Skessuhorn


Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 19. SepteMBeR 201814 ekkert lát hefur orðið á íbúðarhúsa- byggingum á Akranesi undanfarin misseri. Mörg hús hafa risið undan- farin ár og mörg eru í byggingu um þessar mundir, hvort sem það eru fjölbýlishús, einbýlis, rað- eða par- hús. Alls eru 110 íbúðir nú í bygg- ingu á 35 lóðum í bæjarfélaginu. Auk þess hafa byggingarleyfi verið gefin út fyrir 44 íbúðum til viðbótar á tólf lóðum, þar sem framkvæmdir eru ekki hafnar. Alls 330 íbúðir eru í hönnun eða teikningu á 49 úthlut- uðum lóðum þar sem gatnagerð er lokið. Þá er gatnagerð lokið við 21 lóð til viðbótar með samtals 76 íbúðum en lóðirnar ekki tilbúnar til úthlutunar. Lóðir í vinnslu þar sem skipulagsvinnu er lokið eru 36, með 329 íbúðum (Sementsreitur). tólf lóðir með samtals 51 íbúð eru til- búnar til úthlutunar. Skessuhorn hitti Sigurð pál Harðarson, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaup- staðar, í síðustu viku og ræddi við hann um helstu verkefnin í þess- um málaflokki um þessar mund- ir. „Nú erum við að fara í endur- skoðun á deiliskipulagi á Skógar- hverfi I og Skógarhverfi II. Verið er m.a. að skipuleggja byggðina í átt að þjóðvegi. Verið er að skoða nýjar fjölbýlishúsalóðir í Skógar- hverfi I frá Asparskógum að Þjóð- braut, sem myndu þá taka á móti manni ef ekið er þá leið inn í bæ- inn. Sá reitur er stór og mikill og liggur nokkuð beint við að byggja upp m.a. útfrá lágmarksaðgerðum í gatnagerð,“ segir Sigurður í samtali við Skessuhorn. „Hér fer að vanta fjölbýlishúsalóðir, par- og rað- húsalóðir á einni hæð og síðan fer að vanta fleiri lóðir og fleiri gerð- ir af lóðum. Við vorum að funda í morgun í skipulags- og umhverf- isráði þar sem við vorum að skoða skipulagsbreytingar á þessum svæð- um í Skógarhverfi til að reyna að koma af stað endanlegri útfærslu af deiliskipulagi. Þegar skipulag- ið er klárt er hægt að bjóða út og fara í gatnagerð. Mikilvægt er því að skipulagsvinnan gangi sem best þ.a. við getum mætt eftirspurn eftir lóðum,“ bætir hann við. „Það er því ansi mikið um að vera akkúrat núna í skipulagsmálum við að búa til fleiri lóðir og koma því öllu af stað. Það jákvæða er að fólk vill vera og búa á Akranesi. Við þurfum að gefa í akkúrat núna, upp á að fá fleiri lóðir og geta síðan boðið út gatnagerðina,“ segir hann. „enn eru þó inni einhverjar ein- býlishúsalóðir og fjölbýlishúsalóð- ir. Þá á eftir að byggja upp nokk- uð af þeim lóðum sem menn fengu úthlutað á sínum tíma, til dæmis norðan við Asparskóga. Þar eiga byggingaraðilar eftir að fara af stað. Við þurfum að halda vel á spöð- unum til að tryggja áframhaldandi framboð á lóðum.“ Margt í gangi Í Skógahverfi II hafa Asparskógar 27 og 29 verið byggðir sem og Asp- arskógar 24. Þá er verið að leggja lokahönd á Akralund 2, 4 og 6 og tíu hæða fjölbýlishús við Stillholt 21 er í byggingu. „Þetta er það sem hefur verið að byggjast í fjölbýlinu undanfarið,“ segir Sigurður. Þá eru ótalin þrjú fjölbýlishús með sam- tals 33 íbúðum sem Bjarg íbúða- félag hyggst reisa við Asparskóga 12, 14 og 16. „Ég veit ekki ann- að en að það verk sé í hönnun og langt komið,“ segir hann. Því má við bæta að í annarri frétt í blaðinu í dag er einmitt sagt frá verkefni Bjargs og kemur fram að 33 íbúð- ir verða tilbúnar til útleigu um mitt næsta sumar og að opnað hefur ver- ið fyrir umsóknir. Nýlega var boðin út uppbygging á Dalbrautarreitnum svokallaða. Í því útboði fór út lóðin að Dalbraut 4. „Þeir sem fengu hana eru líka búnir að sækja um hinar lóðirnar þrjár og eru að velta fyrir sér upp- byggingu íbúða og verslana á þeim reit,“ segir Sigurður. „Þá er kominn af stað starfshópur vegna þjónustu- rýmis eldri borgara á Dalbraut 4, þannig að það verkefni er komið á góða ferð,“ segir hann og bætir því við að verið sé að endurskoða út- víkkun á landnotkun Dalbrautar- reitsins í aðalskipulagi. Ætlunin sé að útvíkka svæðið við Dalbrautar- reit með uppbyggingu á íbúðum og verslunum að esjubraut. Húsin fjögur sem koma