Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 201810 Spalar í gjaldskýli og á skrifstofu hefur gefist kostur á að hverfa til annarrar vinnu, bjóðist því framtíð- arstörf annars staðar. „Það hafa þrír af átta starfsmönnum í gjaldskýlinu nýtt sér það, allt karlmenn. Við höf- um því að undanförnu þurft að kalla inn eldri, vana starfsmenn en einn- ig sumarafleysingafólk sem verður hjá okkur út september. Skrifstof- an verður hins vegar rekin lengur á Akranesi en töluverð vinna verður eftir að gjaldtöku lýkur við að gera upp við bíleigendur, en um 20 þús- und samningar eru í gildi. Það þarf að endurgreiða eftirstöðvar afslátt- armiða og veglykla, kalla eftir upp- lýsingum um viðkomandi, fá inn- leggsnúmer og slíkt. Sú vinna verð- ur í gangi út þetta ár, en skrifstof- una höfum við á leigu af dóttur- félagi Eiktar út febrúar á næsta ári, eða eins og talið er þurfa til að ljúka uppgjöri. Okkar vinnu lýkur svo á félagsslitum Spalar þegar allt verður frágengið,“ segir Gylfi Þórðarson. Öryggisvöktun til Vegagerðarinnar Ríkislögreglustjóri fer með gerð viðbragðsáætlana í jarðgöng- um. Samkvæmt upplýsingum sem Skessuhorn aflaði hjá embættinu stendur til að halda fund allra við- bragðsaðila um næstu mánaðamót til að fara yfir öryggisþætti og allt sem hugsanlega breytist við yfir- færslu ganganna frá Speli til ríkisins. G Pétur Matthíasson upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar staðfest- ir að öryggisvökun verði með um- ferð um göngin allan sólarhring- inn, líkt og verið hefur í gjaldskýli Spalar fram að þessu. „Eini mun- urinn er sá að þessi vökun fer ekki fram í gjaldskýlinu við göngin, heldur á vaktstöð Vegagerðarinn- ar við Borgartún í Reykjavík eða á Ísafirði,“ segir G Pétur. mm Mannvit og Vegagerðin hafa að undanförnu skoðað mismunandi leiðir til að tvöfalda Hvalfjarðar- göng. Skoðaðar hafa verið fimm mismunandi leiðir. Engin ákvörð- un hefur verið tekin um tvöföldun en alla jafnan vinnur Vegagerðin svokallaða frumdragavinnu til að skoða möguleika og kosti þannig að unnt sé að taka frekari ákvarð- anir byggðar á raunverulegum kostum. Málið fer því til vinnslu stjórnmálamanna sem ráðstafa fé til vegagerðar. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar þar sem finna má ítarlegri umfjöllun um málið. tilgangur þessa verkefnis nú er að skoða hvaða möguleikar eru raunhæfir við tvöföldun ganganna og hvernig þeir uppfylla reglur og markmið, svo sem um slysatíðni og hagkvæmni. Í umfjöllun FÍB um skýrslu Mannvits og Vega- gerðarinnar segir að ekki sé reynt að svara því hvenær þurfi að tvö- falda göngin. Fram hefur komið að umferð um þau er nú að nálgast þau mörk að fara yfir viðmið um öryggi í evrópskum jarðgöngum. Í skýrslunni er áætlaður slysakostn- aður fyrir gangaleiðirnar fimm. Hann er á bilinu 200 til 235 mkr. á ári miðað við 15.000 bíla á sólar- hring að jafnaði allt árið. Ef ekk- ert væri gert til að auka öryggi í umferð, eða skipta umferð í tvenn göng, er áætlað að slysakostnaður í núverandi Hvalfjarðargöngum verði um 490 mkr. á ári miðað við 15.000 bíla, eða meira en tvöfalt hærri. Af þessu má sjá að fyrr en síðar þarf að ráðast í aðgerðir til að bæta öryggi vegfaranda um Hval- fjarðargöng. mm Miðað við svipaða skiptingu umferðar á næstu árum, að teknu tilliti til ávinn- ings af styttingu