Skessuhorn


Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 5. SEpTEMbER 201820 Systurnar Ásrún og Sigríður Magn- úsdætur hafa sameinað hæfileika sína og krafta og eru nú að gefa út sína fyrstu barnabók, Korkusögur, sem væntanleg er í verslanir penn- ans Eymundsson og allar betri bókabúðir nú í byrjun september. „Við systurnar höfum alltaf verið samrýmdar og höfum mjög gam- an af því að vinna verkefni saman. Sigga er mjög fær listakona en ég er meira lunkin við textasmíði. Okkur fannst því upplagt að tengja saman þessa hæfileika og búa til barnabók, skrifaða og skreytta af okkur,“ seg- ir Ásrún í samtali við Skessuhorn. Systurnar segja ástæðuna fyrir því að skrifa barnabók tvíþætta; í fyrsta lagi segja þær oft skorta á þennan markað vandaðar og fallegar bækur og í öðru lagi vegna þess að dóttir Sigríðar, eða Siggu eins og hún er kölluð, varð þeim mikill innblástur við skrif bókarinnar. Hver er Korka? Korkusögur fjalla um Melkorku, unga lífsglaða stúlku sem á oft erfitt með að hemja fjörið innra með sér og lendir í ýmsum æv- intýrum þegar það tekur völdin. Korkusögur og Korka er byggð á dóttur Siggu sem og hennar fjöl- skyldu. Hugmyndin að bókinni varð til haustið 2016. Sigga fór þá að punkta niður hjá sér skemmti- leg atvik og uppátæki sem börn- in hennar stóðu fyrir sem Ásrún svo nýtti til innblásturs við skrif- in. Dóttir Siggu sem nú er níu ára hefur alla tíð verið mjög upp- átækjasöm og dottið ýmislegt í hug sem hún oftast framkvæmir án þess að hugsa málið til enda og eru upp- átæki hennar orðin ótalmörg. Þessi hvatvísi varð svo innblástur að bók um stelpu eins og hana. Jafnframt er fjölskyldan sérstök á þann hátt að í húsinu eru fleiri gæludýr en geng- ur og gerist á hinu almenna heimili. Vorið 2017 voru þær Sigga og Ásrún komnar með vel unnið handrit sem þær sendu til útgáfunnar bókabeit- unnar. bókabeitan varð strax hrifin af þessum sögum og taldi þær passa vel inn í Ljósaseríuna sem eru bækur sniðnar að þörfum nýrra lesenda. Í kjölfarið fór af stað vinna við að velja hvaða sögur og kaflar myndu henta í fyrstu bók. Klifur og drullumall bókin kemur út í áðurnefndri Ljósaseríu sem inniheldur bækur tilvaldar fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Það má segja að bókin henti elsta bekk í leikskóla og þeim yngstu í grunn- skóla en í raun teljum við að börn á öllum aldri eigi eftir að hafa gaman af því að hlusta á eða lesa Korku- sögur,“ útskýrir Ásrún. „Markmið- ið með bókinni er í raun að koma á markað fleiri bókum um upp- átækjasamar kvenkyns persónur. Stelpur sem hafa gaman af því að klifra í trjám, drullumalla og þyk- ir ekki mikið mál þótt buxur þeirra rifni eða að hárið verði einn flóka- hnútur. Við vonumst til að sýna fram á að jafnt stelpur sem strákar geti haft gaman af þessum sögum og vonandi sjáum við fleiri slíkar í framtíðinni,“ bætir hún við. Ásamt skemmtilegum sögum um Korku þá sá Sigga, systir Ásrúnar, um að myndskreyta bókina með vönduð- um teikningum þar sem persón- urnar lifna við á síðum bókarinnar. Í mörgum þeirra má sjá mikið af smáatriðum þar sem krakkar geta rýnt eins og þeim listir í teikning- arnar. Hrifnar af dýrum Ásrún og Sigríður eru borgnes- ingar í húð og hár, fæddar þar og uppaldar. Móðir þeirra, Ingileif Aðalheiður Gunnarsdóttir, á og rekur hárgreiðslustofuna Heiðu og faðir þeirra hét Magnús Vals- son, en hann lést eftir erfið veik- indi árið 2016. Að loknu stúdents- námi lá leið þeirra beggja í Há- skóla Íslands það sem þær luku bA gráðu í ensku, þó ekki á sama tíma. Í dag búa þær báðar í Mos- fellssbæ. Sigga er gift, á tvö börn, tvo hunda, tvo ketti, tvo páfagauka og nokkrar hænur úti í garði. Ás- rún er á föstu og eiga þau einnig tvo hunda og einn kött. Að auki stundar Ásrún hestamennsku af fullum krafti. „Það mætti segja að við systur séum mjög hrifnar af dýrum og okkur líður best þegar við höfum nóg af þeim í kringum okkur,“ segir Ásrún. Efniviðurinn nægur Nú eru tæp tvö ár síðan þetta sam- eiginlega verkefni byrjaði hjá þeim systrum og liggur mikil vinna að baki. Samhliða því að vera að gefa út sína fyrstu bók þá eru Ásrún og Sigga báðar í fullri vinnu. Ásrún vinnur á lögfræðistofu og Sigga kennir ensku við Menntaskólann í Reykjavík. Eftir smá námshlé hjá þeim stöllum þá eru þær báð- ar í mastersnámi í enskukennslu. En má búast við fleiri sögum af Korku? „Það fer í raun eftir við- tökunum sem bókin fær. Við eig- um efni í nokkrar bækur í viðbót svo vonandi fáum við að sjá fleiri uppátæki Korku í framtíðinni,“ segir Ásrún bjartsýn. Systurnar hvetja alla til að kíkja í útgáfuhóf bókarinnar sem haldið verður laugardaginn 8. september kl. 14:00 í Eymundsson í Smára- lind. Þar verða léttar veitingar í boði, upplestur úr bókinni og blöðrulistamaður á staðnum. Einn- ig verður hægt að fá árituð eintök á tilboði. glh/ Ljósm. frá systrunum. Systur frá Borgarnesi gefa út sína fyrstu barnabók Markmiðið að koma á markað fleiri bókum um uppátækjasamar kvenkyns persónur Korkusögur fjalla um Melkorku, unga lífsglaða stúlku sem á oft erfitt með að hemja fjörið innra með sér. Systurnar Sigríður og Ásrún Magnúsdætur eru að gefa út sína fyrstu barnabók. Söguhetjan, Melkorka, byggir á uppátækjum dóttur Sigríðar sem sést hér glugga í nýju bókina við hliðina á hundinum Halla. Systurnar hafa ætíð verið mikið hrifnar af dýrum. Hér má sjá hundana Halla, Flækju, Spotta og Bigga. Ásrún stundar hestamennsku í frítíma sínum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.