Skessuhorn


Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 5. SEpTEMbER 2018 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Stefán Gísli Örlygsson úr Skot- félagi Akraness varð um helgina bikarmeistari í haglabyssuskotfimi (Skeet) annað árið í röð. Hann tryggði sér titilinn með sigri á síð- asta móti mótaraðarinnar, sem haldið var í Álfsnesi á svæði Skot- félags Reykjavíkur. Fékk hann 58 stig af 60 mögulegum í mótunum fjórum. Stefán hefur átt góðu gengi að fagna á tímabilinu. Hann hefur farið á tvö heimsbikarmót það sem af er þessu ári og eitt Evrópumeist- aramót. Á öðru heimsbikarmótinu sem haldið var í Tucson í Arizona í bandaríkjunum settu Stefán og fé- lagar hans í landsliðinu Íslandsmet í liðakeppni í haglabyssuskotfimi. Stefán hafnaði í 38. sæti á mótinu af um 80 keppendum. Heimsmeistaramót framundan Um næstu helgi fer Stefán á Heims- meistaramótið í skotfimi í Suður- Kóreu. Keppendur í mótinu eru um 1800 talsins í öllum greinum. Í hagla- byssuskotfimi etja kappi 113 bestu skyttur í heimi og er Stefán ein af þeim. Aðeins þrjár bestu skyttur frá hverju landi fá þátttökurétt í hverri grein á heimsmeistaramótinu. Alls eru sjö keppendur frá Íslandi á leið á heimsmeistaramótið á vegum Skot- sambands Íslands; þrír í haglabyssu- skotfimi og fjórir í kúlugreinum. Þess má geta að Stefán komst inn á heimslista Alþjóðaskotsambandsins ISSF í haglabyssuskotfimi í sumar og er þar í 91. sæti, eftir síðustu upp- færslu listans 1. september. kgk Stefán Gísli bikarmeistari í haglabyssuskotfimi annað árið í röð Stefán Örlygsson úr Skotfélagi Akranesi að loknu bikarmóti á sunnudaginn. Ljósmynd: Guðmundur Kr. Gíslason. Norræna skólahlaupið hefur far- ið fram í grunnskólum landsins í 35 ár, lengstaf í umsjón ÍSÍ. Á síðustu árum hefur Ísland verið eina þátt- tökuþjóðin á Norðurlöndunum og nafn hlaupsins því ekki endurspegl- að verkefnið. ÍSÍ hefur því ákveð- ið að breyta nafni hlaupsins og varð Ólympíuhlaup ÍSÍ ofan á. Þátttaka íslenskra grunnskólanemenda hefur verið mjög góð og almenn í gegn- um árin en hefur náð nýjum hæðum á undanförnum árum. „Með Ólymp- íuhlaupi ÍSÍ er eins og áður leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan,“ segir í tilkynningu. Nemendur geta nú sem áður val- ið á milli þriggja vegalengda í hlaup- inu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Hlaupið er styrkt af verkefninu Íþróttavika Evr- ópu og verða þrír þátttökuskólar sem ljúka hlaupinu fyrir 30. september og skila inn upplýsingum til ÍSÍ dregnir út úr potti. Hver þessara þriggja skóla fær 100.000 króna inneign í Altis, en Altis selur vörur til íþróttaiðkunar sem nýtast nemendum á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu. Þeir skólar sem ljúka hlaupinu eftir 30. september geta eftir sem áður skilað inn upp- lýsingum og fengið send viðurkenn- ingaskjöl, en gert er ráð fyrir að allir skólar hafi lokið hlaupinu fyrir árslok 2018. Hlaupinu verður formlega ýtt úr vör í Hafnarfirði 6. september. -fréttatilkynning Ólympíuhlaup ÍSÍ að hefjast Víkingur Ó. heldur enn í vonina um að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir verðskuld- aðan 2-0 sigur á á Þór í toppslag 1. deildar karla á sunnudag. Heimamenn í Ólafsvík voru mun sterkari í upphafi leiks, þeir sóttu nokkuð stíft en gestirnir vörðust. Á 23. mínútu var brotið á Sasha Litwin innan vítateigs Þórs- ara og vítaspyrna dæmd. Gon- zalo Zamorano fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Víkingar komnir í 1-0 og hefðu getað bætt öðru marki við strax í næstu sókn en Aron birkir Stefánsson varði vel frá Kwame Quee í dauðafæri. Leikurinn datt aðeins niður það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Þórs- arar beittu löngum boltum sem sköpuðu litla ógn og leikmenn Víkings héldu sig frekar til hlés í sóknarleiknum. Staðan í hálfleik