Skessuhorn


Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGúSt 201816 Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir og Þórður Eiríksson keyptu sér hús á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði árið 2013, hús sem er betur þekkt sem læknisbústaðurinn. Um er að ræða hús sem var byggt árið 1942 fyrir lækni á Kleppjárnsreykjum en í öðrum enda þess bjó læk|nir- inn með sína fjölskyldu og í hinum endanum var heilsugæslustöð. Þeg- ar Þóra og Þórður keypt húsið var það í frekar slæmu standi en hef- ur nú tekið stakkaskiptum undan- farin ár. Blaðamaður Skessuhorns leit við hjá þeim og ræddi við þau um „verkefnið“ eins og Þóra kall- ar húsið. „Ég ráðlegg engum að gera þetta,“ segir Þóra ákveðin á meðan hún hellir upp á kaffi fyr- ir blaðamann. „Nei, ég er nú bara að grínast smá með það. Við viss- um að þessu húsi fylgdi mikil vinna en mig óraði ekki fyrir því að þetta yrði svona mikið. Við erum alveg meðvituð um að þetta hús er verk- efnið okkar og verður það áfram svo lengi sem við verðum hér. Við höf- um gert það upp í litlum skrefum og munum halda því áfram. Þegar því er svo lokið mun viðhald taka við,“ segir Þóra blendin á svip. Fullorðnast án atrennu Þóra er fædd og uppalin á Norð- ur-Reykjum í Hálsasveit í uppsveit- um Borgarfjarðar. Hún er með há- skólagráðu í náttúrufræði og kenn- ir náttúrufræði í Kleppjárnsreykja- deild Grunnskóla Borgarfjarð- ar. Þórður flutti í Borgarfjörðinn frá Akranesi og starfar sem raf- virki. Hann er með Bs gráðu í há- tækniverkfræði og er núna í Há- skóla Reykjavíkur að læra iðnfræði. Hann vinnur einnig sem kennari við rafiðnaðardeild Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og er deild- arstjóri iðnnáms við skólann. Auk þess er hann að vinna ýmis forrit- unar- og rafmagnsverkefni, t.d. fyr- ir Krauma og önnur fyrirtæki í hér- aðinu. „Það er hægt að segja að við höfum fullorðnast án atrennu. Í janúar 2012 bjó ég á Varmalandi og var að kenna þar í grunnskólanum. Ég kynntist svo Þórði og um það bil korteri síðar varð ég ófrísk og við fluttum saman í gömlu skóla- stjóraíbúðina á Kleppjárnsreykj- um,“ segir hún og heldur áfram. „Gamla skólastjóraíbúðin er í þar- næsta húsi við Unnar bróðir minn en læknisbústaðurinn er við hliðina á hans húsi. Ég gat ekki haft heilt Læknisbústaðurinn á Kleppjárnsreykjum tekið stakkaskiptum Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir og Þórður Eiríksson keyptu læknisbústaðinn á Kleppjárnsreykjum og hafa undanfarin ár verið að gera húsið upp. Á myndinni standa þau í tröppunum við innganginn í húsið og með þeim er Kolbrún Eir dóttir þeirra. Á myndina vantar Steinunni Vár, eldri dóttur þeirra, sem var í menningarferð í höfuðborginni þennan dag. Ljósm. arg Svona leit læknisbústaðurinn út að utan þegar Þóra og Þórður keyptu húsið. Sumarið 2015 var húsið tekið í gegn að utan og er munurinn mikill.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.