Skessuhorn


Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 5. SEpTEMbER 201826 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Gerir þú kvöldverðarplan fyrir vikuna? Spurni g vikunnar Sigurrós Jónsdóttir „Stundum, en ekki alltaf.“ Daníel B.J. Guðrúnarson „Nei, maður ákveður bara sama dag hvað maður hefur um kvöldið.“ Melkorka Jara Kjartansdóttir „Nei, ég bý svo vel að ég fæ að borða heima hjá mömmu.“ Breki Berg Guðmundsson „Já, við reynum að gera það. Það skapar svo miklu betra skipulag. (Spurt á Akranesi) Skallagrímur í vænlegri stöðu FÓTBOLTI: Skallagrímur vann öruggan sigur á Ými, 5-2, í fyrri viðureign liðanna í úrslita- keppni 4. deildar karla í knatt- spyrnu. Leikið var á Skalla- grímsvelli á laugardag. Gestirn- ir komust yfir á 20. mínútu með marki Harðar Magnússonar og tveimur mínútum síðar bætti Magnús Otti benediktsson öðru marki við. En Sigurjón Ari Guðmundsson minnkaði fyr- ir Skallagrím í 2-1 á 25. mín- útu og þannig var staðan fram- an af fyrri hálfleik. Það var ekki fyrr en rétt fyrir hléið að Ísak Máni Sævarsson jafnaði metin og staðan því jöfn í hálfleik. Skallagrímsmenn voru sterk- ari í síðari hálfleik og náðu for- ystunni á 59. mínútu þegar Sigurjón Ari skoraði sitt annað mark. Kristinn Aron Hjartarson kom borgnesingum í 4-2 að- eins þremur mínútum síðar og hann innsiglaði síðan 5-2 sigur Skallagríms með öðru marki sínu á lokamínútu leiksins. Skallagrímur er í góðri stöðu fyrir annan leik liðanna í úrslita- keppninni. Sá leikur fer fram í kvöld, miðvikudaginn 5. sept- ember. Sigurvegarinn í viður- eign Skallagríms og Ýmis mætir annað hvort ÍH eða Álftanesi í undanúrslitum keppninnar. kgk Sex frá ÍA í landsliðshópum BADMINTON: Tinna Helgadóttir og Atli Jóhannes- son, landsliðsþjálfarar í bad- minton, hafa valið 55 spilara til að vera á landsliðsæfingum saman í vetur. badmintonfélag Akraness, sem starfar innan vé- banda ÍA, á sex fulltrúa í lands- liðshópunum. Fyrstu æfinga- búðir landsliðshópanna verða þriðju helgina í október, en æf- ingabúðir fara fram fimm til sex sinnum á hverjum vetri. Í yngri hóp eru spilarar frá ÍA þeir Máni berg Ellertsson, Viktor Freyr Ólafsson, Arnar Freyr Fannars- son og María Rún Ellertsdóttir. Í meistaraflokki og flokki U19 ára stráka eru þeir Davíð Örn Harðarson og brynjar Már Ell- ertsson. Gaman er að geta þess að Máni berg, María Rún og brynjar Már eru systkini. -kgk Góð endurkoma Kára FÓTBOLTI: Kári og Hött- ur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í 19. umferð 2. deild- ar karla í knattspyrnu á sunnu- dag. brynjar Árnason kom Hetti yfir á 18. mínútu leiks- ins og Francisco Javier Mu- noz bernal bætti öðru marki við fyrir gestina á lokamínútu fyrri hálfleiks. Staðan því 2-0 í hléinu. En Káramenn áttu góða endurkomu. Guðlaugur Þór brandsson minnkaði muninn strax í upphafi síðari hálfleiks og Andri Júlíusson jafnaði met- in á 58. mínútu. Toppbaráttan í deildinni er áfram hörð, Kári situr í fjórða sæti með 35 stig, jafn mörg og Vestri í sætinu fyr- ir ofan, einu stigi á eftir Gróttu í öðru sæti og fjórum stigum frá toppliði Aftureldingar. Næst mætir Kári liði Völsungs á úti- velli næstkomandi sunnudag, 9. september, en Húsvíkingar eru einmitt einu stigi á eftir Kára í sætinu fyrir neðan. -kgk Kvenkylfingar úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi sigruðu í sveita- keppni Vesturlandsmóts kvenna í golfi sem fram fór á Hamarsvelli í borgarnesi síðastliðinn laugardag. Þátttökurétt áttu konur úr klúbb- um af Vesturlandi; Golfklúbbn- um Leyni á Akranesi, Golfklúbbn- um Mostra í Stykkishólmi, Golf- klúbbnum Vestarr í Grundarfirði og Golfklúbbi borgarness, sem var að þessu sinni gestgjafi á mótinu. Vest- urlandsmót kvenna er sveitakeppni klúbbanna og er haldið ár hvert þar sem klúbbarnir skiptast á að halda mótið hverju sinni. Veðrið hafði töluverð áhrif á þátttöku en hávaðarok og rigning með köflum gerði völlinn krefjandi og kylfingar máttu hafa sig alla til við að ná góðu skori. 