Skessuhorn


Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 201828 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar HÓTEL LAXÁRBAKKI A BRIDGE TO THE WEST laxarbakki@laxarbakki.is tlf. +354 551 2783 www.laxarbakki.is Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Mikill og góður gangur er í framkvæmdum við Dvalarheimilið Fella skjól í Grundarfirði en búið er að reisa veggi og var vinna í fullum gangi við að ganga frá þaksperrum í vikunni. Verkið er á áætlun. tfk Samkvæmt venju verður árleg Reyk- holtshátíð haldin síðustu helgina í júlí, sem nú er framundan. Saman fléttast þá og blómstra sterkir þræð- ir staðarins, tónlist í sögulegu um- hverfi, fræðastarf Snorrastofu og helgihald Reykholtskirkju. Fyrir- lestur Snorrastofu á hátíðinni er í höndum dr. Ólínu Þorvarðardóttur þjóðfræðings, laugardaginn 28. júlí kl. 13, Nefnist hann: “Fyrsti blaða- maðurinn – fyrstur til margs. Um náttúrur Jóns lærða.” Hann verður í Bókhlöðu Snorrastofu. Um efni fyrirlestursins segir: 17. aldar alþýðufræðimaðurinn Jón lærði Guðmundsson var í reynd fyrsti blaðamaðurinn á Íslandi. Hann mætti jafnvel nefna fyrsta þjóðfræð- inginn. Þekktastur var hann þó sem draugabani og að kunna sitthvað fyrir sér í lækningum og teikningu. líf hans var mikil hrakfallasaga eft- ir að hann blandaðist inn í eftirmál Spánverjavíganna 1615, enda lifði hann á tímum galdraótta og óþró- aðs réttarfars sem hafði áhrif á ævi- göngu hans og afdrif. Í fyrirlestrin- um verður fjallað um ímynd og hlut- verk þessa sérstæða og fróðleiksfúsa manns sem þurfti að fóta sig í sam- félagi fáfræði og fátæktar í margvís- legum skilningi. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2000 með doktorsritgerð sinni; Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmæum. Ólína hefur gengt ýmsum störfum m.a. sem háskólakennari, skólameistri og alþingismaður en hefur jafnhliða helgað sig rit- og fræðastörfum. Hún á að baki útgefnar fræðibækur, auk földa fræðigreina og fyrirlestra um íslensk fræði. Opnunartónleikar Reykholtshá- tíðar verða föstudagskvöldið 27. júlí kl. 20. Sama dag, laugardag kl. 16 verða fluttar íslenskar kórperlur á fullveldisafmæli og kl. 20 eru kamm- ertónleikarnir, Mozart og Bartók. Á sunnudeginum 29. júlí verður há- tíðarguðsþjónusta á kirkjudegi kl. 14 og lokatónleikar hátíðarinnar kl. 16: Hátíðartónleikar: Fullveldi í 100 ár – íslensk kammertónlist frá 1918 til 2018. Snorrastofa hvetur alla til að leggja leið sína í Reykholt og njóta þess sem staðurinn hefur uppá að bjóða. Um dagskrá hátíðarinnar má lesa nánar á heimasíðu Reykholtshá- tíðar og Snorrastofu. -fréttatilkynning Á dauða mínum átti ég von, en að sveitarstjóri míns fyrrverandi sveita- félags myndi reyna að sverta og ráð- ast á mannorð mitt með hroka og rangfærslum í greinaskrifum, á því átti ég ekki von. Ég hef alltaf ver- ið stoltur af því að tilheyra Borg- arbyggð og hef af alúð sinnt sjálf- boðaliðastarfi beint og óbeint fyrir sveitarfélagið í yfir 30 ár. Ekki síður er ég undrandi yfir því að einstak- lingur með þá gríðarlegu reynslu af sveitarstjórnarmálum sem reyndin er hér, skuli ekki kynna sér mál bet- ur áður en stílvopnið er mundað. Vegna alls þessa varð ég mjög sleg- inn við lestur á grein Gunnlaugs A Júlíussonar sveitastjóra Borgar- byggðar í Skessuhorni þann 4. júlí sl. Sveitarstjóri byrjar á að nefna að svör hans séu vegna tveggja greina sem ég birti en kýs svo að halda sig við aðra þeirra í sínum skrif- um. Umræddar greinar voru unn- ar uppúr dagbók sem ég hef hald- ið um samskiptin við sveitarfélagið, ásamt tölvupóstum, fundargerðum og formlegum erindum sem ég hef sent á Byggðarráð Borgarbyggðar og hefur sveitarstjóri öll þessu gögn undir höndum. Skrif mín í téðum greinum voru ekki mín upplifun af tveggja manna