til með að rísa á Dalbrautarreitnum verða samtals með milli 120 og 140 íbúð- um. „Núna er verið að vinna hönn- unargögn fyrir Dalbraut 4 og fram- kvæmdir ættu að geta hafist á næsta ári,“ segir Sigurður. Horft til næstu áratuga „Innan þjóðvegarins núna sjáum við rými á svæðinu sunnan við Þjóðbraut auk Dalbrautarreits og Sementsreits. Gróflega áætlað ættu að geta risið á þessum svæð- um milli 1200 og 1300 íbúðir. ef við reiknum með 2,5 að meðaltali í íbúð eru þetta um og yfir þrjú þús- und manns. Það magn er umfram þá fjölgun sem við reiknum með á næsta skipulagstímabili, til 2030,“ segir Sigurður. „en eftir þann tíma þarf að fara að huga að skipulagi utan þjóðvegarins, ofar í byggðinni, því þegar þessi svæði hafa verið byggð er ekki ýkja mikið pláss eft- ir innan bæjarmarkanna. Í framtíð- inni munum við horfa að einhverju leyti til svæðisins fyrir ofan þjóð- veg, í átt að elínarhöfða. en það verður ekki fyrr en eftir 10 til 15 ár og fer auðvitað eftir fólksfjölgun í bænum,“ segir hann. „Miðað við bjartsýnustu spár er gert ráð fyr- ir að íbúar á Akranesi verði um níu þúsund í kringum árið 2030, sem er fjölgun um 2000 manns en það er ómögulegt að spá fyrir um það með einhverri vissu. Íbúafjölgun hefur verið í bylgjum hér á Akra- nesi. Það fjölgar mikið á stuttum tíma en síðan gerist lítið þangað til næsta bylgja kemur. en í töluverð- an tíma hefur íbúum alltaf fjölgað á milli ára, mismikið auðvitað en það hefur aldrei verið fækkun,“ bætir hann við. Sigurður segir að um þess- ar mundir sé öll flóran af húsum í byggingu á Akranesi, hvort sem það eru fjölbýlis einbýlis, par- eða rað- hús. „Það sem er í byggingu núna ætti að duga nokkuð fram í tímann. en eftir sem áður erum við með- vituð um að við þurfum að halda í við þróunina. Þess vegna er mikil- vægt að við vinnum skipulagsvinn- una núna þannig að allt verði klárt þegar næsta bylgjan í fólksfjölgun kemur.“ Gengið vel að selja hús „Mér skilst að verktökum hafi geng- ið vel að selja þau hús sem hafa ver- ið byggð og eru í byggingu. Bara sem dæmi hef ég haft spurnir af því að vel hafi gengið að selja í blokkina sem verið er að byggja við Stillholt. Þá heyrir maður líka af eftirspurn eftir íbúðum við Dalbraut 4, sem ekki er byrjað að byggja. Það er allt saman mjög jákvætt og segir manni að fólk vilji kaupa og búa á Akra- nesi,“ segir Sigurður. „Kannski á eftir að gera greiningu á hverjir ná- kvæmlega eru að flytja hingað eða sækjast eftir því. Ég veit að eitthvað er um eldri Skagamenn sem eru að koma heim en síðan ímynda ég mér að fjölskyldufólk sé enn mikið að koma, eins og var hér fyrir ör- fáum árum síðan. Fjölskyldufólk fær hér enn ódýrara húsnæði en í bænum. Hér eru góðar grunnstoð- ir sem eru leikskólar, skólar, öfl- ugt íþróttastarf og öruggt umhverfi fyrir börn. Þá er ekki eins mik- il keyrsla utan vinnutíma eins og á höfuðborgarsvæðinu. ef ég væri í þessum sporum myndi ég hiklaust skoða þetta svæði hér,“ segir Sig- urður. „Síðan eru göngin að verða gjaldfrjáls og Akranes er alltaf að verða áhugaverðari búsetukostur. Það má vel vera að við fáum smá aukningu í kjölfar þess að gjaldið í göngin verði afnumið,“ bætir hann við. „Ég starfaði sjálfur í bænum einu sinni og bjó þá í Hafnarfirði. Þá uppgötvaði ég að keyrslan varð í raun meiri en ef ég hefði búið á Skaganum. Ég var mikið að skutla fjölskyldumeðlimum hvort held- ur var í skóla og íþróttastarf eða „Akranes er alltaf að verða áhugaverðari búsetukostur“ - segir Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaup- staðar. Framkvæmdir við tíu hæða fjölbýlishús við Stillholt 21 eru í fullum gangi. Verið að ganga frá lóð við Akralund. Fjær í mynd má sjá tvö parhús í byggingu við Eyrarlund. Horft frá gatnamótum Þjóðbrautar að Ketilsflöt. Verið er að skoða nýjar fjölbýlishúsalóðir í Skógarhverfi I, frá Asparskógum og að Þjóðbraut, sem myndu þá taka á móti þeim sem aka um Þjóðbraut inn í bæinn. Ingólfur Pétursson við smíðar í Akralundi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.