Skessuhorn


Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 36. tbl. 21. árg. 5. september 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma 20 ÁR Lúsina burt! Augndropar! Sveinn Sturlaugsson á Akranesi hefur í áranna rás komið sér upp dágóðu safni líkana af bátum Haraldar Böðvarssonar & Co. Telur safn hans nálægt tuttugu líkön, öll smíðuð af hinum þekkta líkanasmiði Grími Karlssyni í Keflavík fyrir Svein, sem er einmitt fyrrum útgerðarstjóri HB & Co. og barnabarn Haraldar Böðvarssonar. Rætt er við Svein í Skessuhorni í dag um líkönin fínu og hugmyndir hans um ráðstöfun þeirra. Ljósm. kgk. Lögreglan á Vesturlandi hafði síð- degis á fimmtudaginn hendur í hári karlmanns sem fyrr um dag- inn hafði brotist inn í að minnsta kosti tvö hús á Snæfellsnesi. Fyrst í hús á Hellissandi og síðar í Grund- arfirði. Hafði hann á brott með sér skartgripi og eitthvað af peningum úr báðum þessum innbrotum. Til ferða hans sást svo unnt var að gefa greinargóða lýsingu á honum og bíl sem hann ók. Tiltækt lið Lög- reglunnar á Vesturlandi fór jafn- framt á svæðið og fylgst var með öllum akstursleiðum frá byggða- kjörnunum sem um ræðir. Síð- degis stöðvaði lögreglan svo för mannsins á móts við Vegamót eft- ir að hann hafði ekið Vatnaleiðina áleiðis suður. Maðurinn var færður til yfirheyrslu á Akranesi. Var hann í kjölfar handtökunnar úrskurðað- ur í tveggja vikna gæsluvarðhald frá föstudeginum. Hann er útlending- ur, búsettur á höfuðborgarsvæð- inu og hefur fyrr á þessu ári kom- ist í kast við lögin, m.a. í félagi við föður sinn. Feðgarnir voru fyrr í sumar úrskurðaðir í farbann. Sam- kvæmt heimildum Skessuhorns eru líkur taldar á að faðirinn hafi kom- ist úr landi. Að sögn Jóns S Ólasonar, yfir- lögregluþjóns hjá LVL, hafa starfs- menn embættisins verið í góðu samstarfi við önnur lögregluemb- ætti á landinu út af málinu. Strax vaknaði grunur um að maðurinn sem handtekinn var á fimmtudag- inn við Vegamót tengdist fjölda inn- brota sem framin hafa verið víða á landsbyggðinni undanfarnar vikur, þar sem farið var inn í ólæst hús og peningum og skartgripum stolið. Yfirleitt er náð í smærri skartgripi og peninga og þýfinu samkvæmt heim- ildum Skessuhorns komið úr landi með almennum póstsendingum. Á mánudaginn var birt ákæra yfir manninum í Héraðsdómi Suður- lands, m.a. fyrir fjögur innbrot sem hann framdi í þeim landshluta sem og líkamsárás. Eftir á að birta ákær- ur yfir honum vegna annarra brota sem hann er talinn hafa framið. mm Grunaður um fjölda innbrota víðs vegar á landsbyggðinni Innbrotsþjófur þessi tengist fréttinni ekki. Ljósm. úr erlendum myndabanka.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.