Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Og enn skulum við bíða Leiðari Í síðustu viku bárust tilkynningar um tafir á umferð um Kjalarnes. Ástæð- an, jú það átti að hefja viðgerðir á veginum og skyldu þær standa yfir í tvö kvöld og fram á nótt. Þetta er jú vegurinn sem fólk treystir á að sé í góðu lagi, tengir saman norður- og suðurhluta landsins og með góðri samvisku hægt að krefjast þess að hann sé í lagi. Það olli mér því talsvert miklum von- brigðum þegar ég brunaði suður á föstudagskvöldið. Sá að búið var að lag- færa rúmlega þriggja kílómetra kafla á veginum milli Leiðhamra og Sjávar- hóla, sitthvorum megin við stóru selfie stöngina á móts við Vík. Ekki var búið að hreyfa við þeim hluta vegarins sem er hvað verstur, þ.e. frá Grund- arhverfinu meðfram sjónum og suður að beygjunni. Sá kafli er með djúpum og stórhættulegum hjólförum sem allir sem til þekkja vita hversu hættu- legur er, einkum í votviðri, hvað þá krapa, hvassviðri eða öðrum aðstæðum sem koma upp á vegum nærri háum fjöllum. Bjarnheiður Hallsdóttir, for- maður áhugahópsins til öryggis á Kjalarnesi, aflaði upplýsinga um málið, enda fannst henni líklega eins og mér að snautlega lítið væri búið að gera. Fékk hún þær upplýsingar frá Vegagerðinni að framkvæmdin hafi kostað 65 milljónir króna og að ekki stæði til að fara í meiri lagfæringar á þjóðveg- inum um Kjalarnes á þessu ári. Þar höfum við það. Í þessari sömu viku sá ég frétt á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni þar sem lýst var hönnun og væntanlegri tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hvera- gerðis og Selfoss. Bráðnauðsynleg framkvæmd og löngu tímabær, enda mikill slysakafli líkt og Kjalarnesið. Í kjölfar birtingar á þeirri frétt kvað við ramakvein frá sveitarstjórum Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar sem undrast að ekki standi til að ljúka við að tvöfalda vegstubbinn milli þessara byggð- arlaga. Ég náttúrlega beið eftir sambærilegri frétt af Vesturlandi þar sem því væri harðlega mótmælt að okkar landshluti er látinn sitja á hakanum eina ferðina enn. Kannski sá ég ekki alla fréttatíma næstu daga á eftir, en allavega missti ég af því ef múkk hefur heyrst úr norðurátt. Að auka umferðaröryggi er að líkindum mikilvægasta framkvæmd sem íslenska ríkisins bíður. Samgönguráðherra hefur sjálfur sagt að allt frá hruni hafi vegabætur setið á hakanum og nú sé mál að linni í þeim efnum. En einhvern veginn finnst mér eins og það sé lítið um efndir. Minna en við sem búum hér á vestanverðu landinu getum og eigum að sætta okkur við. Okkur er jú gert að sækja mikið af opinberri þjónustu á höfuðborgarsvæðið og hundruðir íbúa á Vesturlandi sækja daglega vinnu og nám til Reykjavík- ur. Sú staðreynd hefur valdið fólksfjölgun í landshlutanum á undanförnum árum. En fólkið sem ákveðið hefur að byggja afkomu sína á atvinnusókn á höfuðborgarsvæðinu en með búsetu á Akranesi, í Borgarnesi og nærliggj- andi svæðum, það getur ekki beðið lengur. Ef ekki fer að hilla undir að framkvæmdir geti hafist við tvöföldun Vesturlandsvegar allt upp í Borgar- nes óttast ég að viðsnúningur geti orðið í hversu svæðið reynist eftirsótt til búsetu. En hverjir eru það sem eiga að láta í sér heyra? Jú vissulega grasrótarfélag eins og Bjarnheiður veitir forstöðu. En auðvitað einnig sveitarstjórnarfólk, hvort sem það er á vettvangi hagsmunasamtaka eins og Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi, eða bara sveitarstjórarnir sjálfir eða oddvitar. Vissu- lega bind ég ennþá vonir við að þegar samgönguáætlun lítur dagsins ljós í haust eða vetur, að þá verði einhverra tíðinda að vænta. Að við getum vænst einhvers meira en 65 milljóna í okkar vegi á næsta ári. En þangað til hvet