Skessuhorn


Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGúSt 201826 Mt: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? Spurni g vikunnar Kristjana Birna Kjartansdóttir: „Horfa á fimleikamót.“ Guðmundur Egilsson: „Ég ætla upp í sumarbústað á Austurlandi.“ Tara Davíðsdóttir: „Ég ætla að fara upp í bústað með mömmu, pabba og Elmu litlu systur.“ Ágúst M. Haraldsson: „Ég ætla að vera heima.“ Arndís Rut Matthíasdóttir: „Ég ætla að vera heima og slaka á.“ (Spurt í Borgarnesi) Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golf- klúbbnum Leyni hefur tryggt sér sæti á Opna breska meistaramótinu í golfi 2.-5. ágúst næstkomandi. Hún er í 17. sæti á stigalista Evr- ópumótaraðarinnar en efstu 25 kylfingarnir á þeim lista fá keppnis- rétt á Opna breska. Mótið er eitt af fimm risamótum kvenna sem haldið er á ári hverju. Að þessu sinni verður leikið á Ro- yal Lytham & Annes Golf Club í Englandi. Verður Opna breska annað risa- mótið sem Valdís tekur þátt í, en hún lék á Opna bandaríska meist- aramótinu á síðasta ári. Hún verð- ur aðeins annar Íslendingurinn til að keppa á Opna breska í kvenna- flokki, en Ólafía Þórunn Kristins- dóttir keppti á þessu sama móti á síðasta ári. kgk Knattspyrnudeild Víkings Ó. hef- ur samið við Guyon Philips um að leika með liði Ólafsvíkinga í 1. deild karla út keppnistímabilið 2018. Frá þessu er greint á Facebook-síðu félagsins. Guyon er 25 ára gamall og leikur stöðu framherja. Hefur hann eink- um leikið í næstefstudeild í heima- landinu Hollandi undanfarin ár. „Við væntum mikils af honum og bjóðum hann velkominn til Ólafs- víkur,“ segir á Facebook-síðu Vík- ings Ó. kgk Knattspyrnufélag ÍA samdi í lið- inni viku við tvo leikmenn um að leika með karlaliði félagsins til loka keppnistímabilsins í 1. deild karla. Sóknarmaðurinn Jeppe Han- sen kemur á láni til ÍA frá Kefla- vík. Jeppe er 29 ára gamall og hef- ur leikið ellefu leiki með Keflavík í Pepsi-deildinni í sumar. Hann á að baki 89 leiki með Stjörnunni, KR og Keflavík á undanförnum árum. Í þeim leikjum hefur hann skorað 34 mörk. Þá hefur félagið einnig samið við hollenska miðjumanninn Vin- cent Weijl um að leika með Skaga- mönnum út keppnistímabilið. Vin- cent er 27 ára gamall, reynslumik- ill miðjumaður. Hann er uppalinn hjá AZ Alkmar og var á samningi hjá Liverpool á sínum tíma. Hann hefur leikið m.a. með liðum í Dan- mörku, Hollandi, Spáni og Malas- íu á sínum atvinnumannaferli. Hann jafnframt að baki leiki með U19 og U20 ára landsliðum Hollands. kgk Bikarmót Frjálsíþróttasambands Ís- lands var haldið á Skallagrímsvelli í Borgarnesi síðastliðinn laugar- dag. Var þetta 52. bikarmót FRÍ. Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar sá um skipulag og framkvæmd móts- ins. Nutu þau liðsinnis fjölmargra sjálfboðaliða frá Ungmennafélagi Borgarfjarðar. Að því er fram kem- ur á heimasíðu UMSB fór mótið vel fram og gekk eins og best verður á kosið, enda þeir sem að því stóðu vel kunnugir mótahaldi sem þessu. „Gaman var að fá svona stórt mót sem þetta í Borgarbyggð og von- andi verða þau fleiri á næstu árum,“ segir á vef UMSB. Sjö lið voru skráð til leiks í karla- flokki og níu í kvennaflokki. Fór svo að lokum að ÍR bar sigur úr býtum í heildarstigakeppni mótsins með 116 stig, aðeins þremur stig- um meira en FH. Í kvennaflokki sigraði FH hins vegar með sex stig- um fleira en ÍR. Karlaflokkurinn fór hins vegar á þá leið að ÍR hafði níu stigum meira en FH og því sig- urvegari í heildarstigakeppninni. Stigahæsti keppandinn í karla- flokki var Ívar Kristinsson úr ÍR. Hann keppti í þremur greinum; 100 og 400 metra hlaupi og boð- hlaupi. Hann vann tvö gull og eitt silfur. Skilaði hann liði sínu þannig 20 stigum af 21 mögulegu. Stigahæst í kvennaflokki var María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH. Hún keppti einnig í þremur greinum. María sigraði í spjótkasti og fékk silfur í bæði hástökki og boðhlaupi. Fyrir vikið safnaði hún 22 stigum af 24 mögulegum fyrir lið sitt. kgk Valdís Þóra keppir á Opna breska Víkingur Ó. semur við framherja Guyon Philips er 25 ára gamall hollenskur framherji. Ljósm. Víkingur Ó. Frá undirritun samningsins. F.v. Heimir Fannar Gunnlaugsson, stjórnarmaður KFÍA, Vincent Weijl og Jóhannes Karl Guðjóns- son, þjálfari ÍA. Ljósm. KFÍA. Tveir leikmenn til ÍA Keppt í langstökki. Ljósm. FRÍ/ Gunnlaugur Júlíusson. Bikarmót FRÍ var haldið í Borgarnesi Svipmynd frá mótinu í Borgarnesi sl. laugardag. Ljósm. FRÍ/ Gunnlaugur Júlíusson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.