Skessuhorn


Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 5. SEpTEMbER 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Katrín Lilja Jónsdóttir klj@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Sú var tíðin að fólk til sveita og út til stranda læsti aldrei húsum sínum jafnvel þótt enginn væri heima svo dögum skipti. Sjálfur man ég ekki eft- ir að útidyrahurðinni á húsinu sem ég ólst upp í í sveitinni hafi nokkurn tímann verið læst og lykill ekki einu sinni á vísum stað. Það einhvern veg- inn hvarflaði ekki að nokkrum að læsa. Fólki var treyst til að virða frið- helgina. Í seinni tíð hefur þetta breyst og nú er ekki hægt að ráðleggja annað en að fólk læsi dyrum og loki gluggum jafnvel þótt einungis sé skroppið frá í stuttan tíma um miðjan daginn. Á undanförnum misserum og árum höfum við fylgst með fréttum af því þegar óprúttnir aðilar hafa farið ránshendi um hverfi, þorp eða landshluta og boðið sjálfum sér inn í híbýli fólks. Oft hafa þetta verið erlend gengi glæpamanna sem skipulega hafa valið sér fórnarlömb. Á síðasta ári voru til dæmis framin nokkur innbrot í hús á Akranesi um svipað leiti og slík bylgja ránsferða gekk yfir höfuðborgarsvæðið. Tókst lögreglu sem betur fer að hafa hendur í hári þess hóps sem stóð að baki. Í síðustu viku virð- ist sem tekist hafi að uppræta annað gengi, en þá var maður einn á ferð á Snæfellsnesi. Sást til ferða hans þannig að viðkomandi gat ekki annað en ekið í flas lögreglunnar. Snæfellsnesið er nefnilega svo skemmtilega lagað að þaðan eru ekki margar undankomuleiðir á landi. Kom í ljós að þarna var ungur maður á ferð sem komist hafði í kast við lögin fyrr á þessu ári, setið skamman tíma í hvíldarinnlög á Hólmsheiði en sleppt að því loknu og úrskurðaður í farbann. Faðir hans hafði verið honum til halds og trausts í fyrra skiptið en nú er talið líklegt að sá gamli hafi kom- ist úr landi. Þá hafði stráksi náttúrlega ekkert annað að gera og tók því upp fyrri iðju sína, þar til nú. Ég tek ofan fyrir lögregluembættum lands- ins sem unnu í sameiningu að rannsókn þessara fjölmörgu mála og ekki síst að tókst að hafa hendur í hári þessa pörupilts vestur á Vegamótum á fimmtudaginn. En þótt þessi tiltekni ungi maður hafi náðst, er ekki þar með sagt að glæpum af þessu tagi lynni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef má búast við að skrattakollar af þessu tagi dúkki upp á nýjan leik því skipulagðir glæpahópar verða áfram sendir hingað til lands til innbrota og hverskyns auðgunar. Margt af þessu fólki lítur á glæpi sem atvinnu og kann jafnvel ekkert annað, eða er þröngvað til glæpa af foryngja eða jafn- vel heimilisföðurnum. Hér eru því á ferðinni annarrar og jafnvel þriðju kynslóðar innbrotsþjófar. En við sem ekki erum alin upp við svona lagað þurfum greinilega að breyta ýmsu í samræmi við ískaldan veruleikann. Í fyrsta lagi þurfum við að finna útidyralykilinn og fara að læsa þegar við förum að heiman. Ekki einvörðungu á daginn, helur líka á kvöldin og nóttunni því þekkt er að þeir alhörðustu í þessum bransa ráðist til inngöngu meðan fólk er í fasta- svefni. Þá er ekki síður mikilvægt að þeir sem búa í þéttbýli virki í sér ná- grannagæskuna og hafi þannig auga með grunsamlegum mannaferðum í næsta nágrenni að nóttu sem degi. Þá getur það verið gagnlegt að láta til dæmis nágranna okkar vita ef við ætlum að verða að heiman í tiltekinn dagafjölda, þannig að fólk viti af því. Þá er eitt afar skynsamlegt, en það er að auglýsa ekki fyrir alþjóð, eða fyrir notendum samfélagsmiðla, að við séum að fara til útlanda. Ósjaldan sé ég fólk deila