28 konur úr klúbbunum fjórum létu veðrið ekki á sig fá og tóku þátt í mótinu þar sem keppt var í höggleik án forgjaf- ar og punktakeppni með forgjöf. Að móti loknu var keppendum boðið upp á dýrindis máltíð í nýja klúbb- húsinu sem er jafnframt Icelandair Hótel Hamar og á sama tíma voru verðlaun veitt til þeirra sem hlutu bestu skorin. Sigurvegari í höggleik án forgjaf- ar var Rakel Kristjánsdóttir úr Golf- klúbbnum Leyni sem vann í leiðinni titilinn Vesturlandsmeistari 2018. Í öðru sæti varð Elín Rós Sveins- dóttir og í því þriðja var bára Val- dís Ármannsdóttir en báðar eru þær í Leyni. Sigurvegari í punktakeppni með forgjöf var Guðrún Kristín Guðmundsdóttir einnig úr Golf- klúbbnum Leyni. Á eftir henni kom bryndís Theodórsdóttir úr Golf- klúbbnum Vestarr og í því þriðja var Sveinbjörg Stefánsdóttir úr Golf- klúbbi borgarness. glh/ Ljósm. jj. Vesturlandsmót kvenna í golfi haldið í Borgarnesi Konur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi unnu sveitakeppnina í ár. Þátttakendur í Vesturlandsmóti kvenna þetta árið. ÍA heimsótti Sindra á Hornarfjörð í 16. umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu á sunnudag. Fyrir leik- inn var ÍA í þriðja sæti en Sindri á botninum. Sást það glöggt á gangi leiksins, því Skagakonur höfðu al- gera yfirburði frá fyrstu mínútu og sigruðu að lokum stórt, 6-0. Leikurinn byrjaði með látum þegar Sigrún Eva Sigurðardóttir skoraði fyrsta mark ÍA strax á fjórðu mínútu leiksins. Það var síðan fyr- irliðinn Unnur Ýr Haraldsdóttir sem bætti öðru marki við með góðu skoti á 13. mínútu leiksins. Maren Leósdóttir bætti þriðja markinu við á 26. mínútu og áfram héldu Skaga- konur að sækja það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Rétt fyrir hléið skor- aði Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og kom ÍA í 4-0 áður en fyrri hálf- leikur var úti. Síðari hálfleikur var heldur ró- legri en sá fyrri en yfirburðir ÍA voru miklir og Skagakonur réðu ferðinni í einu og öllu. Miðvörð- urinn Snædís logadóttir skoraði fimmta mark ÍA á 58. mínútu og var þetta hennar fyrsta mark í deildinni fyrir liðið. Það var síðan Eva María Jónsdóttir, hinn miðvörður ÍA, sem skoraði sjötta og síðasta mark leiks- ins með fallegu skoti á 85. mínútu leiksins. Skagakonur sóttu áfram en þrátt fyrir nokkur ágætis tækifæri til viðbótar tókst þeim ekki að bæta við. Lokatölur urðu því 6-0 stór- sigur ÍA. Með sigrinum heldur ÍA sér inni í toppbaráttu deildarinnar. Liðið hefur 34 stig í þriðja sæti, þrem- ur stigum á eftir Keflavík í sætinu fyrir ofan en er átta stigum á eftir toppliði Fylkis. ÍA á tvo leiki eftir í mótinu en Keflavík á hins vegar leik til góða. Skagakonur eiga því enn möguleika á að ná öðru sæt- inu og fara upp um deild, en þurfa að treysta á hagstæð úrslit í öðr- um leikjum. Næst mætir ÍA sam- eiginlegu liði Aftureldingar/Fram, mánudaginn 10. september næst- komandi. Leikið verður á Akranesi. kgk Skagakonur völtuðu yfir Sindra Unnur Ýr Har- aldsdóttir fyrir- liði skoraði eitt af sex mörkum ÍA í stórsigri á Sindra. Ljósm. gbh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.