Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 201822 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent skessuhorni lausnarorð/in á net- fangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsend- um lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá skessuhorni. Alls bárust 73 lausnir við krossgátunni í blaði síðustu viku. Lausnin var: „Manna- mót“. Vinningshafi að þessu sinni er Kristrún Líndal Gísladóttir, Dalbraut 33, 300 Akranesi. Sam- heldni Lag Kvika Féll Magn Laginn Fákar Útvegar Skyggni Afar Brellur Um- fram Finnur leið Hávaði Fæða Skelin Álegg Röst Klisja Átt Gáski Þófi Álka Tóm 4 1 Burðar- ás Ofna Kögur Óhóf Sægur Forlát Tvenna Sérhlj. Dug- laus Draup Þófi Agnúi Tóm Orð- rómur 7 Seið- stafur Drykkur Reik Í bítið Húð 8 Þegar Klæði Neitar Veisla Púka Brakaði Skrið- dýr 5 11 Sko Fátækur Samhlj. Tipl Gos- drykkur Ógn Heiður Hlaup Glöð Nánös Hryðja Hefðin Á fæti Blaður Lyftu Vindur Grunar 10 Ánægja Ótti Grjót Fruma Sérhlj. Auðn 2 Hetja Vís Sigta Á reikn- ingi Haf Flýtir Tófa Gösla Leggur Af- rakst- ur Fisk Lens Sund Flan Sérhlj. Sögn Skap Ögrar 9 Tónn Dæld Tölur Blóð- suga Óþarfi 6 Mennta- setrið 3 Þjóta 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 K A U M U N U R Ó Á K V E Ð I N N A M A P A S T U R A L D Ý Ð U P P L E I Ð Á L M A G U M T Á É L L J Ó S A S R U S T A T U N N A S M Á S K Æ R T R É K R U M M I E S A K K A R K R M Ó A R R A N I A Á T D Æ L A L K Ú D R O S S Í U N A M E I Ð U R Ó G N I L A F A R E I Ó S S A L D A N Ó I U M T A L L I D N Á U N G I U G L A A L U R S Æ O G R A K U R K R Á Æ S T U R L M S K A U P G Æ J A R Ý T A R I N N A U Ó R A R R U M A R I S M A N B R Ú N K U L H R Á M A N N A M Ó T L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn einhverra hluta vegna hafa myndast hjá fólki þau hugsanatengsl að fjárleitir og réttir séu með einhverjum hætti tengd áfengisdrykkju. ekki get ég ímyndað mér nokkra ástæðu þess enda er ég skelfilega ófrjór í andanum og ímynd- unarafl skortir mig sárlega. Hins vegar hafa ýmsir menn svo sem stundum dreypt eitthvað á áfengi við hinar margvíslegustu aðstæður og er skemmst að minnast viðræðna þeirra Kölska og sæmundar fróða þegar sæmundur blessaður sat við drukk en Kölski kom þar að og segir: Allt er runnið út í botn áttungur með hreina vatn. Og sæmi svaraði að bragði: Allt er vald hjá einum drotn, á hans náð ei verður sjatn. Það stendur skírum stöfum í biblíunni að frelsarinn hafi breytt vatni í vín og ýmsir trú- menn sem tóku hann sér til fyrirmyndar með þá hluti. ekki síst á bannárunum enda kvað Hreinn Guðvarðarson en að vísu nýlega: Þegar kvelur þraut og pín þá er rétt að allir heyri að Kristur breytti vatni í vín (og vissulega margir fleiri). Þrátt fyrir áfengisleysi í leitum hefur að vísu einstöku sinnum borið eitthvað á morg- unógleði hjá mönnum þó ekki hafi farið sög- um af nokkrum þeim lifnaði er gæti orsakað slíkt. Þórður pálsson hafði þetta að segja um einn gangnafélaga sinn: Ældi fram að morgun mat máttfarinn og veikur. Heldur daufur hestinn sat en hélt á göngur keikur. Hafir þú að morgni mein máttu ekki bíða. Dagvínið er dásemd ein, dregur úr vinnukvíða. Jóhann Kristjánsson frá bugðustöðum eða Dala Jói var eins og margir vita snjall hagyrð- ingur og hestamaður og orti um brúnan