Skessuhorn


Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 38. tbl. 21. árg. 19. september 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma 20 ÁR Lúsina burt! Augndropar! www.landnam.is - landnam@landnam.is Sími: 437 1600 Auður djúpúðga sýningar Laugardagur 29. september uppselt Sunnudagur 30. september uppselt Laugardagur 6. október uppselt Sunnudagur 7. október kl. 16:00 örfá laus sæti Næstu sýningar og þær síðustu Miðpantanir: landnam.is/vidburdir sími 437-1600 Skátar úr Skátafélagi Akraness gróðursettu birkitré á mánudaginn í reit í Garðaflóa nálægt bílastæðinu við Klapparholt. Á vef Skógræktarfélags Akraness segir að svæðið sem gróðursett var í hafi verið tætt í ágúst og valtað í síðustu viku. Að lokinni gróðursetningu var tekin hópmynd af þessum duglegu krökkum. Ljósm. Jens B Baldursson. Veðurstofan hefur gefið út gula við- vörun fyrir allt landið, en verst verður veðrið frá Vestfjörðum og austur um allt Norðurland. Afleit veðurspá næstu daga Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna lægðar sem geng- ur yfir landið frá og með degin- um í dag og fram á föstudag. Verst verður veðrið um norðan- og aust- anvert landið en norðan hvassviðri engu að síður um allt landið. Það gengur í norðaustan 13-20 m/s með rigningu í dag, miðvikudag, en snjókomu verður til fjalla. Útlit er fyrir að snjóþekja geti víða mynd- ast á fjallvegum með hálku og erf- iðum akstursskilyrðum allt suður í Borgarfjörð. Á fimmtudag er áfram spáð allhvassri norðanátt með rign- ingu nærri sjávarmáli, en slyddu eða snjókomu ofan 100-200 metra hæðarlínu. mm Í liðinni viku hefur ítarlega ver- ið fjallað um ósæmilega fram- komu nokkurra karlkyns stjórn- enda hjá Orkuveitu Reykjavík- ur og dótturfélaginu Orku nátt- úrunnar. Fyrirtækin eru í eigu almennings í gegnum Reykja- víkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð. Virðist sem væg- ast sagt vafasöm vinnustaða- menning hafi tíðkast innan fyr- irtækjanna en verið þögguð því eftir að málið var gert opinbert í liðinni viku er engu líkara en opn- að hafi verið inn í ormagryfju sem hvorki er sæmandi opinberu fyrir- tæki né fyrirækjum almennt. Fyrst var Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra Orku náttúr- unnar, sagt upp störfum í síðustu viku. Brottrekstur hans var skýrð- ur með óviðeigandi framkomu hans gagnvart samstarfsfólki og jafnvel viðskiptavinum, einkum konum. Þórður Ásmundsson var þá ráðinn til að gegna starfi fram- kvæmdastjóra ON til bráðabirgða, en hann gegndi því starfi einung- is í sólarhring þar sem opinberað var að hann situr undir ásökunum um kynferðisbrot, reyndar á öðr- um vettvangi en innan fyrirtækis- ins. Loks var upplýst í byrjun vik- unnar að Ingvar Stefánsson, fram- kvæmdastjóri fjármála OR, hefði fyrir þremur árum hlotið skriflega áminningu vegna kynferðislegrar áreitni við konur á árshátíð fyrir- tækisins. Fram hefur komið að kona, sem sagt var upp störfum fyrir rúmri viku síðan, hyggst leita réttar síns fyrir dómstólum. Hún telur sig hafa verið beitta fyrirvaralausri og óútskýrðri uppsögn úr starfi, og rekur það til framkomu fram- kvæmdastjórans fyrrverandi í sinn garð á um 18 mánaða tímabili. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur kölluðu eftir ítar- legri rannsókn og hefur stjórn OR nú falið Innri endurskoð- un Reykjavíkurborgar að koma að málinu. Gerð verður úttekt á vinnustaðarmenningu og til- teknum starfsmannamálum innan fyrirtækjanna sem í hlut eiga. Loks eftir að mál fyrr- greindra þriggja karlstjórnenda hjá fyrirtækinu höfðu öll verið gerð opinber tilkynnti Bjarni Bjarnason forstjóri OR að hann muni víkja úr starfi meðan rannsókn á þessum málum fer fram. Hann situr undir ásökunum um að hafa horft í gegn- um fingur sér vegna fjölda kvartana um óæskilega hegðun Bjarna Más, Þórðar og Ingvars. Ákveðið hef- ur verið að stjórn OR komi saman í kvöld, miðvikudag, þar sem tek- in verður ákvörðun um hver muni gegna starfi forstjóra meðan á fyrr- greindri úttekt stendur. mm #Metoo byltingin virðist hafa rist grunnt í OR

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.