Skessuhorn


Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 5. SEpTEMbER 2018 17 Aldarafmæli Ungmennsambands Dalamanna og Norður-breiðfirð- inga var fagnað með pompi og prakt á afmælishátíð í Dalabúð í búðardal á laugardaginn. Ung- ir sem eldri ungmennafélagar fjöl- menntu á samkomuna, sem heppn- aðist afar vel að sögn aðstandenda. Gestir hátíðarinnar sögðu sögur frá liðinni tíð, gátu skoðað fjölmarga búninga sambandsins og aðildar- félaga þess í gegnum árin, sem og þá fjölmörgu verðlaunagripi sem voru til sýnis. Sögur aðildarfélag- anna voru hafðar til sýnis ásamt yf- irliti yfir öll héraðsmet. Í tilefni afmælisins voru félagar í UDN sæmdir heiðursmerkjum íþróttahreyfingarinnar fyrir fram- lag sitt til íþrótta- og ungmenn- astarfs í gegnum árin. Jóhann pálmason var sæmdur gullmerki UMFÍ fyrir framlag sitt til glímu- íþróttarinnar. Jóhann stofnaði Glímufélag Dalamanna árið 1998 ásamt Jóel bæring Jónssyni. Jó- hann hefur verið formaður félags- ins frá stofnun þess og boðið upp á glímuæfingar fyrir grunnskóla- börn. Einnig hefur hann ferðast með hópa á glímumót víðs vegar um landið sem og út fyrir land- steinana, auk þess að standa fyr- ir fjölda innanfélagsmóta. Und- ir handleiðslu Jóhanns hafa fé- lagar í GFD unnið til fjölmargra titla, orðið Íslandsmeistarar, bikar- meistarar, grunnskólameistarar og sveitaglímumeistarar. Auk þess hafa Glímudrottningar Íslands komið úr röðum félagsins sem og núverandi formaður Glímusambands Íslands. Starfsmerki UMFÍ var veitt þeim Jóni Egilssyni, Herdísi Ernu Matthíasdóttur, Hrefnu Sumar- línu Ingibergsdóttur, Kristjáni Jóhannssyni og Ingveldi Guð- mundsdóttur, fyrir framlag sitt til ungmennafélaganna á starfssvæði UDN í gegnum tíðina. Jóhanna Sigrún Árnadóttir, Gústaf Jökull Ólafsson, bryndís Karlsdóttir, Svanborg Guðbjörns- dóttir og Ingvar Samúelsson voru sæmd Silfurmerki ÍSÍ fyrir að hafa stjórnað og hjálpað sínum ung- mennafélögum og UDN undan- farna áratugi og unnið óeigin- gjarnt starf í þátu íþróttanna. kgk/ Ljósm. Jón Trausti Markús- son. Aldarafmæli UDN var fagnað um helgina Félagar sæmdir heiðursmerkjum íþróttahreyfingarinnar Heiðrún Sandra, formaður UDN, tók við gjöfum frá ÍSÍ úr hendi Viðars Sigurjóns- sonar. Þær Birta, Jasmín, Dagný og Jóhanna eru upprennandi glímudrottningar úr Dölunum. Þær héldu glímusýningu á afmælishá- tíðinni. Heiðrún Sandra tekur við gjöf frá UMFÍ úr hendi Auðar Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ. Þau voru sæmd starfsmerki UMFÍ. F.v. Jón Egill Jónsson, sem tók við merkinu fyrir hönd Jóns Egilssonar föður síns, Herdís Erna Matthíasdóttir, Hrefna Sumarlína Ingibergsdóttir og Kristján Jóhannsson. Á myndina vantar Ingveldi Guðmunds- dóttur sem gat ekki verið viðstödd afmælishátíðina. Jóhann Pálmason var sæmdur gullmerki UMFÍ fyrir framlag sitt til glímu- íþróttarinnar. Fulltrúar frá aðildarfélögunum Stjörnunni, Óla Pá, Dögun, Aftureldingu og Æskunni veittu UDN peningagjöf í tilefni afmælisins. Búningar UDN og aðildarfélaga sambandsins í gegnum tíðina voru meðal þeirra muna sem voru til sýnis á afmælishátíðinni. Hér má sjá brot af sýningunni. Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ veitti félögum í UDN silfurmerki ÍSÍ. F.v. Viðar Sigurjónsson, Jóhanna Sigrún Árnadóttir, Gústaf Jökull Ólafsson, Bryndís Karlsdóttir, Svanborg Guðbjörnsdóttir, Ingvar Samúelsson og Heiðrún Sandra Grettisdóttir, for- maður UDN.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.