Skessuhorn


Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 2018 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Karlalið meistaraflokks ÍA í fót- bolta gerði markalaust jafntefli í fyrsta leik seinni umferðar Inkasso- deildar er liðið spilaði við leikni í Breiðholtinu á fimmtudaginn var. Bæði lið fóru stigalaus frá síðustu umferð og því ljóst að mikill bar- áttuleikur væri framundan. Hvert stig er Skagamönnum mikilvægt í toppbaráttunni og því kom ekki á óvart að þeir gulu byrj- uðu leikinn af miklum krafti sem pressuðu heimamenn hátt upp völl- inn. Það má svo segja að hættuleg- asta færið hafi komið á tíundu mín- útu. Þá fékk Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson frían skalla inn í markteig heimamanna eftir glæsi- lega sendingu frá Bjarka Steini Bjarkasyni sem markvörður leikn- is, Eyjólfur Tómasson, náði að verja á einhvern ævintýralegan hátt. Eftir þetta dauðafæri hjá ÍA komust leiknismenn ögn betur í takt við leikinn en engu að síður fóru liðin markalaus í hálfleik. Meira jafnræði var með liðun- um í þeim síðari en þó voru færin frá Skagamönnum vígalegri. Aft- ur á móti var Eyjólfur, markvörð- ur leiknis, að gera gestunum erfitt fyrir en hann sýndi frábær tilþrif í marki heimamanna. leikurinn fjar- aði svo út og markalaust jafntefli niðurstaðan. Með þessum úrslitum dettur ÍA í þriðja sæti deildarinnar en leiknir heldur sjöunda sætinu. Næsti leik- ur Skagamanna fer fram á Akranesi næstkomandi föstudag þegar þeir taka á móti Þór Akureyri klukkan 19:15. glh Skagastelpur unnu baráttusigur á Haukum úr Hafnarfirði í fyrsta leik seinni umferðar Inkassodeildar er liðin mættust á Akranesvelli á föstu- daginn var. ÍA ásamt Haukum eru í harðri baráttu í efri hluta deildar- innar og hvert stig dýrmætt nú þeg- ar líður á tímabilið. Þannig einkenndust upphafs mínútur af mikilli barátta og leik- gleði meðal leikmanna beggja liða sem ætluðu sér sigur. Bergdís Fann- ey Einarsdóttir var drjúg í sóknar- leik heimamanna og átti meðal ann- ars kraftmikið langskot sem small í þverslánni í marki gestanna snemma leiks. Bergdís Fanney var aftur á ferðinni stuttu seinna þegar hún kom boltanum í netið á 38. mínútu og kom heimamönnum yfir. Tveim- ur mínútum seinna missti Tori Or- nela, markvörður þeirra gulklæddu, boltann frá sér í eigin teig með þeim afleiðingum að Berglind Baldurs- dóttir potaði honum í netið og náði þannig að jafna metin fyrir gestina áður en liðin héldu í hálfleik. Seinni hálfleikur var svipað- ur þeim fyrri. Heimamenn virtust sterkari aðilinn á grasinu og áttu góð færi sem erfiðlega gekk að nýta. En á 62. mínútu var engin önnur en Bergdís Fanney sem náði að skora af miklu öryggi eftir að hafa leikið á vörn Hauka sem kom þannig Skaga- konum yfir. Eftir það héldu leik- menn ÍA töluvert aftur og spiluðu þétta vörn sem gestirnir fundu eng- ar glufur á og því lokatölur 2-1 fyrir Skagakonur. Sigur Skagamanna kemur þeim nær toppliðum deildarinnar en þær eru þó áfram í fjórða sæti nú þegar tíundu umferð er að ljúka. Sama saga er hjá Haukum sem halda fimmta sætinu en þetta var fjórði tapleikur Hafnfirðinganna í röð. glh Meistaraflokkur Skallagríms, bæði karla og kvenna, hafa bætt við sig liðsstyrk síðustu vikuna. Kvennaliðið hefur samið við Banda- ríkjakonuna og leikstjórnandann Bryeasha Blair um að spila með lið- inu næsta vetur en hún kemur frá South Carolina State háskólanum þar sem hún spilaði lykilhlutverk í sínu liði. Hjá meistaraflokki karla er það Króatinn Matej Buovac sem mun leika með liðinu á næsta tíma- bili. Króatinn er 25 ára framherji og um tveir metrar að hæð. „Við bjóðum þessa nýju leikmenn vel- komna í