vegalengdar, reiknast gangaleið 5 með tvístefnuumferð lang hagkvæmasti kostur tvöföldunar Hvalfjarðarganga, að mati Mannvits og Vegagerðarinnar. „Ókostur gangaleiðar 5 er að tvístefnuakstursumferð yrði eftir sem áður í báðum göngum. Slysatíðni reiknast vera svipuð í göngum með einstefnu og tvístefnu akstri, en alvarleiki slysa í einstefnu göngum er mun minni. Reikningslegur ávinningur færri alvarlegra slysa í einstefnugöngum vegur hins vegar lítið á móti styttingu leiðar,“ segir m.a. í skýrslunni. Leggja mat á fimm gangaleiðir til að auka umferðaröryggi Gert er ráð fyrir að gjaldtöku í Hvalfjarðargöng verði hætt fyr- ir lok september ef áætlanir Spal- ar ganga eftir og ekkert óvænt kemur upp. Þá tekur íslenska rík- ið yfir rekstur þeirra. Endan- leg dagsetning liggur þó ekki fyr- ir, en hún mun ráðast af umferð og þar með tekjum Spalar af veg- gjöldum næstu vikurnar. Að sögn Gylfa Þórðarsonar, framkvæmda- stjóra Spalar, má því gera ráð fyr- ir að gjaldskýlið við göngin verði mannlaust eftir september. Ör- yggisvöktun með göngunum fær- ist þá á hendur Vegagerðarinnar sem sinna mun henni frá vaktstöð í Borgartúni 7 í Reykjavík eða frá Ísafirði. Öryggisvöktun felst með- al annars í að hægt er að loka fyr- ir umferð ofan í göngin ef eitthvað bjátar þar á, kalla til viðbragðs- aðila eða loka fyrir almenna um- ferð þegar forgangsakstur þarf að fara um göngin. Ljúka ýmsum smáverkum Gylfi Þórðarson segir í samtali við Skessuhorn að úttektarskýrsla hafi verið að klárast vegna ýmissa smáverka sem sinna þarf í göng- unum fyrir skil Spalar á þeim. Þar eru ýmis atriði talin sem ákveðið er að lokið verði við eigi síðar en 15. september. Undanfarið hafa t.d. starfsmenn Meitils – Gt tækni á Grundartanga unnið við að þétta sprungur í múrklæðingu ofarlega í göngunum að norðanverðu. Þetta er meðal lagfæringa- og endurbóta- verkefna sem Spölur sinnir undir lok rekstrartíma síns. Sprungur er að finna í klæðningunni á nokkrum stöðum og tekur nokkrar nætur að fara yfir svæðið allt og ljúka verk- inu. Á meðan eru göngin opin fyr- ir umferð en viðgerðatíminn hefst eftir miðnætti þegar fáir eru á ferð. Varðliðar eru þá hafðir úti fyrir gangamunnum beggja vegna fjarð- ar, stöðva bíla og biðja ökumenn að fara gætilega um vinnusvæðið. Kalla inn afleysingafólk Eftir að smáframkvæmdum lýkur mun endanleg dagsetning liggja fyr- ir hvenær sölu verður hætt í göng- in. Samkvæmt samningi við ríkið er Speli óheimilt að innheimta meiri gjöld en þarf til að ljúka uppgjöri og slitum fyrirtækisins. Gylfi Þórðarson segir að næturlokanir vegna þrifa og viðhalds verði í september, en slíkar lokanir hafa venjulega verið í októ- ber á hverju ári. „Við endum líklega á að þrífa göngin og skilum þeim svo í kjölfarið,“ sagði Gylfi. Starfsfólki Gjaldtöku í göngin verður hætt í næsta mánuði Jónas og Pétur, starfs- menn frá Meitli og GT Tækni, munda hér sprautur í körfu bíls uppi undir lofti ganganna og fylla í sprungur. Þessi vinna hefur verið í gangi á næturnar að undanförnu. Ljósm. Spölur. Gjaldskýlið verður mannlaust eftir september. Gylfi Þórðarson. Eitt af lokaverkum Spalar verður hreinsun og viðhaldsverkefni í september. Næturlokanir sem hingað til hafa verið í október verður af þessum sökum flýtt fram í september.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.