Skessuhorn


Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 5. SEpTEMbER 2018 13 verði svona áfram, nema ég myndi vilja fá að róa á rauðum dögum inni í miðri viku og á sunnudögum. Það hentar betur fyrir vinnsluna og hún spilar inn í verðið sem við fáum fyr- ir fiskinn,“ segir Stefán. Verðið lagaðist Aðspurður segir hann að verð- ið fyrir fiskinn hafi ekki verið gott fyrst um sinn á liðnu sumri, en síð- an hafi það lagast. „Verðið fyrst í vor var nú þannig að maður íhugaði að hætta þessu bara. Maður var að fá 217 krónur fyrir átta plús þorsk, en í ágúst var hann kominn yfir 400 krónur, sem er eðlilegra verð. Ég var að spá í að hætta að róa og ein- beita mér að smíðunum. Ég hef bara svo gaman af þessu að ég hélt áfram, en verðið var ekki beint hvetjandi,“ segir hann. „Síðan sveiflast verðið svo mikið frá degi til dags, það ræðst bara af framboði á markaði hverju sinni. Einn daginn fengum við til dæmis 230 krónur fyrir svokallað- an undirmálsfisk, en daginn eftir var verðið komið niður í 70 krónur. Sveiflan getur verið svo mikil. Veiði- gjaldið er síðan ekki prósenta held- ur krónutala, 20 krónur. Það munar ansi miklu að borga 20 krónur af 70 eða 230 krónum,“ segir hann. „En að því sögðu er ég miklu sáttari við verðið núna en í fyrra, það var al- gjör hryllingur þá. Meðalverðið hjá mér var 254 krónur í sumar á hvert kíló af þorski. Það er allt í lagi, en þetta var góður fiskur, stór og mikill, meirihlutinn af þessu,“ segir Stefán. „Ég er alveg sáttur við þetta. Róð- urinn hjá mér var að skila að jafnaði 200 þúsund krónum. Þar af fara um 100 þúsund krónur alveg um leið í rekstur og gjöld, en það er bara hluti af þessu. Þó það sé dýrt að standa í þessu og allt svoleiðis þá er gott að borga til samfélagsins, það er ekkert að því,“ bætir hann við. Smíði framundan Smíðavinnan er það helsta sem framundan er hjá Stefáni á kom- andi vetri, þar til sjómennskan tek- ur við að nýju næsta vor. „Ég er að vinna við smíðar hjá Sjamma ehf. og þeir eru svo almennilegir að veita mér frí til að vera á strand- veiðum á hverju sumri. En það er alveg brjálað að gera í smíðinni að gera um þessar mundir. Við erum að vinna í húsum á Akranesi, hjá Þorgeir & Ellert og aðeins við nýja golfskálann hjá Golfklúbbn- um Leyni. Síðan erum við með verkefni norður á Sauðárkróki og við Hótel Dyrhólaey á Suðurland- inu. Þannig að það er af nógu af taka,“ segir hann. „Síðan fer ég bara aftur á sjóinn í maí. Það verð- ur að vera og gengur fyrir öllu,“ segir Stefán að endingu og brosir. kgk Umhverfisviður- kenningar 2018 Strandveiðitímabilinu lauk form- lega um mánaðamótin, en síðasti dagur til veiða var á fimmtudaginn. Tíðarfar var erfitt á löngum köflum á liðnu tímabili og töluvert færri bátum var róið til veiða en á síðasta ári. Engu að síður var heildaraflinn tæp tíu þúsund tonn sem er örlítið minna en á síðasta ári. Aflahæsti strandveiðibátur lands- ins á liðnu tímabili var Grímur AK. Skipstjóri hans og útgerðarmaður er Stefán Jónsson á Akranesi. Hann veiddi 49.568 kg í 48 róðrum. báti sínum réri Stefán frá Arnarstapa og lætur hann afar vel af því að gera út þaðan. „Það