Borgarnes,“ kemur fram í tilkynningu frá félaginu. glh Víkingur Ó. sótti nafna sína í Reykjavík heim þegar liðin mætt- ust í átta liða úrslitum Mjólkurbik- arsins á miðvikudag í liðinni viku. leikurinn fór fram á Víkingsvelli og var það komið á hreint áður en liðin mættust að sigurlið viðureign- arinnar myndi mæta Breiðabliki í undanúrslitum bikarkeppninnar. Heimamenn áttu fyrstu sókn leiksins og voru töluvert meira með boltann á meðan gestirnir úr Ólafs- vík héldu sig frekar til baka á vell- inum. Fyrri hálfleikur var heldur bragðdaufur og lítið um tilþrif frá leikmönnum beggja liða. Staðan eftir 45 mínútna leik því marka- laus. Allt leit út fyrir svipaðan seinni hálfleik. Bæði lið voru lítið sem ekkert að skapa sér færi, þó var Vík- ingur Ó. þéttir í varnarlínu sinni og fundu heimamenn engar glufur hjá Snæfellingunum. Það var ekki fyrr en tveimur mínútum fyrir leiks- lok að dró til tíðinda. Á 88. mínútu keyrði Gonzalo upp hægri kant- inn og kom boltanum á liðsfélaga sinn, Sasha litwin, sem gerði vel og skoraði af stuttu færi sem kom Snæfellingum yfir. Of langt var lið- ið á leiktíma fyrir heimamenn að svara marki gestanna og því sigur Ólafsvíkinga staðreynd. Undanúrslit Mjólkurbikarsins fara fram 15. og 16. ágúst. Þá mun FH sækja Stjörnuna heima í Garða- bæinn og degi síðar mætir Víking- ur Ó. Breiðabliki á Kópavogsvelli. Sigurlið þessara viðureigna mætast svo í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardalsvelli í september. glh Víkingur Ó. vann dramatískan sig- ur á Reykvíkingunum í ÍR þegar liðin mættust á sunnudaginn í 12. umferð Inkassodeildarinnar. Þetta var síðasti leikur umferðarinn- ar en ástæðan að hann var spilað- ur svona seint er sú að Víkingur var að keppa í átta liða úrslitum Mjólk- urbikarsins í liðinni viku þar sem liðið tryggði sér þátttöku í undan- úrslitum. Snæfellingar eru í góðri baráttu með efstu liðum deildar- innar á meðan ÍR þarf nauðsyn- lega á stigum að halda til að forða sér frá fallsæti. Það kom því ekki á óvart að ÍR-ingar byrjuðu leikinn af krafti. Þegar leið á hálfleikinn fóru Ólsarar hins vegar að færa sig ofar á völlinn sem breytti þó litlu og var markalaust í hálfleik. Meira jafnvægi var með liðum í seinni hálfleik sem var samt held- ur bragðdaufur og frekar mikið um miðjumoð hjá leikmönnum beggja liða. Það var svo loks á 72. mín- útu að Alexander Helgi Sigurðsson náði góðu skoti í snúningi í teigi gestanna og kom þannig heima- mönnum yfir. Stuttu seinna náði Andri Jónsson að jafna fyrir breið- hyltinga með því að pota boltanum í netið á 78. mínútu. Mikil barátta upphófst í kjölfarið og voru Snæ- fellingar áræðnir í sókn á lokamín- útunum. Það var svo á fimmtu mín- útu uppbótartíma að Vignir Snær Stefánsson, sem var nýkominn inn á, var tekinn niður í markteig ÍR með þeim afleiðingum að dóm- arinn dæmdi víti. Emmanuel Eli Keke fór á punktinn og kláraði leik- inn fyrir heimamenn og innsiglaði þannig sigurinn og stigin þrjú. Víkingur Ó. er nú í öðru sæti deildarinnar, einungis tveimur stig- um á eftir toppliði HK en þessi lið eigast einmitt við í næstu umferð og fer toppslagur fram á fimmtu- daginn á Ólafsvíkurvelli. glh Skallagrímur semur við erlenda leikmenn Framherjinn, Matej Buovac, frá Króatíu. Ljósm/ UMFS Leikstjórnandinn, Bryeasha Blair, frá Bandaríkjunum. Ljósm/ UMFS Víkingur Ó. í undanúrslit Markalaust jafntefli hjá karlaliði ÍA Skagasigur á heimavelli Vítaspyrna í uppbótartíma tryggði sigur Víkings Ólafsvíkingar er nú komnir í annað sæti Inkassodeildarinnar. Ljósm. af. Skagamenn máttu sætta sig við jafntefli gegn Leikni. Ljósm/ KFÍA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.