Skessuhorn


Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 5. SEpTEMbER 2018 9 Yfirverkfræðingur rafveitu Norðurál óskar eftir að ráða yfirverkfræðing rafveitu, starfið heyrir undir framkvæmdastjóra viðhaldssviðs. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni fyrir einstakling sem hefur frumkvæði og metnað í starfi og býr yfir ríkri öryggisvitund. Norðurál á Grundartanga er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 600 manns með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Norðurál vill stuðla að jöfnu hlutfalli karla og kvenna innan fyrirtækisins og jöfnum tækifærum til starfsþróunar. Umsóknarfrestur er til og með 9. september nk. Sækja skal um starfið á vef Capacent, www.capacent.is. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsjón með starfinu hafa Hilmar G. Hjaltason (hilmar.hjaltason@capacent.is) og Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum. Íslenskt ál um allan heim | nordural.is Helstu verkefni: • Tryggja rekstur rafveitu með öryggi, skilvirkni og hagkvæmni að leiðarljósi • Skipulagning og samhæfing vinnu í rafveitu • Innleiðing verkefna og verklags • Innkaup á raforku • Umsjón með dreifikerfi rafveitu • Skýrslu- og áætlanagerð • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur: • Rafmagnsverkfræði/tæknifræði (sterkstraumssvið) • A-löggilding til rafvirkjunarstarfa • Reynsla af störfum sem lúta að hönnun og/eða uppsetningu háspennuvirkja er kostur • Rík öryggisvitund • Leiðtogahæfni og frumkvæði • Öguð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi Í tilkynningu frá opinbera hluta- félaginu Íslandspósti kemur fram að afkoma fyrirtækisins versnað um 260 milljónir fyrstu sex mán- uði ársins. Nefnd er sem ástæða versnandi rekstrarafkomu 12% fækkun bréfasendinga milli tíma- bila. Þá er tap á bögglapósti frá Kína sem flokkað er sem þróunar- ríki og því greitt fyrir þær sending- ar minna en umsýslan með send- ingarnar kostar. „bréfasendingum hefur fækkað mikið hér á landi á síðustu árum. Meiri en helmingi færri bréf voru send árið 2017 en 2007 og bréfum fækkar enn mikið. Þegar fyrstu sex mánuðir ársins 2018 eru bornir saman við fyrstu sex mánuði árs- ins 2017 kemur í ljós að 12% færri bréf voru borin út hér á landi milli ára og er það mun meiri samdrátt- ur en spár gerðu ráð fyrir. Ef fram fer sem horfir verður metfækk- un bréfa í ár. Það leiðir til þess að tekjur Íslandspósts munu drag- ast saman um hátt í 400 milljónir króna. Á sama tíma eykst kostnað- ur við bréfadreifingu vegna þess að fjölgun íbúða og fyrirtækja leiðir til þess að dreifikerfi Íslandspósts stækkar.“ Íslandspóstur sinnir svokall- aðri alþjónustuskyldu fyrir ríkið og hefur á móti einkarétt ríkis- ins á að dreifa árituðum bréfum 50 grömmum og léttari. Tekjum af einkaréttarbréfunum er ætlað að greiða fyrir þá alþjónustu sem ekki stendur undir sér, svo sem dreifingu í sveitum landsins. „Nú er svo komið að tekjur af einka- rétti duga ekki til þar sem þær hafa dregist mikið saman með minnk- andi magni. Önnur þjónusta sem fyrirtækið veitir í samkeppni hef- ur því verið að greiða niður hluta alþjónustunnar. Það dugar hins- vegar ekki lengur til og því hefur saxast á eigið fé Íslandspósts sem gengur ekki til lengdar,“ segir í til- kynningu. Ekki eru allar pakka- sendingar arðbærar Undir alþjónustuskyldu ríkis- ins sem Íslandspóstur sinnir fell- ur m.a. móttaka, meðhöndlun og dreifing á sendingum frá útlönd- um. Mikil aukning hefur verið í netverslun frá útlöndum á undan- förnum árum og þá sérstaklega frá Kína. Vegna óhagstæðra alþjóða- samninga þar sem Kína er flokk- að sem þróunarríki fær Ísland- spóstur mjög lágt gjald greitt fyrir þessar sendingar og standa þær greiðslur einungis undir litlum hluta þess kostnaðar sem fellur til við að meðhöndla þær. Mikið tap af þessum erlendu sendingum, sem Íslandi ber að sinna samkvæmt al- þjóðasamningum, er stór hluti vandans við fjármögnun alþjón- ustunnar.“ Loks segir að stjórnendur Ís- landspósts vinni nú að því í sam- vinnu við stjórnvöld að leita leiða til að tryggja fjármögnun alþjón- ustunnar og laga hana að breyttum forsendum. mm Afkoma Íslandspósts versnar sífellt „Það er þyngra en tárum taki að hlusta á lukkuritara forréttinda- hópanna tala um að lágtekjufólk hafi hækkað mest í kaupmætti og dregið hafi úr ójöfnuði og misskipt- ingu,“ skrifar Vilhjálmur birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og heldur áfram: „Það blasir við að allur þessi samanburður byggist á prósentuhagfræði en sú hagfræði stenst ekki nokkra skoðun enda fer lágtekjufólk ekki með prósentur og verslar í matinn né greiðir húsleigu með prósentum. Það verður því að vera skýr krafa í komandi kjara- samningum að samið verði í krón- um en ekki prósentum enda eru prósentur aflgjafi misskiptingar, óréttlætis og gerir ekkert annað en að auka ójöfnuð hér á landi.“ Vilhjálmur segir það eins og við manninn mælt að þegar komi að því að semja í kjarasamningum fyrir íslenskt verkafólk að þá sé svigrúm- ið til launabreytinga ætíð afar tak- markað. Þar vísar hann til skýrslu sem Katrín Jakobsdóttir fékk Gylfa Zoega hagfræðing til að gera. Í skýrslu Gylfa kemur fram að hann telji að svigrúm til launabreytinga sé 4%. „Hefði ekki verið þjóðráð fyrir forsætisráðherrann okkar að kalla eftir skýrslu um hvaða áhrif það myndi hafa á vinnumarkaðinn í heild sinni þegar Kjararáð hækk- aði æðstu ráðamenn þjóðarinnar og forstjóra ríkisstofnanna um 45%, eða þegar forstjóri Landsvirkj- unar fékk launahækkun sem nam 1,2 milljónum á mánuði, sem og bankastjóri Landsbankans,“ spyr Vilhjálmur. Tónninn í komandi kjaraviðræðum hefur verið sleginn. mm Segir prósentur aflgjafa misskiptingar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.