er mjög gott að vera á Stapa, góður andi, hafnar- vörðurinn algjör snillingur og allt svo þægilegt í kringum veiðarnar. Hafnarþjónustan er öll mjög góð, sem er stór hluti af þessu. Aðstaðan á markaðnum þarna er líka til fyr- irmyndar. Þar er sturta og salerni fyrir okkur trillukarlana. Síðan sef ég bara í bátnum. Þetta hentar mér vel. Um leið og ég vakna er kaffi- kannan sett í gang og svo er mað- ur bara farinn af stað. Það er stutt á miðin og maður er ekki lengi að skjótast heim á Akranes ef það vantar eitthvað,“ segir Stefán í sam- tali við Skessuhorn. „En veðráttan var hundleiðinleg í sumar, það bara verður að segjast. Eini kosturinn við rigninguna er sá að það þarf minna að skrúbba í bátnum,“ seg- ir hann léttur í bragði. „Þetta var leiðindatíð í meira og minna allt sumar. Ég er með rekankeri á bátn- um og ég held það hafi ekki verið nema einn eða tveir dagar sem ég notaði það ekki. Ofan á rigninguna var alltaf stór straumur og yfirleitt blés á mann, alveg sama hvar mað- ur var,“ bætir hann við. En þrátt fyrir leiðinlegt veður á liðnu strandveiðisumri var veiðin góð. „Ég var með rétt tæp 50 tonn núna og mér hefur yfirleitt geng- ið vel. Í dagakerfinu árið 2004 til dæmis, veiddi ég 86 tonn á 33 sól- arhringum. Þá var ég fjórði hæsti yfir landið. Mér hefur alltaf gengið vel á strandveiðunum. Ég hef gam- an af þessu og mikinn áhuga. Það er lykillinn að þessu held ég, maður á ekki að vera að pæla í því hvað aðr- ir eru að gera,“ segir Stefán. „Og þetta er skemmtilegt þó það rigni á mann allan daginn,“ bætir hann við. Heilt yfir sáttur við fyrirkomulagið Heimilt er að róa tólf virka daga í mánuði, frá mánudegi til fimmtu- dags í viku hverri og aldrei meira en 14 tíma í senn. „Ef það er rauð- ur dagur á mánudegi, þá má bara róa þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag þá vikuna. Það er svo- lítill galli í sjálfu sér. Ég myndi vilja fá að róa þá rauðu daga sem ann- ars væru virkir dagar. Þá væri fisk- urinn alltaf klár daginn eftir fyrir vinnsluna,“ segir hann. „En ég er ánægður með að kerfinu hafi verið breytt á þá leið að ufsinn telji ekki lengur upp í skammtinn. Í fyrra fór maður ekki á svæðið undir Jökli því það var svo mikill ufsi með þorsk- inum. En núna getur maður bara tekið hann með, sem er mjög hent- ugt. Ég er ánægður með það,“ bæt- ir hann við og kveðst heilt yfir nokkuð sáttur við fyrirkomulagið. „Ég var áður á svæði D á Skagan- um og þá gat maður róið alla daga. Síðan fór ég inn á svæði A og gat róið fyrsta sumarið 28 daga, svo 32 sumarið eftir en núna þessa 48 daga eins og allir hinir. Mér fannst þetta ganga mjög vel upp. Menn voru eitthvað hræddir um að heild- arkvótinn myndi klárast en hann gerði það ekki. Það veiddust 95 prósent af kvótanum sem er bara mjög góð nýting. Ég vona að þetta „Skemmtilegt þó það rigni á mann allan daginn“ - segir Stefán Jónsson, aflahæsti strandveiðisjómaður landsins Stefán Jónsson, smiður og skipstjóri á Grími AK. Hann veiddi mest allra á nýliðnu strandveiðitímabili. Stefán Jónsson goggar vænan þorsk um borð. Ljósm úr safni/ fh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.