gæð- ing sem hann átti: Einn ég vaskan á hér hest ei sem braska nenni. Við hann taska vel er fest. Víst er flaska í henni. Hvort sem það er nú einhver glervara í töskunni eða nú á dögum myndi það trúlega vera plast þá þarf stundum að beita hesti í smalamennskum og jafnvel af nokkurri ein- urð. eyjólfur í sólheimum orti um einn sinna reiðhesta: Helvíti var holtið bratt ég hélt´ann myndi dala. Blesa er stundum illa att ef ég þarf að smala. sigurður Jónsson á Þaravöllum (siggi skytta) kvað um sína fáka: Þá er gleðin þúsundföld, þá er sífeld blíða. Meðan ég hef Skjóna og Skjöld skal ég engu kvíða. Nafni hans Helgason sem kenndur var við Jörfa bjó um tíma á Fitjum í skorradal og svaraði eitthvert sinn heimkominn aðspurður hvaða leið hann hefði komið: Mín var ekki lipur leið lykkju af að taka. Setti ég ofan Sarpasneið sóðaveg til baka. páll Jónsson á skeggjastöðum kvað um einn hesta sinna: Hart var þeyst og þurfti til þörf er leystir mína, sóknin geyst í svarta byl sýndi hreysti þína. Lagði fljótur leið um grjót lítt um gjótur spurði mér að þjóta er meinabót með þeim fótaburði. Hlaustu kjör við hríð og snæ hörð í förum kanna, á mínum vörum muntu æ maki skörunganna. Og úr sokkavísum eftir sama mann: Lífs á göngu er gerast fá gleðiföng og dvína, hugur löngum heyrir þá hófasöngva þína. Kannske það sé annars kominn tími á að skipta aðeins um tón og rifja upp eina eftir Dala Jóa: Alltaf geta glaðlynd fljóð gefið manni efni, til að yrkja ástarljóð upp úr fasta svefni. Þorsteinn Magnússon frá Gilhaga faðir Indriða G. var eitt sinn sem oftar að koma inn til kvöldverðar að loknu dagsverki ásamt vinnu eða húsmanni sínum sem Þor- lákur hét. Mættu þeir þá húsfreyju í bæjar- göngunum en hún var að taka inn þvott og var heldur gustur á henni svo Þorsteinn sá ástæðu til að benda Láka á að vera ekki fyr- ir: Göngin hér að gerðinni gerast háskastaður. Frúin er á ferðinni, forðaðu þér maður Grun hef ég um að sá umræddi Þorlákur hafi ekki haft neina ofgnótt af hlýju atlæti í uppvextinum og jafnvel borið þess einhverjar menjar á sálinni alla tíð en hér kemur ein eftir stefán stefánsson frá Móskógum: Ég þekki lífsins skúra skil, skugga og geisla bjarta. Hef þó ekki hingað til haft þann sið að kvarta. Jósteinn Jónasson sonur Jónasar í Hróars- dal og forfaðir Jóa Konn og þar með Kristjáns Jóhannssonar og þeirra ættmenna var prýði- lega hagmæltur og tilkynnti föður sínum trú- lofun sína með þessum orðum: Eina prísa ég auðargná og sem lýsa virði Hana vísa víst ég á vestur á Ísafirði Á mínum skólaárum í heimavist var það nokkuð tíðkað að senda skólafélögum afmæl- isvísur sem síðan voru lesnar upp í matsal og Hermann Jóhannesson sendi einum bekkjar- bróður okkar þessa frómu ósk: Þér ég óskir fagrar flyt. Flýi þig sorg og kvíði. Megir þú hljóta meira vit og meiri andlitsprýði. Þeir Hallkelsstaðamenn í Hvítársíðu voru sjófróðir um vísur og margt fleira. Voru af ná- grönnum gjarnan kenndir til bæjar og nefnd- ir Hallkellingar. Um þá kvað sveinbjörn alls- herjargoði: treina alla mælsku mest, mein og spjall hrellingar, greina snjallar bögur best beina-Hall-kellingar. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Dagvínið er dásemd ein - dregur úr vinnukvíða

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.