Skessuhorn


Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 19. SepteMBeR 201812 Dagvistunarmál á Akranesi hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri. Breytingar á inntökualdri leikskólabarna og inntöku í leik- skóla var breytt um síðustu áramót. Börn allt niður í fimmtán mánaða voru tekin inn á leikskóla í haust. Foreldrar, börn, starfsfólk á leik- skólum og dagforeldrar finna fyr- ir breytingunum. Skessuhorn sett- ist niður með Valgerði Janusdóttur, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs á Akranesi, til að fá gleggri mynd af stefnu Akraneskaupstaðar í dagvist- unarmálum. Hún segir að augljós þörf sé á fleiri leikskólaplássum og það þurfi að aðlaga eldra leikskóla- húsnæði að nýjum kennsluháttum í leikskólum. Valgerður segir að dag- foreldrar verði áfram ómissandi hluti af dagvistun barna, en hvernig starf dagforeldra þróast sé óvíst. Nýr starfshópur „Þetta var mikilvægt skref sem var stigið hérna við það að taka yngri börn inn á leikskólana,“ segir Val- gerður. Hún segir að áskoranirnar séu margar þegar kemur að því að þróa stefnu bæjarins í dagvistunar- málum. „Við höfum skipað starfs- hóp til að skoða framtíðarþörf bæj- arfélagsins og móta tillögur að framtíðarstefnu.“ Það liggi í augum uppi að ef mannfjölgun verði í bæj- arfélaginu, og krafan um að yngri börn séu tekin inn í leikskólana, þá aukist þörf fyrir fleiri leikskólapláss í bænum. „Hlutverk starfshópsins er að meta stöðuna eins og hún er í dag, greina þörf til framtíðar og koma með tillögur. Það þarf líka að skoða hvaða áhrif það hefur á börn- in, starfsemi leikskólanna og fleiri þætti, ef sveitarfélög fara að taka inn mun yngri börn í leikskólana.“ Dagforeldrar ómissandi hluti af keðjunni Þær breytingar hafa verið gerð- ar á leikskólamálum á Akranesi að börnum yngri en tveggja ára var boðin leikskólavist. Áður þurftu foreldrar barna undir tveggja ára að treysta á þjónustu dagforeldra. Á síðustu árum hefur komið upp sú staða að skort hefur dagforeldra- pláss, þótt sú staða sé ekki í dag. enn eru laus pláss hjá dagforeldr- um, enda færri börn úr árgangin- um 2017 sem þurftu þjónustu dag- foreldra þar sem þau fengu pláss í leikskólum bæjarins. „Árgangurinn sem fékk pláss í leikskólum núna var þannig samsettur að við gátum tekið inn börn sem voru fædd allt fram í maí 2017. Það voru tiltölu- lega fá börn fædd fyrri hluta árs- ins.“ Valgerður segir að það verði endurmetið hvert ár hve mörg börn fái leikskólapláss í yngsta árgang- inum hverju sinni. Það fari fyrst og fremst eftir því hve mörg pláss séu til ráðstöfunar á leikskólunum. „Það eru einhver pláss laus í leik- skólum eins og er fyrir eldri börn sem flytja í bæinn.“ Þjónusta dagforeldra er að sögn Valgerðar, nauðsynleg og ómiss- andi í nánustu framtíð. „eins og samspil fæðingarorlofs og leikskóla er í dag í landinu eru dagforeldr- ar ómissandi hluti af keðjunni sem hefst eftir að fæðingarorlofi lýk- ur hjá foreldrum.“ Foreldrar hafa rétt á niðurgreiðslum frá Akranes- kaupstað vegna kostnaðar sem fell- ur til vegna vistunar barns hjá dag- foreldri. Hæsta niðurgreiðsla fyr- ir foreldra með eitt barn hjá dag- foreldri er 55.000 krónur fyrir átta tíma vistun og var sú niðurgreiðsla nýlega hækkuð. Valgerður segir að verklagsreglur um niðurgreiðslurn- ar séu alltaf í þróun, til dæmis var reglunum nýlega breytt hvað varð- ar niðurgreiðslu til foreldra fjöl- bura, til að svara brýnni þörf. einn- ig hafa þær breytingar orðið á hag dagforeldra að þeir fá niðurgreiðsl- una borgaða beint inn á sinn reikn- ing frá bænum. „Þetta er það fyrir- komulag sem tíðkast hjá sveitarfé- lögum og ætti að einfalda kerfið og tryggir stöðugar greiðslur til dag- foreldra,“ segir Valgerður. Niðurgreiðslur ekki háð- ar fjölskylduaðstæðum Foreldrar hafa gagnrýnt Akranes- kaupstað fyrir að vera með lág- ar niðurgreiðslur vegna vistunar barna hjá dagforeldrum og er það hluti af ástæðunni fyrir því að for- eldrar sækjast fremur eftir að koma börnum sínum á leikskóla. Það er einfaldlega ódýrara fyrir foreldr- ana. einnig hefur það verið gagn- rýnt að ekki sé munur á niður- greiðslu til einstæðra foreldra og námsmanna annars vegar og til for- eldra í sambúð hins vegar. „Þetta var í umræðunni við endurskoðun á verklagsreglum um niðurgreiðsl- urnar. Það má velta upp ýmsum leiðum til þess að jafna aðstöðu fólks til dæmis með tekjutengingu. Í dag gildir systkinaafsláttur milli dagforeldra, leikskóla og frístund- ar,“ útskýrir Valgerður. Kópavogur hefur gengið hvað lengst í niður- greiðslum til foreldra. Þar