Skessuhorn


Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 5. SEpTEMbER 201818 Hjónin Agnar Gestsson og Jó- hanna bára Ásgeirsdóttir reka ferðaþjónustu og hestaleigu á Lýsuhóli í Staðarsveit. Hafa þau marga fjöruna sopið í þeim efnum. Mikið hefur verið að gera síðustu misserin enda fjöldi ferðamanna margfaldast síðustu árin. „Við erum með gistirými fyrir tæplega 40 manns og svo rúmlega 70 hross í hestaleigu,“ segir Agnar í stuttu spjalli við Skessuhorn. „Við bjóð- um upp á gistingu með morgun- mat og kvöldverð og svo eru oft hópar hérna í hestaferðum sem eru í fullu fæði,“ bætir hann við, en mikil uppbygging hefur átt sér stað á Lýsuhóli að undanförnu. „Það voru foreldrar Jóhönnu sem byrjuðu með gistingu hérna árið 1983 en þá voru útbúin þrjú herbergi á efri hæðinni í íbúðar- húsinu fyrir ferðamenn,“ seg- ir Agnar en það var Guðmund- ur Kristjánsson, fósturfaðir Jó- hönnu báru og móðir hennar, Margrét Hallsdóttir, sem byrjuðu með ferðaþjónustuna. „Við Jó- hanna vorum mikið hérna á sumr- in að hjálpa til en svo veikist Guð- mundur árið 1993 og þá tökum við ákvörðun um að flytja alfarið hingað og taka við rekstrinum,“ segir Agnar en þau bjuggu á Sel- tjarnarnesi áður en þau fluttu bú- ferlum á Snæfellsnesið. Eftir að þau fluttu vestur hófu þau mikla uppbyggingu á svæðinu og bættu við gistirými. „Við byggðum þrjú lítil sumarhús árið 1994 sem við leigjum út en húsin eru núna níu sem eru í útleigu og svo tvö ný hús sem bíða eftir leyfisveitingu,“ seg- ir Agnar en það er nóg um að vera alla daga en einnig er veitinga- staður á Lýsuhóli þar sem hægt er að fá kvöldmat. Vatnshlaupabretti og hristibretti „Jóhanna er með 30 til 40 manns í mat hérna á kvöldin en það er mestmegnis fólk sem er hér í gist- ingu en einnig kemur fólk sem er á ferðalagi um svæðið. Ég hugsa að svona 95% af viðskiptavinum okk- ar séu erlendir ferðamenn en það er þó alltaf eitthvað af Íslendingum sem slæðist með. Það er svo helst á haustin og vorin að við fáum hópa í hestaferðir,“ segir Agnar. Það hefur verið mikil uppbygging í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi og nánast á hverju ári sem einhverju er breytt og bætt við. „Við byrj- uðum að byggja reiðhöll árið 2016 sem er tilbúin núna, en hún hef- ur gjörbylt allri aðstöðu hjá okk- ur,“ segir Agnar, en aðstaða er öll til fyrirmyndar bæði fyrir hross og menn. „Við höfum fjárfest mikið og erum til að mynda með vatns- hlaupabretti, tamningahringekju og hristibretti í notkun hérna hjá okkur,“ bætir hann við en fréttarit- ari þurfti að fara í sýningarferð um svæðið til að komast að því hvað hristibretti, vatnshlaupabretti og tamningahringekja er enda ekki vel að sér í slíkum málum. Agnar segir að það sé ágætis umferð ferðamanna á veturna líka þó að mest sé um að vera á sumr- in. „Umferð ferðamanna er alltaf að aukast hérna um Snæfellsnesið en það mætti þó vera meira um af- þreyingu. Það eru allir sem fara í þennan bransa að byggja upp gist- ingu og veitingasölu en það vant- ar kannski meira að auka afþrey- inguna fyrir gestina okkar,“ sagði Agnar að lokum. tfk Ferðaþjónusta á Lýsuhóli í 35 ár Hafa aukið gistirými og stórbætt aðstöðuna fyrir hross og menn Agnar Gestsson og Jóhanna Bára Ásgeirsdóttir fyrir framan veitingasalinn. Agnar við vatnshlaupabrettið í hesthúsunum. Mynd innan úr reiðhöllinni þar sem Agnar stendur fyrir framan tamningahring- ekjuna. Agnar með hóp af ferðamönnum í hestaferð í lok ágúst. Agnar Gestsson í leiðsögugírnum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.