Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 2018 15 Búsæld; markaður með mat og handverk, sem rekinn er í samstarfi við Svæðisgarðinn Snæfellsnes í félagsheimilinu Breiðabliki, fagn- ar um þessar mundir eins árs af- mæli. Búsæld, sem á rætur sínar að rekja til sveitamarkaðar á sunnan- verðu Snæfellsnesi, var opnuð fyrir ári síðan sem tilraun til þess að reka heilsársaðstöðu fyrir sölu á mat og handverki beint frá býli. „Hér get- ur handverksfólk af Snæfellsnesi selt vörur sínar gegn aðstöðugjaldi. Einnig fást matvörur beint frá býli sem uppfylla allar gæðakröfur. Bú- sæld hefur skýra stefnu í umhverf- ismálum. Lögð er áhersla á íslensk og náttúruleg hráefni við fram- leiðslu á vörum og eiga umbúðir að vera eins umhverfisvænar og kostur er. Burðarpokar úr plasti eru ekki í boði en taupokar framleiddir hjá fjöliðjum á Snæfellsnesi eru seldir í staðinn,“ segir í tilkynningu. Að sögn aðstandenda Búsæld- ar hefur verkefnið fengið frábærar viðtökur og salan gengið vonum framar. „Aðalviðskiptavinir eru er- lent ferðafólk en heimafólk hefur ekki látið sig vanta og er markaður- inn orðinn vinsæll áfangastaður Ís- lendinga. Í byrjun sumars flutti Bú- sæld í stærra og endurbætt rými og er búin að stækka og dafna síðan þá. Þeir sem að þessu verkefni koma eru ákveðnir í að halda áfram og vilja bjóða öllum sem eiga leið hjá í heimsókn. Öðru hvoru má hitta handverksfólk að störfum í Búsæld og t.d. taka þátt í prjónakaffi. Fyrir þá sem vilja frekari upplýsingar um Búsæld er hægt að hafa samband í tölvupósti breidablikbud@gmail. com eða í gegnum Facebooksíðu Búsældar.“ mm Búsæld í Breiðabliki er eins árs Það eru ekki bara sjómenn sem moka inn makríl þessa dagana, heldur hefur einnig hlaupið á snærið hjá áhugamönnum um bryggjuveiðar. Þessar mæðgur frá tælandi, búsettar í Hvera- gerði, voru að veiðum á bryggj- unni í Ólafsvík á sunnudaginn og mokveiddu makríl, sandkola og þorsk, svo óhætt er að segja að Breiðafjörðurinn bjóði upp á margar fisktegundir. af Mæðgur mokveiddu makríl Þrjár útgerðir línubáta í Snæ- fellsbæ hafa sameinast um að leigja Fiskiðjuna Bylguna af skiptastjóra þrotabúsins sem fer með ráðstöfun eigna. útgerða- félögin leigja húsnæðið und- ir frystingu á makríl sem not- uð verður í beitu. „Við erum að frysta 25 tonn á sólarhring,“ segir Arnór Ísfjörð Guðmunds- son annar verkstjóranna í sam- tali við Skessuhorn. „Þetta skap- ar um tíu störf hjá okkur. Það er unnið á tvískiptum vöktum og má segja að makríllinn sé eins ferskur og hægt er að hugsa sér þegar hann fer í frystingu. Ætl- unin er að frysta um 300 tonn fyrir þessar útgerðir. Ef allt gengur vel upp eigum við líka möguleika að frysta fyrir aðra,“ segir Arnór. af Fiskiðjan Bylgja tekin á leigu undir makrílfrystingu Arnór Ísfjörð með nýfrystan makríl. Markílinn er heilfrystur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.