Skessuhorn


Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 19. SepteMBeR 2018 11 15.2x21.8 2220.67 13.9.2018 10:05 Page 1 Reykjavík Akranes Borgarnes göngHvalfjarðarl Veglyklar Veglyklarnir eru eign Spalar eins og kveðið er á um í áskriftarsamningum. Notendur skulu afhenda veglykla fyrir lok nóvember 2018 gegn 3.000 króna skilagjaldi fyrir hvern lykil. Tekið verður við lyklunum á skrifstofu Spalar ehf. á Akranesi og hjá • Olíudreifingu ehf. að Hólmaslóð 8-10 í Reykjavík • N1 Ártúnshöfða • N1 Háholti í Mosfellsbæ • N1 Borgarnesi • OLÍS í Borgarnesi Þeir sem ekki hafa tök á að skila veglyklum á þessa staði geta sent þá í umslagi til Spalar, Kirkjubraut 28, 300 AKRANES fyrir lok nóvember. Afar áríðandi er að með fylgi upplýsingar um nafn sendanda, kennitölu, símanúmer og bankaupplýsingar svo unnt sé að koma greiðslu til skila. Ekki er tekið við veglyklum í gjaldskýlinu í Hvalfirði. Spölur gerir upp við viðskiptavini sína Lokadagur innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum verður 28. september 2018*. Eftir það aka menn ókeypis um göngin. Í framhaldinu gerir Spölur upp við viðskiptavini sína með því að taka við veglyklum gegn skilagjaldi, greiða út inneignir á áskriftarreikningum og endurgreiða ónotaða afsláttarmiða. Með þökk fyrir viðskipti og samskipti í 20 ár! Tölur af afsláttarmiðum sem skrá skal á skilagreinar. Inneign á áskriftarreikningum • Notendur veglykla fá inneignir sínar á áskriftarreikningum greiddar þegar þeir hafa skilað veglyklum og fyllt út tilheyrandi skilagreinar. • Ef nauðsyn krefur áskilur Spölur sér lengri frest en 30 daga til að ljúka uppgjöri vegna þess að uppgjörsmálin skipta tugum þúsunda og taka óhjákvæmilega talsverðan tíma. Afsláttarmiðar Olíudreifing ehf. að Hólmaslóð 8-10 í Reykjavík tekur við afsláttarmiðum og skrifstofa Spalar á Akranesi. Þjónustustöðvar N1 taka ekki við afsláttar- miðum. Frestur til að skila rennur út 30. nóvember 2018. Afsláttarmiða má senda í umslagi til Spalar, Kirkjubraut 28, 300 AKRANES. Afar áríðandi er að með fylgi upplýsingar um nafn sendanda, kennitölu, símanúmer, bankaupplýsingar, fjölda afsláttarmiða og númer afsláttarmiða, til þess að unnt sé að koma greiðslu til skila! • Þjónustustöðvar N1 taka ekki við afsláttarmiðum. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum spolur.is og þar er líka hægt að prenta út eyðublöð til útfyllingar fyrir þá sem senda Speli veglykla eða afsláttarmiða í pósti. Tölur af veglyklum sem skrá skal á skilagreina. Sími 431 5900. spolur@spolur.is *sjá fyrirvara í frétt á vefnum spolur.is Asparskógar 12, 14 og 16, Akranesi Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir umsóknir vegna leiguíbúða í Asparskógum á Akranesi. Upphaf leigu er 1. júní og 1. júlí 2019. Umsóknir og nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.bjargibudafelag.is AKRANES Opið fyrir umsóknir um leiguíbúðir Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2018 Viðgerðir á prestsetrinu við Hall- grímskirkju í Saurbæ hafa staðið yfir síðasta árið. Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson og fjölskylda hans hafa ekki búið í húsinu á meðan. Kristinn Jens segir að þau hjónin hafi sett þá kröfu að aðgerðaráætl- un eFLA verkfræðistofu yrði fylgt til hlítar, en það hafi ekki verið gert. Kristinn Jens segir að á meðan óvissu um ástand hússins hafi ekki verið eytt líti þau ekki á húsið sem heimili sitt. Árið 2014 uppgötvaðist að sprunga var í hitaveitulögn við prestssetrið. Svo virðist sem lekið hafi úr lögninni í einhver ár. Afleið- ingarnar af lekanum voru að mik- ill raki safnaðist í kjallara hússins, bæði í vegg og gólfplötu, og mikil mygla var farin að myndast. „Við höfðum margoft bent á að það væri raki í kjallara hússins,“ segir Sr. Kristinn í samtali við Skessuhorn. Hann segir að hann og fjölskyldan hafi í gegnum tíðina glímt við bágt heilsufar og árið 2013 fannst hon- um orðið líklegt að það mætti rekja til myglu og raka í kjallara hússins. Ófullnægjandi viðgerð Upphafleg viðgerð og úttekt á ástandi hússins var í höndum Verk- ís verkfræðistofu. Viðgerð á hús- inu stóð yfir í fjóra mánuði í byrjun árs 2014. eftir viðgerð flutti fjöl- skyldan inn aftur en Kristinn seg- ir að fljótlega hafi komið í ljós að viðgerðirnar hafi verið ófullnægj- andi. „Það þurfti tvisvar að ráðast í endurbætur, bæði um mánaða- mótin september og október 2014 og aftur í janúar 2015.“ Síðla árs 2016 hafi Sr. Kristinn svo farið að kenna sér svipaðra heilsufarsvanda- mála og áður en nokkrar viðgerð- ir voru gerðar á húsinu. einkenni eins og slen, síþreyta, svefnleysi og astmi voru farin að gera vart við sig að nýju. Að kröfu prestshjónanna var önnur verkfræðistofa fengin til að gera prófanir á húsnæðinu, með- al annars í kjallaranum þar sem við- gerðum átti að vera lokið. Samþykkt var í Kirkjuráði að láta tvær verk- fræðistofur gera úttekt á ástandi hússins. Annars vega eFLU og hins vegar Verkís sem staðið hafði að viðgerðum árið 2014. eFLA og Verkís gerðu samhliða athuganir á húsnæðinu. Kristinn segir að nið- urstöður úr prófunum hafi verið mjög mismunandi. eFLA greindi myglu og raka í kjallara hússins, en VeRKÍS greindi engan raka eða myglu. einnig greindi eFLA myg- lugró í gömlum rakaskemmdum í húsinu. Viðgerðum lokið sam- kvæmt fasteignasviði Biskupsstofu Samkvæmt Arnóri Skúlasyni hjá fasteignasviði Biskupsstofu er framkvæmdum lokið við húsið. Hann segir að húsnæðið hafi ver- ið formlega afhent presthjónun- um 31. júlí síðastliðinn. Þau hafa þó enn ekki flutt inn í húsið, þar sem þau hjónin eru ósátt við að að- gerðaáætlun eFLU hafi ekki verið fylgt eftir. „Þær framkvæmdir sem farið var í núna gengu of skammt,“ segir Kristinn Jens. „Það hefur ver- ið krafa okkar að unnið sé eftir að- gerðaáætlun eFLU, sem ekki hef- ur verið gert nema að mjög litlu leyti. Við höfum mótmælt aðkomu VeRKÍS að þessu máli vegna þess að þá væru þau í rauninni að taka út sitt eigið verk frá 2014.“ Utan prestakalls með samþykki biskups „prestssetrið hefur ekki verið heim- ili okkar frá því það var afhent,“ segir Sr. Kristinn Jens. „Við áskyld- um okkur rétt til að láta fara fram athugun á húsinu við afhendingu og höfum sent Kirkjuráði erindi um ástand hússins.“ Kirkjuráð sam- þykkti á fundi sínum 21. ágúst sl. að skoða málið frekar og gera kostn- aðaráætlun fyrir frekari viðgerðir á húsinu. eins og mál standa nú býr Kristinn Jens í íbúð í Kópavogi. „Á meðan óvissu um húsið hefur ekki verið eytt betur, þá viljum við ekki flytja inn.“ Munnleg heimild frá biskupi liggur fyrir um búsetu Sr. Kristins Jens utan prestakalls og jákvæðar umsagnir sóknarnefnda liggja fyrir. „Okkur er sýndur ríkur skilningur,“ segir hann. klj Rakavandamál í prestssetrinu í Saurbæ Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson og fjölskylda hans hafa þurft að glíma við heilsufarsleg vandamál, eins og astma, sem hann rekur til myglu í húsinu. Prestssetrið við Hallgrímskirkju í Saurbæ var óíbúðarhæft vegna myglu árið 2014. Snemma árs 2017 þurfti aftur að gera við húsið vegna raka og myglu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.