Skessuhorn


Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGúSt 2018 17 Hér er horft úr stofunni inn í borstofuna. Þegar Þóra og Þórður keyptu húsið var veggur sem skildi rýmin af og var eitt fyrsta verk að rífa hann niður. hús á milli okkar svo við keypt- um læknisbústaðinn haustið 2013. Núna er allt eins og það á að vera, veggirnir okkar liggja næstum sam- an eins og þegar við vorum krakk- ar,“ segir Þóra og hlær. Þau fluttu inn skömmu fyrir jólin 2013 að- eins með eitt virkt klósett í heilsu- gæsluhluta hússins og engar inni- hurðir og framkvæmdir í hámarki. „Við héldum jólin í sumarbústað með tengdafjölskyldu minni það árið,“ segir hún og minnist þess að skömmu eftir jólin, þegar þau voru nýlega byrjuð að vinna í húsinu aft- ur, fann hún fyrir örlitlum óþæg- indum. „Ég fann að ég væri ekki alveg eins og ég átti að vera. Þeg- ar betur var að gáð kom í ljós að yngri dóttir okkar væri væntanleg um haustið, ekki alveg heppilegasti tíminn,“ segir hún og hlær. Þóra lét ekki þar við sitja og ákvað að fara í mastersnám í kennslufræðum og er núna í diplómanámi í kynfræði. „Samhliða þessu öllu höfum við bæði verið að brasa aðeins í skóla og auðvitað vinna líka. Það er held ég óhætt að segja að hjá okkur sé það allt eða ekkert.“ Reyna að halda í anda hússins Aðspurð hvað þau hafi þegar gert við húsið horfir Þóra í kringum sig smá stund áður en hún fer yfir það helsta. „Fyrst eftir að við keyptum taldi bróðir minn svefnherbergin og reiknaði út hversu mörg börn við gætum eignast ef við mynd- um hafa kojur í öllum herbergj- um. Fyrsta verk okkar var því að fækka herbergjum og rífa niður einn vegg og stækka stofuna,“ seg- ir Þóra kímin. „Við byrjuðum svo á því sem lá mest á að gera og var stærsta verkefnið í upphafi líklega baðherbergið. Þar var bæði sturtu- klefi og baðkar. Sturtan hafði á einhverjum tímapunkti farið að leka. Henni var því bara lokað og hún ekki notuð meira en lek- inn var ekki lagaður. Við rifum því allt út af baðherberginu og gerð- um það upp frá grunni og ætli það sé ekki nýtískulegasta herbergið í húsinu,“ segir Þóra. „Sumarið 2015 gerðum við upp eldhúsið en þar var innrétting frá 1967. Okkur langar að halda í anda hússins ætl- uðum því að halda veggflísunum. Því miður tókst það ekki því það voru rakaskemmdir undir þeim. Við björguðum nokkrum flís- um sem við settum svo inn á milli þeirra nýju. Þegar við vorum að leita að innréttingu var fátt í boði annað en háglans hvítt en okkur fannst það ekki passa inn í svona gamalt hús og vorum hörð á að finna dökka viðarinnréttingu, sem svo fannst í IKEA,“ segir Þóra. Börðust hetjulega við kerfilinn „Garðurinn hefur líka verið stórt verkefni út af fyrir sig. Þegar húsið var upphaflega byggt var kvöð um að hafa góðan garð fyr- ir læknisfrúnna. Hún var aug- ljóslega mikið fyrir garðrækt en gróðurinn sem fólk valdi á þess- um tíma þykir ekki svo skemmti- legur í dag. Það var til að mynda mikið um kerfil í öllum garðinum og við höfum barist hetjulega við hann,“ segir Þóra brosandi. Ker- fillinn þakti stóran hluta garðsins en er nú að mestu farinn. „Þetta er fyrsta sumarið okkar þar sem við erum komin með almennileg tök á honum,“ bætir hún við og geng- ur inn í bakgarð þar sem hún sýn- ir blaðamanni nýjan pall sem þau smíðuðu í sumar. „Hér voru nokk- ur stór tré sem lokuðu fyrir út- sýni úr gluggum, skyggðu á garð- inn og voru farin að vaxa inn í þak- ið á húsinu. Við tókum þau niður og settum pallinn en eitt tréð fékk þó að standa,“ segir Þóra og bend- ir á tré sem stendur upp úr öðr- um enda pallsins. Við hlið palls- ins er blómabeð með fjölbreyttum gróðri. „Hér hef ég verið að finna nýja og nýja plöntu á hverju ári,“ segir Þóra brosandi „Ég er mik- ið líffræðinörd og þykir því rosa- lega gaman að skoða þennan garð á hverju sumri.