Skessuhorn


Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 5. SEpTEMbER 201810 Fyrir ári birti hagdeild Alþýðusam- bands Íslands skýrslu um þróun á skattbyrði launafólks á síðastliðn- um tveimur áratugum. Niðurstöð- ur þeirrar úttektar voru í meginat- riðum þær að skattbyrði launafólks hefur aukist í öllum tekjuhópum á tímabilinu en aukningin er langmest hjá þeim tekjulægstu. „Þegar sam- spil tekjuskatts, útsvars og persónu- afsláttar auk barna- og vaxtabóta er skoðað hefur munurinn á skattbyrði tekjulægstu hópanna og þeirra tekju- hærri minnkað og verulega dregið úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerf- isins,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. „Þetta hefur einkum gerst vegna þess að skattleysismörk hafa ekki fylgt launaþróun á sama tíma og vaxta- og barnbætur, sem eru mikilvæg tekju- jöfnunartæki, hafa verið vanrækt- ar og markvisst dregið úr hlutverki þeirra við að jafna kjör.“ Þá segir í tilkynningu ASÍ að nið- urstaðan af þessu sé sú að kaupmátt- araukning síðustu ára hefur síður skilað sér til launafólks með lægri tekjur en þeirra tekjuhærri vegna vaxandi skattbyrði. „Þannig hafa stjórnvöld með áherslum sínum í skattamálum unnið gegn áherslu verkalýðshreyfingarinnar á sérstaka hækkun lægstu launa í kjarasamn- ingum og tekið til sín stóran hluta þeirra kjarabóta sem samið hefur um. Það þarf því ekki að koma sér- staklega á óvart að krafa sé um end- urskoðun á skattkerfinu innan verka- lýðshreyfingarinnar. Stjórnmála- menn úr flestum flokkum tóku undir áhyggjur af þróuninni í aðdraganda kosninga síðastliðið haust og lýstu vilja sínum til breytinga. Undanfarið ár hefur verkalýðshreyfingin ítrekað bent á að það sé grundvallaratriði að snúa þessari þróun við ef takast á að ná sátt á vinnumarkaði. búið er að greina vandann, ræða hann og kryfja til mergjar. Tími aðgerða er runninn upp. boltinn er hjá stjórnvöldum og kominn tími til að þau sýni vilja sinn í verki og taki á þessu augljósa órétt- læti,“ segir í frétt ASÍ. mm Kaupmáttaraukning hefur síður skilað sér til tekjulægri hópa byggðastofnun hefur nú líkt og undanfarin ár fengið Þjóðskrá Ís- lands til að reikna út fasteigna- mat og fasteignagjöld á sömu við- miðunarfasteigninni á 26 þéttbýlis- stöðum á landinu. Fasteignagjöldin eru reiknuð út samkvæmt núgild- andi fasteignamati sem tók gildi um síðustu áramót. Viðmiðunareign- in er einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti sem stendur á 808 m2 lóð. Fasteignagjöld samanstanda af fasteignaskatti, lóðarleigu, fráveitu- gjaldi, vatnsgjaldi og sorpgjöldum. Í flestum tilvikum er fasteignaskatt- ur prósenta af húsmati, lóðarleiga prósenta af lóðarmati, fráveitugjald prósenta af heildarmati og sorpgjald fast gjald. Vatnsgjald er ýmist pró- senta af heildarmati eða samsetning fasts gjalds og notkunar með nokkr- um útfærslum. Hæsta heildarmatið þýðir ekki að þar séu einnig hæstu fasteignagjöldin en mismunandi álagningarreglur einstakra sveitarfé- laga skipta þar mestu. Fasteignagjöldin eru annað árið í röð hæst yfir landið í Keflavík, 389 þúsund krónur en voru 387 þúsund fyrir ári síðan. Annað árið í röð eru gjöldin næsthæst í borgarnesi eða 378 þúsund krónur en voru 364 þús- und árið áður. Í borgarnesi ræður miklu að fráveitugjald er það hæsta á landinu auk þess sem bæði lóðar- leiga og vatnsgjald er þar fimmta hæst yfir landið. Grundarfjörður er í sjötta sæti yfir hæstu gjöldin, Stykk- ishólmur ellefta dýrast og Akranes í 21. sæti. Heildargjöldin á Hólma- vík eru lægst eða 234 þúsund krón- ur sem er 60% af fasteignagjöldum í Keflavík. Hlutfallslega var mesta hækkun fasteignagjalda á milli ára á Höfn í Hornafirði um 15,1% eða 46 þús- und krónur. Þar á eftir er Sauðár- krókur með 14% hækkun. Gjöldin lækka á Akranesi um 8,21% milli ára, eða um 25 þúsund krónur og er það eina sveitarfélag landsins þar sem lækkun verður milli ára. Á Hólmavík standa gjöldin nánast í stað á milli ára. mm/ Grafík: Byggðastofnun. Fasteignagjöld afar mismunandi eftir sveitarfélögum Þróun heildar fasteignagjalda síðastliðin fimm ár. Fasteignagjöld eru næsthæst yfir landið í Borgarnesi, Í Grundarfirði sjöttu hæst, elleftu hæst í Stykkishólmi og á Akranesi í 21. sæti þeirra sveitarfélaga sem skoðuð voru. Hér má sjá hvernig fasteignagjöld hafa þróast síðustu fimm ár á fjórum þéttbýlisstöðum á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.