ég alla vegfarendur sem verða að sækja suður, að aka varlega. Vegurinn er við ýmsar aðstæður miklu hættulegri en boðlegt er fyrir einn fjölfarnasta stofnveg þjóðvegakerfisins. Akstur um hann krefst í senn mikillar árvekni, vel búinna og traustra bíla og ekki síst verðum við alltaf að vona að sá öku- maður sem við erum að fara að mæta sé ekki illa áttaður asískur ferðamaður eða Íslendingur að senda smáskilaboð. Magnús Magnússon tómas Hallgrímsson frá Grundar- firði er einn af bílstjórum flutninga- fyrirtækisins Ragnars og Ásgeirs. Á meðfylgjandi mynd stendur hann stoltur fyrir framan nýjasta bíl fyr- irtækisins, sem er af gerðinni Volvo FH-16. „Þetta er alveg svakalegt tæki,“ segir tómas stoltur. „Bíllinn er alveg nýr og trailerinn líka. Hann er aðeins ekinn 3000 kílómetra,“ segir tómas og býður fréttaritara Skessuhorns að skoða bílinn. Jú, mikið rétt. Um borð voru öll nýjustu tæki og tól sem hægt er að hugsa sér. „Þar er m.a. sjónvarp, rafmagnskoja og bara allt til alls,“ útskýrir tóm- as og bendir fréttaritara á allskon- ar takka sem gera hitt og þetta. Þótt fréttaritari hafi ekki hundsvit á bíl- um er gaman að sjá áhuga tómas- ar og útskýringar hans á búnaðin- um og virkni hans. Vélin er yfir 700 hestöfl svo kraftur bílsins er yfirdrif- inn. Þá bendir hann á ljóskastarana, tólf talsins, sem breyta nótt í dag þegar þeir eru allir notaðir. Aðspurður um hvað svona bíll kosti, segir tómas að það velti á mörgum tugum milljóna, en þeir hjá Ragnari og Ásgeir vilja bara það flottasta og besta í bílana sína. „Þetta er betra en að keyra fólksbíl,“ segir tómas um leið og lyftaramaðurinn er búinn að lesta bílinn með makríl sem þarf að senda í vinnslu hið snar- asta. af Betra en að keyra fólksbíl Nýlega var ráðist í miklar breyting- ar á línubátnum tryggva Eðvarðs SH. Gylfi Scheving Ásbjörnsson, skipstjóri á tryggva, segir í samtali við Skessuhorn að byggt hafi ver- ið yfir bátinn hjá Sólplasti í Sand- gerði og hafi breytingarnar tek- ist vel. „Þetta er mikið öryggi að hafa bátinn yfirbyggðan. Auk þess hlífir þetta áhöfninni fyrir vindi og kulda. Ég er gríðarlega sáttur við þetta,“ segir Gylfi. „Við förum á línu um miðjan september en við höfum þegar hafið veiðar á mak- ríl og ganga þær veiðar vel,“ seg- ir Gylfi. af Byggt yfir Tryggva Eðvarðs SH Tryggvi Eðvarðs SH koma að landi í Ólafsvík með fullfermi af makríl. Ráðningarferli á nýjum rektor við Landbúnaðarháskóla Íslands er komið vel á veg. Lauk starfsvið- tölum við umsækjendur sem sækj- ast eftir stöðunni þriðjudaginn 14. ágúst síðastliðinn. Í upphafi sóttu fimm einstaklingar um stöðuna en nú standa fjórir eftir þar sem einn dró umsókn sína til baka. Valnefnd sem skipuð er af núverandi rektori, dr. Sæmundi Sveinssyni, sér um ráðningarferlið. Valnefndin starfar í umboði háskólaráðs LbhÍ og hef- ur það hlutverk að meta hæfni um- sækjenda og hefur hún fengið fag- fólk frá ráðgjafarfyrirtækinu Capa- cent til liðs við sig. Nú er ferlið komið á það stig að valnefnd mun í lok mánaðar skila greinargerð út frá viðtölum til háskólaráðs LbhÍ. Háskólaráð mun vinna umsókn- ir frekar og á endanum tilnefnir ráðið einn eða fleiri umsækjendur til menntamálaráðherra sem tek- ur endanlega ákvörðun um skipun rektors. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni þá var dr. Sæmund- ur Sveinsson settur í stöðu rektors til eins árs frá og með 1. október á síðasta ári. Nú líður undir lok á því setningartímabili og því ljóst að bráðlega þarf ákvörðun um stöðu rektors að liggja fyrir. Sæmundur er sjálfur ekki meðal umsækjenda um stöðuna. glh Ráðning nýs rektors við LbhÍ í farvegi Dr. Sæmundur Sveinsson er núverandi rektor LbhÍ á Hvanneyri. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.