Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 34. tbl. 21. árg. 22. ágúst 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma 20 ÁR Lúsina burt! Augndropar! Fimmtudaginn 23. ágúst FRAMANDI FIMMTUDAGAR smárétti frá landi Inkanna Perú HAPPY HOUR, ALLA DAGA FRÁ 16-19 Síðastliðinn laugardag syntu um 70 grindhvalir að landi við Rif á Snæfellsnesi. Hvalatorfan var um tíma við Rif og í hópnum voru kálfar svo ekki er talið líklegt að um sama hóp hafi verið að ræða og synti inn í Kolgrafafjörð í tvígang fyrir um viku síðan. Tókst björgunarsveitarmönnum að stugga torfunni frá Rifi á laugardaginn. Töluvert af makríl hefur sótt inn á Breiðafjörð að undanförnu og telja ýmsir að grindhvalirnir séu í meira magni hér við land af þeim sökum. Ljósm. af. Í Skessuhorni í dag er púlsinn tek- inn á skólum í landshlutanum. Rætt er við forsvarsmenn grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á Vest- urlandi. Samhliða því að grunn- skólar hefjast bætast mörg hundr- uð ungir einstaklingar í umferðina. Ökumenn eru sérstaklega hvattir til að taka tillit til þeirra og aka var- lega. Sjá bls. 18-22. Fjallað um upphaf skólaársins Nú líður að lokum strandveiða þetta sumarið. Hafa gæftir verið með versta móti við vesturströnd- ina og segja reyndustu sjómenn að þeir muna ekki eftir annarri eins ótíð að sumri í áratugi. Að und- anförnu hefur auk þess verið langt fyrir báta á Snæfellsnesi að sækja aflann og hafa þeir þurft að sigla hátt í 50 mílur til að ná skammt- inum. Í sumar hafa 544 bátar stundað strandveiðar við landið. Þeir eru 205 á svæði A, 108 á svæði B, 121 á svæði C og 123 á svæði D. Aflinn er samkvæmt samantekt Fiskistofu kominn í 8.320 tonn en hemilt er að veiða allt að 10.200 tonnum af kvótafiski öðrum en ufsa. Um 300 tonn af ufsa hafa verið veidd og sett í VS-sjóðinn samkvæmt reglum þar um. Heildarheimildin til að ráðstafa ufsa með þeim hætti er fyrir 700 tonn. Álagning vegna umframafla strandveiðibáta í maí til júlí losar 20 milljónir króna sem renna í ríkissjóð. „Ef fram heldur sem horfir má ætla að umframafli strandveiðbáta verði töluvert meiri en undanfarin ár,“ segir í frétt Fiskistofu, en nánar er hægt að sjá á vef stofnunarinnar hvernig álagn- ing skiptist á báta. af/mm Líður að lokum strandveiðanna í sumar Hér er skipsverjinn á Lollu SH frá Stykkishólmi að veiðum um 25 mílur frá Ólafsvík.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.