tali, eins og sveit- arstjóri lætur í veðri vaka, heldur byggðar á þeim gögnum sem ég nefndi fyrr. Sveitarstjóri hefur mitt leyfi til að birta öll þessi gögn opin- berlega, ef hann vill. Ef hann hefur týnt þeim get ég látið hann hafa ný afrit. Í grein sinni skrifar sveitarstjóri að ég hafi ítrekað nefnt að starfs- menn sveitarfélagsins séu ósann- söglir. Vegna þessa las ég greinar mínar yfir að nýju og fann bara eitt tilvik þar sem ég tala um ósannsögli starfsmanns Borgarbyggðar. Það er í frásögn af fundi sem fram fór 11. október 2017. Ég fór þar fram á að rituð væri fundargerð sem sveitar- stjóri taldi sjálfsagt mál, en engin fundargerð var svo rituð. Á þeim fundi sagði formaður skipulags- nefndar að ekki þyrfti að grenndar- kynna ef mál væri auglýst opinber- lega en þar fór formaðurinn með fleipur og veit það. Sveitarstjóri segir að reiturinn, þar sem ég vil byggja, standi á Húsafellstorfunni og hún sé und- ir umhverfisvernd. Það er ekki rétt. Svæðið tilheyrir landi vestan við Húsafellstorfuna. Á umræddu svæði eru 3 sumarhús og eigend- ur landspildanna í kringum mína spildu eru nú þegar byrjaðir að skipuleggja þar tugi sumarhúsa- lóða. Það stóð hins vegar ekki í Borgarbyggð að lauma í gegn, án vitundar nágranna, heilu safni með tveimur húsum, á sjálfa Húsafell- storfuna. Fróðlegt væri að fregna af hverju þurfi núna að vera samvinna allra á svæðinu sem ekki þurfti þeg- ar staðsetning safnsins var afgreidd í laumi hjá Borgarbyggð. Jafnframt segir sveitastjóri að allir eigendur nærliggjandi land- spildna hafi gert alvarlegar athuga- semdir við grenndarkynningu. Samkvæmt þeim gögnum sem ég fékk frá sveitarfélaginu er þetta ekki rétt. Reyndar var það einn af eigendum nærliggjandi landspildna sem seldi föður mínum þetta land til að byggja á sumarhús. Sveitarstjórinn fullyrðir að ekki liggi fyrir staðfesting á vegteng- ingu við landspilduna sem um ræðir. Mitt ráð til hans er að hann kynni sér málið betur áður hann tjáir sig um það, því það liggur vegur að eldri bústöðum á svæðinu í gegnum landspilduna og klýfur hana reyndar í tvennt. Þetta kem- ur líka skýrt fram í deiliskipulag- stillögu af landinu sem hann hefur undir höndum. Varðandi orð sveitarstjóra um meintar ónafngreindar aðdróttan- ir í skrifum mínum, í garð kjörinna fulltrúa, þá hefur Borgarbyggð ekki viljað birta erindi mín þegar ég hef nafngreint einstaklinga í þeim og því nafngreindi ég ekki kjörinn fulltrúa í minni grein. Eins og ég hef ítrekað sagt þá hefur sveitar- stjóri öll þau gögn sem ég vitna í og skora ég hér með á hann að birta þau opinberlega ef hann telur vegið að einhverjum. Einnig skora ég á hann að birta dagbók mína varðandi viðskipti mín við Borgar- byggð opinberlega. Hvað varðar lögfræðikostnað þá vitnaði ég einfaldlega í Umboðs- mann Alþingis og úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem hefur ítrekað dæmt um ólöglegar gjörðir í skipulagsmálum í Borgar- byggð og er ég þá ekki að meina eingöngu í máli okkar feðga. Sveit- arfélagið hefur eytt miklum fjár- munum í að verjast í þeim mál- um sem voru augljóslega ólögleg. Ég hef skorað á sveitarstjórn áður og geri það hér aftur að kynna sér stjórnsýslulögin og starfa eft- ir þeim svo ekki verði vandamál í skipulagsmálum. Ég mun svo birta aðra grein þar sem ég varpa fram nokkrum spurn- ingum um lögmæti. Að lokum tel ég eðlilegt að sveit- arstjóri biðji mig opinberlega af- sökunar á þessum aðdróttunum sem fram koma í greinarskrif- um hans, þær eru honum ekki til sóma. Ásgeir Sæmundsson Pennagrein Hafa skal það sem sannara reynist Svar Ásgeirs Sæmundssonar við grein sveitarstjóra Borgarbyggðar Framkvæmdir við Dvalarheimilið ganga vel Fræðin fléttast við Reykholtshátíð Dr. Ólína Þorvarðardóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.