því 1-0. Seinni hálfleikur fór nokkuð fjörlega af stað. Gestirnir klúðruðu dauðafæri strax í upphafi og Ólafs- víkingar fengu líka nokkur ágætis marktækifæri. Eftir um klukku- stundar leik fengu heimamenn tvö dauðafæri þar sem þeir hefðu átt að gera út um leikinn. Fyrst fékk Gonzalo sendingu inn fyrir vörn- ina þar sem hann var einn á móti Aroni markverði. Hann reyndi að vippa boltanum yfir Aron en mistókst það. Stuttu síðar slapp Kwame einn í gegn, lék á Aron en fór of utarlega og skaut í hliðar- netið. En ekki leið á löngu þar til Ólafsvíkingar náðu að auka foryst- una. Gonzalo fékk þá góða send- ingu og skoraði einn á móti mark- verði. Víkingur kominn í 2-0. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði og því urðu það lokatölur leiksins. Víkingur lyfti sér með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar með 38 stig, fjórum stigum á eftir HK og fimm stigum á eftir ÍA þegar þrjár umferðir eru eftir. Ólafsvík- ingar eiga því enn möguleika á að ná öðru af tveimur efstu sætun- um, sem gefa keppnisrétt í pepsi deild að ári. Næsti leikur Víkings er Vesturlandsslagur og toppslagur gegn ÍA. Sá leikur fer fram á Akra- nesi á laugardaginn. kgk Ólafsvíkingar geta enn farið upp Gonzalo Zamorano fagnar öðru marka sinna gegn Þór. Ljósm. af. ÍA sigraði botnlið Magna, 3-2, í líf- legum baráttuleik norður á Greni- vík á laugardag. Leikurinn fór held- ur betur fjörlega af stað. Eftir örfáar mínútur átti Stefán Teitur Þórðarson stangarskot og stuttu síðar var hann búinn að koma ÍA yfir. Góðri sókn Skagamanna lauk með skoti sem var varið út í teiginn. Þar var Stefán Teit- ur fyrstur á boltann og skoraði auð- veldlega. Á 14. mínútu náðu heimamenn að jafna. Kristinn Þór Rósbergsson kom boltanum á Lars Óla Jessen, sem gerði vel í að koma sér í gott færi sem hann kláraði snyrtilega. En fjörinu var ekki lokið, því aðeins einni mín- útu síðar sendi Ólafur Valur Valdi- marsson laglega sendingu inn fyr- ir vörn Magna á Jeppe Hansen sem skoraði úr góðu færi. Staðan orðin 2-1 fyrir ÍA og aðeins korter liðið af leiknum. bæði lið fengu sín færi það sem eftir lifði hálfleiksins en Skagamenn voru nær því að skora. Albert Haf- steinsson lét verja frá sér í upplögðu marktækifæri og Jeppe skallaði bolt- ann rétt yfir markið úr dauðafæri. Magnamenn ógnuðu helst marki eft- ir föst leikatriði og uppskáru ágætis færi upp úr þeim. Staðan í hálfleik var því 2-1 fyrir ÍA. Síðari hálfleikur byrjaði með enn meiri látum en sá fyrri, ótrúlegt en satt. Strax á fyrstu mínútu eftir hléið fékk Stefán Teitur boltann, fór auð- veldlega framhjá nokkrum varnar- mönnum Magna og skoraði snyrti- legt mark. Tveimur mínútum síðar átti Lars Óli laglega sending innfyrir vörn ÍA á Kristin Þór Rósbergsson sem fór framhjá Árna Snæ Ólafssyni í marki ÍA og skoraði í autt markið. Staðan orðin 3-2 eins og hendi væri veifað. Litlu munaði að Stefán Teitur hefði fullkomnað þrennu sína tíu mínútum síðar, þegar boltinn féll til hans á markteig eftir hornspyrnu. En hann hitti boltann illa og skot- ið var laust og beint á markvörðinn. Leikurinn róaðist aðeins eftir þetta. Steinar Þorsteinsson fékk dauðafæri á 78. mínútu en skaut yfir markið. Gestirnir blésu til sóknar síðustu tíu mínúturnar en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokatölur leiksins urðu 3-2, ÍA í vil. Skagamenn hafa 43 stig í topp- sæti deildarinnar, stigi meira en HK í öðru sæti og fimm stigum meira en Víkingur Ó. í þriðja sæti þegar þrjár umferðir eru eftir. ÍA og Víkingur Ó. mætast í toppslag og Vesturlands- slag deildarinnar næstkomandi laug- ardag, 8. ágúst. Sá leikur fer fram á Akranesvelli. kgk Skagamenn sigruðu í fjörugum leik Stefán Teitur Þórðarson var á skotskónum norðan heiða og skoraði tvö af þremur mörkum ÍA. Ljósm. gbh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.