Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 2018 9 Fylltu út umsókn á kronan.is/atvinna ef þú hefur áhuga Er u m v ið a ð pa ssa saman? Kjötstjóri óskast í Krónunni Akranesi SK ES SU H O R N 2 01 8 Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borg- arbyggð. Hann skal leggja sérstaka rækt við grasrótina í menningarlífi sveitarfélagsins. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félaga- samtök í Borgarbyggð. Styrkir eru verkefna- tengdir. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok þarf að afhenda sjóðsstjórn stutta skýrslu um nýtingu styrksins. Hægt er að sækja um rafrænt í gegnum íbúagátt. Einnig má sækja um á sérstöku umsóknareyðublaði sem finna má á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Þar er einnig að finna úthlutunarreglur sjóðsins. Umsóknir skulu berast Ráðhúsi Borgarbyggðar (borgarbyggd@ borgarbyggd.is ), Borgarbraut 14, í síðasta lagi föstudaginn 21. september n.k. Ef umsækjandi óskar eftir að fá gögn endursend skal hann taka það sérstaklega fram. Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason netf: kristjangisla@borgarbyggd.is eða í s: 433-7100. F.h stjórnar Menningarsjóðs Borgarbyggðar Bjarki Þór Grönfeldt Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Aldís Ólafsdóttir kenn- ir fjármálalæsi við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi, auk annarra námsgreina. Fjármálalæsi hefur verið kennt við skól- ann undanfarin ár. Um er að ræða praktískt nám þar sem farið er yfir helstu at- riði í fjármálum einstak- lings og heimilis. skessu- horn hitti Aldísi að máli fyrir helgi og ræddi við hana um fagið. „Ég byrjaði að kenna við FVA í janúar 2016 og líkar vel. Gunn- ar Magnússon hefur kennt þetta fag líka. Fjármálalæsi er því ekki alveg nýtilkom- ið en heldur ekki gamalt fag. Ég held þetta hafi ver- ið kennt flesta vetur síðan 2007, eða um það bil,“ seg- ir Aldís. Fjármálalæsi er val- fag og því allur gangur á því hvort kennt er að hausti eða vori. Þá fer það einnig eftir þátttöku hverju sinni hvort hægt er að kenna fagið hverju sinni. „en þrátt fyrir að þetta sé valfag er nemendahópurinn mestmegn- is nýnemar, 16 ára krakkar, en allt- af nokkrir eldri sem eru þá að velja sér viðskiptatengdar greinar,“ seg- ir hún. Praktísk atriði „Markmiðið með kennslu í fjár- málalæsi er að krakkarnir verði fjár- málalæsir og þekki grundvallaratr- iði sem snúa að fjármálum einstak- lings og heimilis,“ útskýrir Aldís. „Í náminu læra nemendur ýmsa hluti, til dæmis helstu réttindi og skyld- ur launþega og verktaka, lífeyris- réttindi, viðbótarsparnað, skatt- greiðslur, heimilisbókhald, skatt- tekjur ríkisins og útgjöld þess, góð- ar venjur í fjármálum og ýmislegt fleira,“ segir Aldís. „Krakkarnir læra að reikna út vaxtagreiðslur á lánum, svo sem hvað kostar að taka lán. Við höfum verið að kíkja á aur- björg.is. Það er síða þar sem hægt er að bera saman lánakjör. Þann- ig geta krakkarnir verið meðvitað- ir um hvar er billegast að taka lán,“ segir hún. „síðan kenni ég þeim að lesa launaseðla og það sem þar kemur fram. Þau læra hvað pers- ónuafsláttur er, skattprósenta og annað þannig að þau geti fylgst með laununum sínum. síðan læt ég þau fara inn á heimabankann sinn, taka saman hvað þau eyddu miklu í síðasta mánuði og gera áætlun fyr- ir næsta mánuð,“ segir Aldís. „Ég fer yfir það með þeim hvernig á að skila skattframtali og þau eru ný- lega búin að læra að gera ferilskrá,“ bætir hún við. „Þetta eru því mest praktísk atriði, það er í raun verið að kenna krökkunum á lífið,“ segir Aldís og brosir. Allt mikilvægt Aðspurð telur Aldís ekkert eitt at- riði í náminu vera mikilvægara en annað. „Ég held að þetta sé allt saman mikilvægt. Meira að segja bara einföld atriði eins og að gera ferilskrá skipta máli. ef þú kannt það ekki þá færðu ef til vill ekki starfið sem þú sækist eftir,“ segir hún. Þá segir hún einnig mjög mik- ilvægt að fólk þekki muninn á því að starfa sem almennur launþegi eða verktaki. „Mér finnst mikilvægt að kenna krökkunum um verktaka- greiðslur vegna þess að stundum er ungt fólk ráðið í verktakavinnu og það gerir sér ekki grein fyrir því að það þurfi síðan sjálft að sjá um að skila launatengdum gjöld- um. Unglingarnir sjá kannski bara fimm þúsund kall á tím- ann og fatta ekki endilega að það á eftir að borga af þessu skatta og gjöld,“ segir Al- dís. „Ég hef lent í því að gera skattframtal fyrir unglinga sem tóku verktakagreiðslur og höfðu einmitt ekki áttað sig á að þeir þyrftu að passa upp á þessa hluti sjálfir,“ bætir hún við. „síðan er auðvitað mikil- vægt að kunna að skila skatta- skýrslunni og ég var einmitt að segja krökkunum um dag- inn að það væri engin ástæða til þess að hræðast skattinn. Það er ekkert mál að hringja í RsK og fá aðstoð ef mað- ur lendir í vandræðum með skattframtalið sitt. Krakkarn- ir eru nefnilega oft búnir að heyra útundan sér að skatt- urinn sé einhver óvinur,“ segir hún og brosir. „Þess vegna lærum við hvað skatt- ar eru, hvers vegna það skiptir máli að við borgum skatta og af hverju það þykir eðlilegt í okkar samfé- lagi,“ segir Aldís. Nemendur áhugasamir Aðspurð segir Aldís viðtökur nem- enda við fjármálalæsináminu hafa verið góðar. „Krakkarnir eru áhugasamir en finnst þetta stund- um svolítið erfitt,“ segir hún og brosir. „en hópurinn var náttúru- lega bara að koma úr grunnskóla og hluti af því er að læra að bera ábyrgð á eigin námi. en það eru alltaf einhverjir sem nota ekki kort, hafa aldrei unnið og þá er auðvitað erfiðara að gera áætlanir og fylgj- ast með eigin eyðslu,“ segir Aldís. Aðspurð telur hún ekki mikilvæg- ara að kenna ungu fólki um fjármál nú en áður. „Nei, ég held að þetta hafi alltaf skipt máli, en þetta hef- ur kannski svolítið gleymst framan að, fyrst þetta var ekki kennt áður og er frekar nýlega orðinn hluti af námskrá framhaldsskólanna,“ segir hún. „Ég myndi allavega mæla með þessu fyrir alla. Mér finnst þetta mjög praktískt því margt fólk er varla læst á launaseðlana sína,“ seg- ir Aldís að endingu. kgk „Í raun verið að kenna krökkunum á lífið“ Fjármálalæsi kennt sem valfag í framhaldsskólum Aldís Ólafsdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.