Skessuhorn


Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGúSt 201812 Bæjarhátíðin Danskir dagar fer fram í Stykkishólmi dagana 17.-19. ágúst næstkomandi. Hátíðin hef- ur verið haldin frá árinu 1994 og er því ein elsta bæjarhátíð lands- ins. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn Hjördísar Pálsdóttur safnstjóra Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla. En undirbúningur er í höndum starfsmanna safnanna ásamt fleirum. „Dagskráin hefst með danskri krakkasmiðju á bóka- safninu á þriðjudeginum. Þar ætl- um við að leggja áherslu á dansk- ar bókmenntir fyrir börnin“, segir Hjördís. Í boði verður ýmis önnur afþreying fyrir börn á öllum aldri, má þar nefna, dorgveiðikeppni, þrautaleikur og Húlladúllan. Dag- skráin verður með dönsku ívafi alla hátíðina, meðal annars verða sýnd- ar danskar bíómyndir í Eldfjalla- safninu, grillað verður Snobrød í Nýrækt og tónleikar í Vatnasafninu svo dæmi séu tekin. Á föstudagskvöldinu verður brekkusöngur og að honum lokn- um verður ball með hljómsveitinni Meginstreymi í reiðhöllinni. „Dag- skráin verður fjölbreytt á laugar- deginum og má þar nefna mark- aðssvæðið, boðið verður upp á æbleskiver og brjóstsykursgerð í Norska húsinu og hægt verður að fá leiðsögn um Eldfjallasafnið. Um kvöldið verður bryggjuball og flug- eldasýning. Í lok kvöldsins verður stórdansleikur í íþróttamiðstöð- inni þar sem hljómsveitin Buff mun leika fyrir dansi,“ segir Hjördís. Á sunnudeginum er upplagt fyr- ir gesti hátíðarinnar að fara í skipu- lagða gönguferð upp Drápuhlíða- fjall til að hressa sig við eftir dans- leikinn. Styrktarfélagið Kraftur mun vera í Grunnskólanum. Þar verður hægt að perla armbönd með áletruninni „Lífið er núna“. Félagið hefur það að leiðarljósi að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða og styðja ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. arg Unglingalandsót UMFÍ er hald- ið ár hvert um verslunarmanna- helgina fyrir ungmenni á aldrin- um 11 til 18 ára, en mótið er jafn- framt hin glæsilegasta vímulausa fjölskylduhátíð. Í ár verður mót- ið haldið í Þorlákshöfn við glæsi- legar aðstæður fyrir alla móts- gesti. Keppt verður í fjölbreytt- um íþróttagreinum á mótinu, svo sem körfubolta, golfi, skot- fimi, sundi og fleira, og geta allir á aldrinum 11 til 18 ára skráð sig til leiks. Ekki er skilyrði að keppa undir merkjum ungmenna- eða íþróttafélags. Eins og venja er fyrir verður einnig fjölbreytt dagskrá og afþreying fyrir alla gesti frá morgni til kvölds. Öll afþreying er opin án endurgjalds. Ættu því systkini keppenda, for- eldrar, ömmur og afar eða aðrir gestir einnig að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Landsþekktir tónlistarmenn munu troða upp á kvöldvökum öll kvöldin. Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu unglingalandsmóts- ins, www.ulm.is. arg Undanfarnar hefur hópur sjálf- boðaliða á vegum Veraldavina unn- ið á Akranesi. Veraldarvinir eru ís- lensk félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtökin voru stofnuð í júní 2001 og hafa frá upp- hafi haft umhverfismál í öndvegi. Markmið samtakanna er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri umgengni manna við umhverfi sitt. Lögð er rík áhersla á alþjóðlegt sam- starf og skipulagningu á umhverfis- og menningartengdum verkefnum í samvinnu við sveitarfélög og frjáls félagasamtök og eru Veraldarvin- ir brautryðjendur í skipulagningu slíkra verkefna hér á Íslandi. Ver- aldarvinir hafa m.a. átt gott samstarf við verkalýðsfélög á landinu og hafa það að meginmarkmiði að stíga ekki inn í þau störf sem annars væru unn- in af launuðum starfsmönnum. Frá árinu 2003 hafa Veraldavinir tekið á móti 14.718 erlendum sjálfboðalið- um sem hafa skilað 794 ársverkum til heilla íslenskri náttúru og menn- ingu og fær Akraneskaupstaður nú að njóta góðs af. Á meðal verka sem sjálfboðaliðarnir ynntu af hendi var hreinsun friðlandsins í Innstavogs- nesi og hreinsun með allri strandl- ínu bæjarins, þar sem hirt var upp hátt í tonn af rusli. Einnig aðstoð- uðu þau Skógræktarfélag Akraness við ýmis verk, eins og tiltekt og gróðursetningu. ,,Þetta er fólk á öllum aldri sem kemur víðs vegar að. Þau stóðu sig gríðarlega vel og hafa þeir sem komið hafa að þessu verið gríðar- lega ánægðir með þeirra störf. Þau fengu nú ekki besta veðrið hér í sumar en voru alltaf gríðarlega já- kvæð og metnaðarfull í þessu starfi. Þetta er allt fólk sem er hérna í þeim tilgangi að kynnast landi, þjóð og að fá að vera úti í íslenskri náttúru er bara bónus,“ segir Ása Katrín Bjarnadóttir, verkstjóri á skipulags- og umhverfissviði Akraneskaup- staðar. Sjálfboðaliðarnir hafa nú kvatt Akranes og sumir flogið aftur heim á leið en aðrir hafið störf ann- ars staðar á landinu. til að mynda fór einn hópur inn í Hvalfjörð að vinna að endurnýjun göngustíga við Glym. akb Mikil stemning er alltaf á Dönskum dögum í Stykkishólmi. Ljósm. aðsend. Danskir dagar í Stykkishólmi framundan Unglingalandsmót á Þorlákshöfn Hópur sjálfboðaliða við störf á Akranesi Flemming-pútt norðan heiða Hátíðin Eldur í Húnaþingi var haldin á Hvammstanga í Húna- þingi vestra í síðustu viku. Fjöl- margt var þar til skemmtunnar s. s. sirkus, tónleikar úti og inni, ýmsar íþróttagreinar, vatnsslönguknatt- spyrna og fleira og fleira. Flemm- ing-pútt var nú haldið þar í áttunda skipti. Mótið fór fram föstudaginn 27. júlí í mjög góðu veðri og pútt- völlurinn var þurr og góður. Spilað- ar voru 2x18 holur, alls 36. Þátttaka heimamanna og gesta, sem flest- ir komu úr Borgarbyggð, var góð. Fjörutíu voru skráðir til keppni og luku 38 leik. úrslit mótsins urðu eftirfarandi: Karlar, 21 keppandi 1. Þorbergur Egilsson, Borgar- byggð, 71 högg 2. Ólafur Davíðsson, Borgarbyggð, 74 högg (bráðabani) 3. Kári Bragason, Hvamms- tanga,74 högg (bráðabani) Konur, 10 keppendur 1.Ragnheiður Jónsdóttir, Borgar- byggð 75 högg 2. Þóra Stefánsdóttir, Borgar- byggð 77 högg (bráðabani) 3. Guðrún Birna Haraldsóttir, Borgarbyggð, 77 högg (bráðab- ani) Einnig var keppt í barna- og ung- lingaflokki, 16 ára og yngri. Þar voru 18 holur leiknar og kepp- endur voru níu talsins. úrslit urðu eftirfarandi: 1. Elvar Ísak Jessen, Akranes, 40 högg 2. Orri Arason, Hvammstanga, 43 högg 3. Hafsteinn Ævarsson, Hvamms- tanga, 48 högg fj Verðlaunahafar í kvennaflokki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.