsetningu Andlit hússins -fallegar og sterkar bílskúrshurðir frá Límtré Vírnet Ída María Brynjarsdóttir er 21 árs handavinnukona ættuð úr Dölun- um þar sem hún bjó fyrstu fjög- ur ár ævinnar áður en hún flutti í Borgarfjörðinn. Hún er dótt- ir bændanna Önnu lísu Hilmars- dóttur og Brynjars Bergssonar á Refsstöðum í Hálsasveit. Síðast- liðinn vetur bjó Ída María í Dan- mörku þar sem hún stundaði nám við hönnunar- og handavinnuskól- ann Skals -højskolen for design og håndarbejde. Þar lærði hún alla al- menna handavinnu og að hanna sín eigin verk. Á bæjarhátíðinni Heim í Búðardal helgina 13.-15. júlí opnaði Ída María, ásamt Stein- unni Matthíasdóttur ljósmyndara, sýningu á verkum sínum. Sýning- in verður áfram opin fram að versl- unarmannahelgi svo enn er hægt að freista þess að kíkja á verk þeirra Ídu Maríu og Steinunnar. Blaða- maður Skessuhorns sló á þráðinn til Ídu Maríu og ræddi við hana um handavinnuna og námið í Dan- mörku. Á ekki langt að sækja handavinnuáhugann „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á handavinnu og á ég ekki langt að sækja það. Mamma mín er mik- il prjónakona og kenndi mér að prjóna. Svo var ég oft hjá ömmu minni sem var mikil handavinnu- kona og var með saumastofu heima hjá sér. Þar var að finna allar helstu græjur sem saumakonur þurfa og ég mátti nota þær eins og ég vildi frá því ég var bara um 8 ára gömul,“ segir Ída María og bætir því við að amma hennar hafi kennt henni margt. „Ég var ekki gömul þegar ég var farin að sauma föt á sjálfa mig og vinkonur mínar.“ Ídu Maríu hafði alltaf lang- að að læra handavinnu en hér á Ís- landi er enginn slíkur skóli. „Hér er bara húsmæðraskólinn en þar þarf maður líka að læra margt annað en ég hef bara áhuga á handvinnunni. Ég heyrði svo af skólanum í Dan- mörku og ákvað að fara út að skoða. Við mamma fórum saman og okk- ur leist báðum vel á skólann svo ég sótti um og tveimur árum síðar byrj- aði ég,“ segir Ída María. Langar að eignast vef- stól og græjur fyrir silfursmíði Námið sem Ída María fór í tók tvær annir þar sem kenndir eru nokkr- ir fastir áfangar yfir árið auk stuttra námskeiða með aðkomukennurum. „Við vorum allt árið í hefðbundinni handavinnu, þar sem við vorum að prjóna, sauma, vefa og sauma út. Svo fengum við ýmis fjölbreytt námskeið eins og í leðurvinnu, silfursmíði, ker- amiki og fleiru. Mér þótti þetta allt mjög skemmtilegt en hef því miður ekki aðstöðu til að gera neitt af þessu í dag,“ segir hún. „Núna er ég bara að gera það sem ég get gert heima, að sauma og prjóna. En einn daginn langar mig að hafa betri aðstöðu og eignast vefstól og græjur fyrir silfur- smíði,“ bætir hún við. Aðspurð segist Ída María ekki vera að selja verk eftir sig eins og er en til greina komi að taka við pöntunum. „Á sýningunni okkar Steinu voru margir sem komu til mín og vildu kaupa en ég hef ekki verið að fram- leiða til að selja. Áhugasömum er þó alltaf velkomið að hafa samband og ég get séð hvað ég get gert,“ segir hún kát. „Ég bara bjóst alls ekki við öllum þessum áhuga,“ bætir hún við. Næst á dagskrá hjá Ídu Maríu er að finna sér vinnu á Íslandi og vonast hún til að geta unnið við handavinnu í framtíðinni. „Núna þarf ég fyrst og fremst að finna eitthvað að gera til að eignast smá pening. En ég veit ekkert hvað ég geri svo í framhaldinu. Von- andi get ég starfað við handavinnu en það er svo rosalega margt sem mig langar að gera,“ segir Ída María. arg/ Ljósm. úr einkasafni. „Vonandi get ég starfað við handavinnu“ Rætt við unga handavinnukonu sem nýverið opnaði sýningu á verkum sínum Ída María stundaði nám við hönn- unar- og handavinnuskólann Skals -højskolen for design og håndarbejde í Danmörku. Þar lærði hún alla almenna handavinnu. Ída María Brynjarsdóttir er ung handavinnukona í Borgarfirðinum. Á myndinni er í hún í kjól sem hún saumaði sjálf. Svipmynd frá sýningu Ídu Maríu og Steinu á bæjarhátíðinni Heim í Búðardal. Ljósm. sm. Þessi leðurtaska er verk eftir Ídu Maríu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.