Skessuhorn


Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 5. SEpTEMbER 20186 Innflytjendur tæpur fimmtung- ur vinnuafls LANDIÐ: Á öðrum ársfjórð- ungi þessa árs voru að jafn- aði 200.798 starfandi á Íslandi á aldrinum 16-74 ára. Starf- andi innflytjendur voru að jafn- aði 37.388 á öðrum ársfjórð- ungi eða 18,6% af vinnuafli. Í samantekt Hagstofunnar kemur fram að með skráð lögheimili á Íslandi voru að jafnaði 96,9% vinnuafls. 14,1% erlends vinnu- afls er ekki með skráð lögheim- ili í landinu. -mm Eldsneyti lak í frárennsliskerfið BÚÐARDALUR: Í búðardal stóðu í síðustu viku yfir fram- kvæmdir við bensíntanka N1 við Vesturbraut 10. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis við þá vinnu í ljósi þess að dæmi voru um að íbúar við búðarbraut hafi vakn- að upp aðfararnótt miðviku- dags við megna bensínlykt og í morgunsárið urðu starfsmenn leikskóladeildar Auðarskóla sömuleiðis varir við bensínlykt á salernum leikskólans. Íbúi við búðarbraut, sem Skessu- horn ræddi við, kvaðst hafa tal- að við starfsmenn Olíudreifing- ar kvöldið áður vegna ólyktar í húsi hans. Þá hafi hann feng- ið þau svör að sennilega hefði olíuskilja bilað eða væri full. Hann hafi brugðið á það ráð að skola niður úr öllum vöskum og niðurföllum í húsinu til að losna við lyktina úr húsinu. Um nótt- ina hafi hins vegar íbúar vakn- að upp við enn sterkari lykt í húsinu. Næsta dag var gert við skiljuna og dró smám saman úr menguninni eftir það. -mm Sveitarfélög greiða nú skólagögnin LANDIÐ: Ný könnun Velferð- arvaktarinnar á kostnaðarþátt- töku grunnskólabarna í skóla- gögnum, svo sem ritföngum og pappír, sýnir að á næsta skóla- ári munu 99% grunnskólabarna búa í sveitarfélögum sem hafa afnumið hana. Fyrir tveimur árum var hlutfallið 23% sveit- arfélaga og 85% á síðasta skóla- ári. Siv Friðleifsdóttir, formað- ur Velferðarvaktarinnar, segir þessa þróun einstaklega ánægju- lega: „Nýja könnunin sýnir að sveitarfélögin eru að taka stórt skref í þágu barna. Þau eru að aflétta um 300-350 milljónum króna árlega af barnafjölskyld- um með þessu skrefi,“ segir Sif. -mm Rafmagnsbilun MÝRAR: Rafmagnstruflanir voru á Mýralínu að kvöldi síð- asta miðvikudags. Unnu starfs- menn RARIK að bilanaleit og síðan viðgerð í kjölfarið og lauk henni eftir miðnættið. -mm Nýr tómstunda- fulltrúi tekinn til starfa STYKKISH: Magnús Ingi bæringsson, nýráðinn tóm- stunda- og æskulýðsfulltrúi Stykkishólmsbæjar, hóf störf síðastliðinn mánudag. Magn- ús tók við stöðunni af Gissuri Ara Kristinssyni, sem hafði leyst Agnesi Helgu Sigurðar- dóttur af á meðan hún var í fæðingarorlofi. Gissur hefur fært sig um set og Agnes haf- ið störf við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. „Við bjóðum Magnús velkominn til starfa og óskum jafnframt Gissuri og Agnesi velfarnaðar í nýjum verkefnum,“ segir í tilkynn- ingu á vef Stykkishólmsbæjar. -kgk Skipað í barna- verndarnefnd BORG/DAL: Skipað hef- ur verið í barnaverndarnefnd borgarfjarðar og Dala fyr- ir nýhafið kjörtímabil sveitar- stjórna. Formaður nefndar- innar er Lilja björg Ágústs- dóttir í borgarbyggð og tek- ur hún við af Huldu Hrönn Sigurðardóttur. Aðrir aðal- menn í nefndinni eru: Sonja Lind Eyglóardóttir, Frið- rik Aspelund, Þorkell Cýrus- son og Hjördís Stefánsdótt- ir. Varamenn eru Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Kristín Erla Guðmundsdóttir, Logi Sig- urðsson, Ragnheiður páls- dóttir og Helgi pétur Otte- sen. Starfsmenn nefndarinnar þjónusta sveitarfélögin Hval- fjarðarsveit, Dalabyggð, borg- arbyggð og Skorradalshrepp. barnaverndarnefnd starfar í þágu barna með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Markmið nefndarinnar er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður, börn sem verða fyr- ir ofbeldi eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu, fái nauðsynlega aðstoð. -klj Landhelgisgæslan var á áttunda tímanum á fimmtudagsmorgni í liðinni viku send til aðstoðar skip- verjum á báti sem var olíulaus úti fyrir Akranesi. Áhöfn varðbátsins Óðins fór frá Reykjavík á áttunda tímanum um morguninn. Þeg- ar bátsverjar á Óðni voru komnir á staðinn kom í ljós að stýrisbún- aður bátsins var laskaður. Í kjölfar- ið var björgunarskip Landsbjarg- ar, Ásgrímur S. björnsson, sent á vettvang til að taka bátinn í tog en vegna aðstæðna reyndist það ekki hægt. Áhafnir Óðins og Ás- gríms fylgdu bátnum loks til hafn- ar á Akranesi en þangað var kom- ið klukkan 17:30 um svipað leiti og byrjað var að bæta verulega í vind vegna fyrstu haustlægðarinnar sem gekk yfir um kvöldið. Að sögn þeirra sem að aðgerðinni komu versnaði sjólag mjög þegar líða tók á daginn en verkefnið tók sam- tals um tíu klukkustundir en lauk giftusamlega. mm Olíu- og stýrislaus utan við Akranes Hér eru bátarnir staddir skammt utan við hafnarmynnið á Akranesi. Ljósm. gó. Þremur starfsmönnum Límtrés Vírnets í borgarnesi var sagt upp störfum fyrir mánaðamótin. Þá var jafnframt sagt upp samningi um fasta yfirvinnu starfsmanna í fram- leiðslu- og þjónustuhluta fyrir- tækisins í borganesi. Frá þessu var greint á mbl.is um helgina. Samn- ingur um fasta yfirvinnu er frá árinu 1997 og kvað á um að starfs- menn fengju yfirvinnukaup greitt fyrir tvær klukkustundir á hverjum degi. Um vinnustaðasamning var að ræða sem einungis var í gildi fyrir 40 starfsmenn á starfsstöð fyrirtæk- isins í borgarnesi. Mbl.is hefur það eftir Stefáni Árna Einarssyni for- stjóra fyrirtækisins að ástæða upp- sagnar yfirvinnusamnings sé hag- ræðing í rekstri og sú staðreynd að sambærilegur vinnustaðasamning- ur væri ekki í gildi fyrir aðrar starfs- stöðvar Límtrés Vírnets. Nú verð- ur sest niður með fulltrúum starfs- manna og þess freistað að gera nýj- an vinnustaðasamning fyrir 1. des- ember næstkomandi. mm Sögðu upp þremur starfmönnum og yfirvinnusamningi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.