er gerð- ur munur á fjölskylduaðstæðum og líka á aldri barnanna sem þiggja dagvistun hjá dagforeldri. Niður- greiðsla fyrir átta tíma vistun fyrir foreldra í sambúð er 68.452 krónur en fyrir einstæða foreldra og náms- menn er hún 83.762. Við fimmtán mánaða aldur barnsins hækkar nið- urgreiðslan töluvert. Þá er niður- greiðsla fyrir átta tíma pláss 83.452 fyrir foreldra í sambúð og 102.117 krónur fyrir einstæða foreldra og námsmenn. Fyrir um ári síðan voru niðurgreiðslur til foreldra hækk- aðar. „Við ráðum hins vegar ekki gjaldskrá dagforeldranna. Dagfor- eldrar eru verktakar með starfsleyfi hjá Akraneskaupstað og ráða sinni gjaldskrá og sínum tíma alveg sjálf- ir,“ bendir Valgerður á. Framtíðarsýn í leik- skólastarfi á Akranesi Valgerður segir að bærinn standi í raun á tímamótum hvað varð- ar dagvistunarmál. Hún finni fyr- ir auknum þrýstingi frá foreldr- um um að börnin komist fyrr inn á leikskóla. „Það er ekki bara vegna kostnaðar sem sú ósk kemur frá foreldrum. Foreldrar gera sér grein fyrir því að leikskólinn er nú fyrsta skólastigið og gegnir mikilvægu hlutverki í þroskaferli barns. Þetta er ekki vistunarúrræði heldur fyrsta stig barnanna í skólakerfinu.“ Hún segir að Akraneskaupstaður búi vel þegar kemur að leikskólum og starfsfólki sem starfa innan þeirra, en með auknum fólksflutningum til bæjarins og aukinni þjónustu þá sé augljóst að það sé þörf fyrir fleiri leikskólapláss. „en við þurf- um að byggja með tilgangi, ekki bara henda upp leikskóla. Það þarf að hafa skýra stefnu. ef það verði byggður nýr leikskóli á Akranesi í náinni framtíð þá þarf að hafa þarf- ir yngri barna í huga ásamt fjöl- mörgu öðru sem metnaðarfullt leikskólastarf, eins og hér á Akra- nesi, byggir á. eldri leikskólar eru ekki endilega byggðir með þarfir eins ungra barna og 12 mánaða í huga né þess mikla starfs sem hefur þróast á leikskólum. Áðurnefndum starfshópi er ætlað að skoða málið með heildstæðum hætti.“ Dagforeldrar ennþá ómissandi Valgerður segir að starfsfólk á leik- skólum bæjarins hafi lyft grettistaki í vor og haust þegar ákveðið var að taka inn yngri börn í leikskólana, allt niður í 15 mánaða aldur. „Þetta var ótrúlega mikil áskorun fyrir þau, ekki síst hvað varðar mönn- un og aðstöðu fyrir þessi börn. en það er komin örlítil reynsla á þetta núna og það er ánægja inn- an leikskólanna með árangurinn.“ Mikilvægt sé að tryggja að for- eldrar standi ekki frammi fyrir því að vera án dagvistunarúrræðis að loknu fæðingarorlofi. Sum bæjar- og sveitarfélög á Vesturlandi hafa gripið til þess ráðs að greiða for- eldrum styrk til að brúa bilið fjár- hagslega að einhverju leyti. „Það er samfélagsleg ákvörðun hvort við viljum fara þá leið. Það eru oftast mæðurnar sem enda á því að vera heima. Það má velta því fyrir sér hvort það sé valkostur,“ segir Val- gerður. Hún bendir á að æskilegt sé að lengja fæðingarorlof til dæm- is í 12 mánuði. „Að mínu mati er það verkefni ríkis og sveitarfélaga að taka ábyrgð á því að samfella sé milli fæðingarorlofs og leikskóla,“ segir Valgerður. „Að taka ung börn inn á leikskóla er gríðarlega kostn- aðarsamt fyrir sveitarfélög, bæði hvað varðar fjölda starfsmanna og í að byggja upp aðstöðu og í bún- aði og sveitarfélög hafa vafalaust misjafnlega mikið bolmagn til að mæta þeirri ósk. eins og staðan er í dag er ekkert sem bendir til ann- ars en að dagforeldrar verði ómiss- andi hluti af grunnþjónustu margra sveitarfélaga. Þeirra hlutverk hefur verið og verður að þjóna þörf for- eldra sem í flestum tilfellum þurfa að fá dvöl fyrir börn sín að loknu fæðingarorlofi og sú þörf er ekki bara einu sinni á ári,“ segir Val- gerður og bendir á að það sé mjög óhentugt fyrir foreldra ef börn eru aðeins tekin einu sinni á ári inn til dagforeldra. „Öll börn fæðast ekki á sama tíma árs.“ klj Á sama degi og blaðamaður spjallaði við Valgerði voru allir deildarstjórar leikskólanna á Akranesi á sameiginlegu nám- skeiði. Námskeiðið var fyrir alla deildarstjóra og umsjón með námskeiðinu hafði Alda Sigurðardóttir, ACC stjórnendaþjálfi hjá Vendum. Á námskeiðinu var lögð áhersla á hlutverk og eflingu millistjórnenda með áherslu á áhrifarík samskipti, liðs- heild og endurgjöf. Dagvistun barna á tímamótum -Valgerður Janusdóttir, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs á Akranesi, ræðir um stöðu dagvistunarmála í bæjarfélaginu Valgerður segir að dagvistunarúrræði barna hjá Akraneskaupstað standi á tímamótum. Kröfur foreldra séu að breytast og samfélagið í heild.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.