“ Húsið gert upp að utan Sumarið 2014 var læknisbústaður- inn tekinn í gegn að utan og mál- aður og hraunaður. „Rétt eins og með allt annað höfðum við sterk- ar skoðanir á því hvernig húsið yrði að utan. Við vorum hörð á að fá hraunáferð á það en vissum ekki hvernig ætti að framkvæma það. Ég leitaði eftir ráðum fag- fólks og fékk alltaf uppástungur um að setja plötur sem líta út eins og það sé hraunað. Við tókum það að sjálfsögðu ekki í mál og vild- um hafa þetta alvöru, sem það að sjálfsögðu er,“ segir Þóra glaðbeitt og heldur áfram. „Við höfum lært ótrúlega mikið á öllu þessu ferli og fyrst þegar við vorum að byrja viss- um við ekki alltaf hvað við værum að fara að gera. En við búum svo vel að hafa fólk í kringum okkur sem hefur bæði reynslu og þekk- ingu og hefur hjálpað okkur mik- ið. Afi og pabbi Þórðar kunna vel til verka og svo er Unnar bróðir minn búinn að hjálpa mikið. For- eldrar mínir hafa svo alltaf verið til taks að gera það sem þau geta og eru þau dugleg að passa stelpurn- ar fyrir okkur. Við hefðum aldrei getað þetta án fólksins okkar. En í dag getum við gert meira sjálf. Við höfum lært til verka og eigum orð- ið öll helstu verkfærin. Það munar rosalega um það,“ segir Þóra. Harðákveðin að hafa gaman að verkefninu Aðspurð hvernig lokaútkoman kemur til með að verða hlær Þóra og svarar: „Já, það verður spenn- andi að sjá. Planið var að sjálf- sögðu að gera þetta allt í einu en við vorum ekki lengi að átta okkur á að það væri vægast sagt óraun- hæft. Sérstaklega því við erum að gera þetta sjálf og viljum gera þetta skynsamlega og ekki sökkva okkur í skuldir. Við reynum að safna fyr- ir framkvæmdunum og gera þetta í litlum skrefum. Þannig getum við eignast þetta fína heimili fyrir mun minni pening.“ Í sumar hafa þau unnið að upp- gerð í heilsugæsluhluta hússins þar sem þau eru að setja upp baðher- bergi og gera vinnurými. „Hug- myndin er að hafa þarna skrifstofu og seinna meir rafmagnsverkstæði fyrir Þórð. Það má því alveg segja að við séum að halda í upprunna hússins og hafa þar lækningaað- stöðu, bara ekki fyrir menn held- ur raftæki,“ segir Þóra glottandi á svip. „Þau verkefni sem liggja fyr- ir á tíu ára planinu eru að skipta um þak, drena og skipta um pípu- lagnir.“ Húsið er 380 fermetrar að stærð með bílskúr og því af nógu að taka. „Bílskúrinn er líka verkefni út af fyrir sig. Honum var svona tjasl- að saman við húsið á sínum tíma og gapir núna á milli bílskúrs- ins og hússins en það gefur bara góða loftræstingu í skúrnum,“ segir Þóra. „Það er alveg ljóst að það verður nóg að gera hjá okkur næstu misseri og við erum harð- ákveðin í að hafa bara gaman að,“ bætir hún við að endingu. arg/ Ljósm. Þóra Geirlaug Bjart- marsdóttir, nema annað sé tekið fram. Hér sést inn í eldhúsið eins og það var, með innréttingu frá árinu 1967. Þessi mynd er tekin þegar verið er að leggja lokahönd á eldhúsið og þarna má sjá hvernig nokkrar af upprunnalegu flísunum fengu að njóta sín inn á milli nýju flísanna. Svona var baðherbergið áður en hafist var handa við uppgerð. Lokaútkoman á baðherberginu leit svona út.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.