flugleiðinni, áfanga- stað og annarri upplifun á ferðum sínum. Vel skipulagðir þjófar eru engir aular og þeir geta hæglega fylgst með húsráðendum á samfélagsmiðlum. Loks er ekki úr vegi að koma fyrir öryggiskerfi i húsum því þau hafa oft komið að gagni. Við verðum að sætta okkur við þá staðreynd að heimurinn er að breyt- ast. Ekki alltaf til hins betra, því er nú ver og miður. Magnús Magnússon. Glæpagengi Í frétt Skessuhorns í síðustu viku var sagt því að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa sent atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti bréf þar sem samtökin lýsa sjónarmiðum sínum varðandi fyrirhugaða úttekt á áhrif- um innflutningskvóta í ostum sem verndaðir eru með upprunatákn- um eða landfræðilegum merking- um samkvæmt reglum Evrópusam- bandsins. Í fréttinni var vísað í frétt á vef bændablaðsins þar sem sagði að ef tollkvótar til innflutnings á mygluostum yrðu fullnýttir gæti það orskakað að loka yrði starfs- stöð Mjólkursamsölunnar í búðar- dal, stærsta vinnustað Dalabyggð- ar. Í fréttinni er vísað til bréfs SAM þar sem stóð að nær allir íslenskir mygluostar (90%) væru framleiddir í starfsstöð Mjólkursamsölunnar í búðardal og stór hluti mjólkur sem unnin er í búðardal er nýtt til fram- leiðslunnar. Lúðvík Hermannsson rekstrarstjóri MS í búðardal vill koma á framfæri leiðréttingu hvað þessar upplýsingar varðar. „Það rétta er að af innveginni mjólk hjá MS búðardal fer ca 40% af mjólkinni til mygluostagerðar. Um 60% fer hins vegar til annarr- ar ostagerðar, svo sem FETA osts, Cheddars, Havarti, kryddosta og fleira. Einnig eru framleiddar sýrð- ar vörur hjá MS búðardal.“ Lúðvík tekur undir að auðvitað yrði það högg fyrir MS búðardal og mjólk- uriðnaðinn í heild ef þessi tolla- samningur nær fram að ganga. „En það yrði alls ekki til að loka þurfi MS búðardal, í ljósi þess að margt annað er framleitt í samlaginu,“ segir Lúðvík. mm Margt fleira en mygluostar framleitt hjá MS Búðardal Mjólkurstöðin í Búðardal. Matvælastofnun hefur birt lista yfir skráð fóðurfyrirtæki og bænd- ur sem hyggja á heyútflutning til Noregs. Skráningin er forsenda þess að geta flutt út hey. Samkvæmt lista stofnunarinnar í dag hafa á þriðja hundrað bændur á landinu skráð sig sem heysala. Langflestir eru þeir á norðan- og austanverðu landinu þar sem sprettu- og hey- skapartíð var með ágætum í sum- ar. En á lista Matvælastofnunar eru meðal annars 26 jarðir á Vest- urlandi auk nokkurra jarða í Reyk- hólasveit og á Ströndum. Þessar 26 jarðir skiptast þannig að ýmist hefur hefðbundinn búskapur ver- ið aflagður en töluvert er þó einn- ig um jarðir þar sem búið er með kýr, sauðfé eða hross. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hafa bændur um vestanvert landið und- irbúið sölu á heyi til hestamanna í Noregi. Sýni af heyfeng þessara búa hafa verið send utan til grein- inar og er gert ráð fyrir að heyinu verði safnað saman og það flutt til Noregs í gámum. mm Allmargir vestlenskir bændur hyggja á heyútflutning bæjarstjórn Akraness hef- ur samþykkt samhljóða til- lögu skipulags- og umhverf- isráðs þess efnis að breyta deiliskipulagi Sementsreits. breytingin felst í að Sements- strompurinn verði fjarlægð- ur. Deiliskipulagsbreyting- in verður nú send til Skipu- lagsstofnunar til yfirferðar og óskað heimildar til að auglýsa breytingartillöguna í b-deild stjórnartíðinda. mm Bæjarstjórn samþykkti að strompurinn verði felldur Dagar sementsstrompsins verða brátt taldir. Ljósm. kgk. Yfirlitsteikning af væntanlegu byggingasvæði á skipulagi ofan við Faxabraut.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.