Skessuhorn


Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGúSt 2018 11 Vi ses på Danske dage í Stykkishólmur den 16. - 17. august. Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Lynghálsi 2 - 110 Reykjavík Netfang - sala@limtrevirnet.is Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 limtrevirnet.is Bjóðum vætuna velkomna Hjá Límtré Vírnet færðu hinar traustu og fallegu Lindab þakrennur. „Ég byrjaði upphaflega árið 2010 í samstarfi við vinkonu mína. Við byrjuðum að sauma úr gömlum bolum því við áttum ekki pening fyrir efni. Við saumuðum ýmislegt og héldum svo sýningar. Það tókst svo vel til að við opnuðum sauma- stofuna Origami. Við stukkum þá í djúpu laugina og það gekk von- um framar. Vinkona mín hætti svo til að fara í nám og ég flutti vinnu- stofuna heim til mín og hef verið að sauma þar með hléum síðan,“ segir Sjöfn Magnúsdóttir, kjóla- sveinn á Akranesi, þegar blaðamað- ur Skessuhorns hitti hana á nýju vinnustofunni hennar. Vinnustof- an er staðsett við Kirkjubraut 54 og þar vinnur Sjöfn nú að því að koma upp aðstöðu. „Við erum fimm sam- an sem ætlum að vera með aðstöðu hér fyrir okkar handverk og hönn- un og ég hlakka mikið til að vinna í sama rými og þessar flottu konur,“ segir Sjöfn. Áhuginn kviknaði í menntaskóla Aðspurð segist Sjöfn ekki alltaf hafa haft áhuga á handavinnu. „Ég held ég geti fullyrt að enginn í fjöl- skyldunni minni hafi snert saum- nál. Ég tók svo saumanámskeið í menntaskóla og þar kviknaði áhug- inn. Sjöfn er lærður klæðskeri með sveinspróf í kjólasaum og hefur verið að hanna sína eigin fatalínu Sjöfn Magnúsdóttir kjólasveinn opnar nýja vinnustofu við Kirkjubraut 54 á Akranesi í september. Með á myndinni er Stella Eir, 6 mánaða dóttir Sjafnar. Vinnustofan Skærin á vinnuborðinu opnuð á Akranesi í september frá 2009. „Ég hef verið að sauma svona í og með síðustu ár og hef verið í pásu undanfarið og var kom- in á þann stað að hætta bara. En ég gat ekki slitið mig frá þessu þó ég hafi alveg reynt. Þetta er bara það sem ég vil gera og þegar ég heyrði af því að nokkrar konur hér á Akra- nesi væru að hugsa um að opna svona sameiginlegt rými ákvað ég að stökkva til og vera með. Nú er vinnuaðstaðan mín eins og fiska- búr,“ segir Sjöfn brosandi og bend- ir á stóra glugga sem snúa beint út að götu. „Áður var ég bara í lokuðu rými en nú getur fólk horft á mig vinna, sem mér finnst mjög hvetj- andi.“ Færir sig yfir í fjöl- breyttari handavinnu Nýja vinnustofan hefur feng- ið nafnið „Skærin á vinnuborðið“ en Sjöfn hefur verið að hanna og sauma vörur undir nafninu „tdP Design“ og mun halda því áfram. „Ég ákvað að gefa vinnustofunni nýtt nafn því ég ætla ekki eingöngu að vera að hanna og sauma fyrir tdP Design. Ég ætla að vera með fjölbreyttara handverk og hönn- un. Ég ætla líka að nota samfélags- miðla til að kenna fólki, sýna hvað ég er að gera og gefa góð ráð,“ seg- ir Sjöfn og bætir því við að hún taki glöð móti öllum hugmyndum fólks að verkum. „Mig langar að þetta verði fjölbreytt og þá er alltaf gaman að fá hugmyndir frá öðrum. Svo ef einhver þarf aðstoð má allt- af koma við hér á vinnustofunni ef ég er við. Ég mun þó ekki opna fyrr en í september og tek þá vel á móti öllum,“ segir hún brosandi. Fyrir alla þá sem hafa áhuga á að fylgjast með Sjöfn er hún virk á Instagram reikningi sínum og er þar hægt að finna hana undir nafn- inu Vinnubordid. Þar sýnir Sjöfn frá undirbúningnum fyrir opn- un vinnustofunnar í september og mun hún svo sýna frá því sem hún er að vinna að hverju sinni. arg

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.