Skessuhorn


Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 19. SepteMBeR 2018 17 SK ES SU H O R N 2 01 8 Skipulagsauglýsingar hjá Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 171. fundi sínum þann 7. júní 2018, samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulagsbreytingar: Bjargsland II í Borgarnesi Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Skv. tillögunni breytist afmörkun íbúðarsvæðis Í10 og Í11 auk verslunar- og þjónustusvæðis S2. Íbúðarsvæði Í10 minnkar og verður einungis vestan Hrafnakletts, þ.e. tekur til gatnanna Kvíaholts, Stekkjarholts og Stöðulsholts. Íbúðasvæði Í12 verður til og afmarkast af Hrafnakletti til norðausturs og nýrri safngötu sem tengist þvert á Hrafnaklett. Svæðið nær yfir Fjóluklett og nýtt byggingarsvæði norðan hennar og að Í11. Opið svæði til sérstakra nota O15 (leikvöllur) fellur út og óbyggt svæði minnkar. Skipulagssvæðið er u.þ.b. 19,3 ha að stærð. Nýting lóða er skilgreind sérstaklega í deiliskipulaginu, ýmist með nýtingarhlutfalli eða hámarksbygg- ingarmagni. Ábendingar frá lögaðilum úr lýsingarferli hafa verið teknar til greina í breytingartillögunni. Málsmeðferð verður samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Bjargsland II í Borgarnesi Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bjargslands II. Að mati sveitarstjórnar Borg- arbyggðar er nú talin þörf á að breyta framboði byggingarlóða þannig að færri lóðir verði fyrir einbýlishús en fleiri fyrir raðhús og smærri íbúðir. Ennfremur er talið nauðsynlegt að koma fyrir vegtengingu að næsta fyrirhugaða íbúðarsvæði, en það svæði er áætlað norðan við Bjargsland II. Ofantalin atriði og ákvörðun um að stækka skipulagssvæðið til norðurs og bæta við það atvinnulóðum við Egilsholt, leiddu til þess að ákveðið var að uppfæra skipulagið í heild þ.e. upp- drátt, skipulagslýsingu og skipulagsskilmála. Málsmeðferð verður samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 175. fundi sínum þann 13. september 2018, samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulagsbreytingar: Eskiholt 2 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Þær breytingar sem um ræðir er stækkun frístundabyggðarinnar til norðurs um 28 lóðir, stækkun 2 lóða og sameining 3 lóða, í landi sem tekið hefur verið úr landbúnaðarnotkun. Stækkunin er innan núverandi deiliskipulagsmarka. Aðkoma að nýja svæðinu er eftir núverandi vegi fyrir neðan Þverbrekku, en þar tekur við nýr vegur sem greinist í fjóra botn- langa. Vatnsból á svæðinu hefur verið lagt af og er byggðin nú tengd vatnsveitu Veitna. Málsmeðferð verður samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgar- braut 14 í Borgarnesi frá 19. september til 31. október 2018 og verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta er gefinn kostur á að gera at- hugasemd við skipulagstillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en miðvikudaginn 31. október 2018 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@ borgarbyggd.is. Miðvikudaginn 3. október 2018 milli kl. 17:00 og 18:00 verða starfsmenn um- hverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgar- byggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem breytingartillögurnar verða kynntar þeim sem þess óska. Hraunsnef Lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Hraunsnef í Norðurárdal. Fyrirhugað er að breyta Aðalskipulagi Borgarbyggðar, bæta við frístundabyggð (F148) á um 21 ha svæði í landi Hraunsnefs, innan frí- stundasvæðisins verða 12 frístundahús. Bent er á að hér er um að ræða breytta lýsingartillögu, sem áður hefur verið auglýst, og kemur þessi lýsing í stað þeirrar fyrri. Málsmeðferð verður samkvæmt 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsing liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgar- nesi frá 19. september til 3. október 2018 og verður einnig aðgengileg á heima- síðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Skriflegum ábendingum vegna lýsingar á breytingu á Aðalskipulagi Borgar- byggðar 2010 – 2022, skal komið á framfæri bréflega eða með tölvupósti við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgar- braut 14, Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en föstudaginn 5. október 2018. Miðvikudaginn 26. september 2018 milli kl. 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgar- byggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem breytingartillagan verður kynnt þeim sem þess óska. Davíð Bartoszek er að verða tíu ára. Hann býr í Búðardal og þykir gaman að vera á hjólabretti. Hon- um þykir aðstaðan í Búðardal þó ekki nógu góð til hjólabrettaiðk- unar og vildi leggja sitt af mörkum til að breyta því. Davíð ákvað að ganga í hús og safna undirskriftum þar sem hann óskaði eftir að gerð- ur verði hjólabrettagarður í Búðar- dal. Því næst fór hann með undir- skriftalistann á skrifstofu sveitar- stjórnar og var erindi hans í kjöl- farið tekið fyrir á fundi byggðar- ráðs. Þegar blaðamaður heimsótti Davíð og Katrínu mömmu hans fyrir helgi sagðist Davíð vera af- skaplega glaður með viðtökur íbúa og sveitarstjórnar. „Mér datt þetta bara í hug því það eru líka fleiri sem vilja fá svona og mér fannst margir vilja skrifa nafnið sitt,” segir Dav- íð aðspurður hvaðan hugmyndin hafi komið. Davíð hefur stundum prófað hjólabrettapallinn í Borgar- nesi þegar hann á leið þar um og segir það vera mjög skemmtilegt. „Ég er alveg ágætur að gera trikk og svona, en langar að verða betri,” segir Davíð brosandi. arg Vill verða betri á hjólabretti Á miðvikudag og fimmtudag í síð- ustu viku var mikið umleikis í Borgarnesi frá morgni til kvölds báða dagana, en þá var Borgar- braut í Borgarnesi lögð malbiki allt frá Límtré Vírneti og niður í gamla bæinn. Ástand götunnar hefur lengi verið bágborið og því framkvæmdin kærkomin þeim sem oft aka þarna um. Annarri akreininni var lokað í einu og umferð stýrt í gegnum vinnusvæðið. Þar sem um stofn- braut er að ræða var malbikunin á vegum Vegagerðarinnar. mm Hér er vinnuflokkurinn framan við B-49. Ljósm. Íris Gunnarsdóttir. Malbikað á Borgarbraut Malbikað framan við B-59. Ljósm. Áslaug Þorvaldsdóttir. Trailer vörubílar biðu í röðum en þeir fluttu heitt malbikið á verkstað. Ljósm. Áslaug Þorvaldsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.