Skessuhorn


Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 31. tbl. 21. árg. 1. ágúst 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma 20 ÁR Lúsina burt! Augndropar! Annir í heyskap um allt Vesturland Bændur á vestanverðu landinu hafa ekki átt sjö dagana sæla í sum- ar. Erfiðlega hefur gengið að heyja fyrir skepnurnar vegna vætutíðar sem verið hefur nær óslitið í júní og júlí. Veður var þó skaplegra í síðustu viku og sólin skein nokkra daga í röð. Bændur um allt Vestur- land nýttu tækifærið, slógu tún sín og söfnuðu heyi fyrir skepnurn- ar. Þar sem blaðamaður ferðað- ist um nær endilangann landshlut- ann síðdegis á föstudag, frá Akra- nesi að Reykhólum, var á flestöll- um bæjum annað hvort flatt á tún- um eða verið að heyja. Heyskap- ur stóð víða yfir fram yfir helgi, þar sem hann hékk þurr. Bænd- ur sem blaðamaður ræddi við bú- ast þó ekki við sérstaklega góðum heyjum, enda grasið orðið úr sér sprottið þegar loksins var hægt að slá það. kgk Hér heyja bændur á Innnesi undir Akrafjalli að morgni mánudags. Ljósm. áþ. Ástand Vesturlandsvegar um Kjalar- nes hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri, einkum sunn- arlega á Vesturlandi. Á dagskrá er að breikka veginn í 2+1 en þang- að til þær framkvæmdir hefjast þarf að halda veginum við. Einkum eru það hjólför vegarins, sem eru orðin djúp á löngum köflum, sem vegfar- endur telja að skapi hættu við akst- ur. Nokkrir vegfarendur, sem sett hafa sig í samband við Skessuhorn, segjast langþreyttir á að bíða eftir viðhaldi vegarins. En þeir þurfa ekki að bíða mik- ið lengur. Viðhald Vesturlandsveg- ar um Kjalarnes er á dagskrá um miðjan ágústmánuð. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinn- ar, í samtali við Skessuhorn. Hvað varðar breikkun vegarins segir hann þær framkvæmdir á döfinni á næsta ári. „Við reiknum með að vinna við 2+1 veg hefjist á næsta ári, með fyrirvara um fjárveitingar á fjárlögum og nýja samgönguáætl- un sem boðuð er í haust,“ segir G. Pétur Matthíasson. kgk Viðhald framundan á Kjalarnesi Börnin skemmtu sér konunglega í froðurenni- brautinni sem slegið var upp á bæjarhátíðinni Á góðri stund sem haldin var í Grundarfirði um helgina. Sjá nánar bls. 21. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.