Skessuhorn


Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGúSt 201818 Borgnesingurinn Hallbjörg Erla Fjeldsted ver nú fleiri stundum þessa dagana úti á sjó heldur en á landi. Hún útskrifaðist úr Skip- stjórnarskólanum um síðustu jól og starfar nú hjá hvalaskoðunarfyr- irtækinu Eldingu sem siglir sínum bátum út frá höfninni við miðborg Reykjavíkur. Þar safnar hún sér tímum hægt og bítandi til þess að verða skipstjóri einn daginn og láta þannig drauminn sinn um að sigla um heimshöfin sjö rætast. Kveikiþráðurinn Frá barnæsku hefur Hallbjörg ætíð haft mikla tengingu við hafið sem kemur vart á óvart þar sem Borg- arnes situr á tanga og er umlukið sjó. „Afi minn á Skagaströnd átti bát og ég fór nokkrum sinnum með honum í bátsferðir sem barn. Svo fannst mér rosalega gaman að fara niður í fjöru hjá Englendingavík og hreinsa hugann,“ rifjar hún upp. Það var sumarið eftir að Hall- björg útskrifaðist úr Grunnskóla Borgarness árið 2006 að ungmenn- um sem voru að klára 10. bekk bauðst að senda inn umsóknir um tveggja vikna túr á Varðskipinu Ægi á vegum Samtaka sveitafélaganna. „Mér leist ótrúlega vel á þetta, sótti strax um og komst með í túrinn,” segir hún glöð. Þetta var tveggja vikna túr í júlí- mánuði og voru sex ungmenni val- in af öllu landinu til að slást í för með varðskipinu og kynnast þann- ig starfi á sjónum. Sjálf segist Hall- björg hafa lært margt í ferðinni. Þarna var krökkunum gefin góð kennsla á björgunarbúnað, þeir kynntir fyrir því hvernig er að vera á sjó, hvernig er að vera lengi úti í vinnunni og hvernig það er að koma heim og eiga gott frí. „túr- inn minn var svolítið sérstakur að því leytinu til að okkur var flogið til Seyðisfjarðar. Sigldum svo allt norðurlandið og inn í alla firði á Vestfjörðum. tilgangur ferðarinn- ar var að koma við í öllum neyðar- skýlum og passa að þau væri í standi og að passa að nóg væri til af öllu. Þetta var rosalega viðburðarmik- ill túr þegar ég hugsa til baka. Svo enduðum við í Reykjavík,“ segir Hallbjörg og bætir við að í þokka- bót hafi ferðin verið kveikjan að því að hana langaði að vera á sjónum. Rakst á tímarit og sótti um í Skipstjórnarskólanum Að grunnskólagöngu lokinni og tveggja vikna túr á sjó um sumar- ið hélt leið Hallbjargar til Akraness þar sem hún nam við Fjölbrauta- skóla Vesturlands. Þaðan útskrifað- ist hún með stúdentspróf árið 2010. „Það var alltaf fast í manni að fara í menntaskólann, klára stúdentinn og gera svo eitthvað í framhaldi af því. Á þessum tímapunkti var ég svo sem ekkert viss um að mig langaði að fara sjóleiðina í lífinu. Það kom meiri staðfesta seinna meir.“ Sem barn hafði Hallbjörg farið tvisvar með Norrænu þá sem far- þegi og því sótti hún um vinnu þar eitt sumarið sem ílengdist og starf- aði Hallbjörg hjá Norrænu til árs- ins 2016. „Á tímabili var mig oft að dreyma að ég væri á labbinu á Nor- rænu og hugsaði að þetta væri eitt- hvað merki. Ég sendi því inn um- sókn til millilandaskipsins, fékk já- kvætt svar um leið og var mætt til vinnu stuttu seinna á Seyðisfirði. útþráin helltist yfir mig og ég klár- aði seinustu önnina í FVA á sjón- um,“ segir hún. Blaðamaður spyr Hallbjörgu hvort það hafi verið eitthvað sér- stakt augnablik sem hjálpaði henni að taka ákvörðum um að fara í Skip- stjórnarskólann og svarar hún því játandi. „Það var á einni vaktinni í Norrænu þegar ég er að taka til í klefunum að ég finn tímarit í ein- um þeirra. Ég skoða forsíðuna og sé að það er eitt og annað um jóla- dót, einhverjar uppskriftir og svo sé ég að það er viðtal inn í blaðinu við kvenskipstjóra sem siglir risa skemmtiferðaskipi. Ég um leið kíki inn í blaðið og les viðtalið við þessa konu. Það var reyndar allt á færeysku en það kom ekki að sök,“ segir hún hlæjandi og sýnir blaða- manni hið umtalaða tímarit og við- talið við færeyska kvenskipstjórann sem hafði farið í Stýrimannaskóla í Danmörku og starfað sem stýri- maður og skipstjóri á ótalmörgum skipum. „Þetta blað kom út árið 2011 og ég rekst á það fyrir algjöra tilviljun árið 2014. Það var eins og blaðið væri rétt mér upp í hendurn- ar til að hjálpa mér að taka þessa ákvörðun.“ Hallbjörg byrjar svo í Skipstjórnarskólanum haustið 2015 og útskrifast tveimur árum seinna um jólin 2017. Langar að sigla um heimshöfin sjö Í dag býr Hallbjörg Erla í Vestur- bænum í Reykjavík og starfar hjá Eldingu sem þjónustar ferðamenn til hvala- og fuglaskoðunar ásamt fleiru. Þar er hún í hlutverki yfir- stýrimanns sem er jafnframt hægri hönd skipstjóra og þar safnar hún sér tímum í hverri ferð út á Faxafló- ann. En hvað er það sem heillar svona við hafið? „Það er þessi frels- istilfinning sem ég upplifi alltaf. Ég finn fyrir mikilli orku á sjón- um. Mér finnst alltaf þegar ég fer frá bryggju að þá sé allt stressið í borginni eftir. Sérstaklega á dögum eins og þessum þegar það er alveg slétt í sjóinn, góð skilyrði og gott skyggni. Þá er þetta algjör draum- ur,“ segir hún og horfir út á mið- in og blaðamaður getur vel skilið þessi áhrif frá sjónum. „Mig lang- ar rosalega að sigla um heimshöfin sjö, það er helsti draumurinn. Það væri einmitt fínt að geta slegið tvær flugur í einu höggi, vinna og ferðast um heiminn. Þá líður manni minna eins og maður sé í vinnunni. Eins og staðan er núna þá er gott að vera hér á Íslandi og safna sjótíma hér. Svo er bara að sjá til hvað verður, það er aldrei að vita hvað liggur handan sjóndeildarhringsins,“ segir Hallbjörg brött að lokum. glh Upplifir einstaka frelsistilfinningu á sjónum Hallbjörg Erla segir frá ákvörðun sinni að læra skipstjórann Hallbjörg Erla Fjeldsted starfar hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Hallbjörg útskrifaðist úr Skipstjórnar- skólanum um síðustu jól. Ungmennin sem fóru með Varðskipinu Ægi í tveggja vikna túr um Norðurland og Vestfirði. Hallbjörg að störfum í brúnni sem yfirstýrimaður. Leitað að merkjum um hvali á miðunum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.