Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 2018 11 Nú er hafin vegagerð að væntan- legu brúarstæði yfir Norðlingafljót á Arnarvatnsheiði. Samið hefur verið við Vestfirska verktaka ehf. um að byggja brúna og stendur til að því verki verði lokið fyrir 1. október næstkomandi. Reist verð- ur stálgrindarbrú með timburgólfi milli tveggja hraunklappa við ána, skammt ofan við Helluvað. Verk- takar úr Borgarfirði sjá um vega- gerðina sem hófst á mánudaginn í síðustu viku. Brúarstæði þetta er frá náttúrunnar hendi mjög gott og hefur draumur margra um ára- bil verið að á þessum stað yrði reist brú. Langt er síðan úthlutað var peningum til verksins en þeir voru meðal annars „lánaðir“ í önn- ur verk. Það var loks Jón Gunn- arsson fv. samgönguráðherra sem beitti sér fyrir því að lokið yrði að fjármagna framkvæmdina og haf- inn undirbúningur að útboði. Norðlingafljót hefur fram til þessa verið helsti farartálmi al- mennrar umferðar úr Borgarfirði og norður í Miðfjörð um Arnar- vatnsheiði. Jepplingafært er nú þessa leið utan Norðlingafljóts, en það er of vatnsmikið til að hægt sé að aka þar yfir nema á vel búnum jeppum. Þá er rennsli í ánni afar mismunandi og getur aukist veru- lega eftir heita sumardaga þeg- ar snjóbráð er mikil úr jöklunum. Af þeim sökum hefur oft legið við slysi þegar óvant ferðafólk hefur fest bíla sína í fljótinu. Snorri Jó- hannesson, bóndi á Augastöðum og veiðivörður á Arnarvatnsheiði, fagnar því að loks hylli undir brú- argerðina sem hann segir löngu tímabæra. „Það hefur lengi verið barist fyrir því að lögð verði brú yfir Norðlingafljót. Hún mun skapa fjölmörg tækifæri í ferða- þjónustu og tengir saman sýsl- urnar. Ekki síst eykur hún þó ör- yggi ferðafólks, en ég efast um að fólk geri sér almennt grein fyr- ir hversu oft hefur legið við stór- slysum þarna í fljótinu. Brú ofan við Helluvað hefur auk þess verið á skipulagi fyrir hálendið til fjölda ára. Fyrir Veiðifélag Arnarvatns- heiðar getur þetta þýtt aukna um- ferð og um leið bætt þjónustu við fólk sem vill njóta náttúrunnar og fengsælla veiðivatna á Arnarvatns- heiði,“ segir Snorri Jóhannesson. mm HEKLA verður á ferðinni á Snæfellsnesi laugardaginn 25. ágúst með úrval glæsilegra bíla frá Volkswagen, Skoda, Audi og Mitsubishi. Sölumenn taka vel á móti áhugasömum og reynsluakstur er í boði. 11:00 -12:00 Stykkishólmur – hjá Arion banka. 13:30-14:30 Grundarfjörður – hjá Arion banka. 16:00 – 17:00 Ólafsvík – hjá Söluskála ÓK. Hlökkum til að sjá þig! Starfsfólk HEKLU. HEKLA poppar upp! Við verðum á eftirtöldum stöðum: Krakkarnir á Eldhömrum í Grund- arfirði fengu nýlega ný endurskins- vesti að gjöf frá Vátryggingafélagi Íslands. Eldhamrar er elsta deild leikskólans en hún er starfrækt í Grunnskóla Grundarfjarðar. Það er afskaplega mikilvægt að skarta góðu endurskini þegar haustið nálgast og sól lækkar á lofti. Það var Kristján Guðmundsson umboðsmaður VÍS í Grundarfirði sem fékk að sitja fyr- ir á mynd með þessum kátu krökk- um. tfk Eldhamrar fá ný vesti Í fjörunni á Víkurrifi, sem liggur á milli Brimlárhöfða og Búlands- höfða á norðanverðu Snæfellsnesi, liggur hvalshræ sem farið er að slá all verulega í. Hræið er frekar ólyst- ugt á að líta og lyktin eftir því fúl. Óljóst er hvenær hvalinn rak á land en ljóst að töluert er síðan hann drapst. Mikið hefur verið um hvali á þessum slóðum undanfarna daga en stutt er síðan tugir grindhvala syntu illa áttaðir við fjörur Snæ- fellsness. tfk Hvalreki á Víkurrifi Vegað að nýju brúarstæði yfir Norðlingafljót Brúarstæði ofan við Helluvað er frá náttúrunnar hendi afar hentugt milli tveggja hraunklappa. Ljósm. mm. Byrjað var að vega að brúarstæðinu sunnan ár á mánudaginn. Ljósm. ibr.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.