Skessuhorn


Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 19. SepteMBeR 201820 Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórn- ar Stykkishólmsbæjar funduðu með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í byrjun þessa mánað- ar. Á fundinum var rætt fyrirkomu- lag verktakavinnu lækna í Stykkis- hólmi og önnur mál tengd starf- semi HVe þar í bæ. Lögðu full- trúar Stykkishólmsbæjar áherslu á að auka þyrfti heilbrigðisþjónustu í Hólminum, að því er fram kemur í fundargerð bæjarráðs frá 4. sept- ember. Komið var á framfæri við stjórnendur HVe að meðal íbúa í Stykkishólmi ríkti óánægja með að almenn læknisþjónusta hefði í lengri tíma verið drifin áfram af læknum í verktöku. Stöðugleiki í mönnun lækna og annarra heilbrigðisstarfs- manna væri ekki fyrir hendi. Fram kemur í fundargerð að stjórnen- dur HVe hafi tekið undir áhyggjur íbúa hvað varðar skort á samfellu í þjónustunni. Mönnun hafi ekki verið stöðug í sumar en til standi að ráða bót í máli og stöðugra skip- ulag verði á mönnun í vetur. Ben- tu stjórnendur HVe á að það sem af er árinu 2018 hefðu sömu fjórir læknar sinnt 65% af læknisþjónustu í Stykkishólmi, en sumarið hafi ver- ið erfitt. Þá hafi heilsugæslulæknar á undanförnum árum kosið að ráða sig sem verktaka frekar en að star- fa sem launamenn. einn aðalvand- inn við mönnun heilsugæslulækna á landsbyggðinni væri sú mikla vak- tabyrði sem starfinu fylgir. Læk- nar vildu síður ráða sig í störf ef þeim fylgir bakvakt alla daga vikum og mánuðum saman. ein leið til að létta vaktabyrði væri að samei- na vaktsvæði og það væri í skoðun hjá HVe. Hvað varðaði ráðnin- gu læknis í Stykkishólmi væri það í stöðugri skoðun hjá HVe og ver- ið væri að leita að heilsugæslulæk- ni í fullt starf. Búið væri að auglý- sa eftir lækni fyrir Grundarfjörð og Ólafsvík en enginn hefði sótt um þá stöðu. „Í þessu sambandi vill HVe kalla eftir aðstoð bæjarbúa Styk- kishólmsbæjar við að finna lækni sem hefur áhuga á að ráða sig til starfa í Stykkishólmi,“ segir í fun- dargerð. kgk Kalla eftir aðstoð íbúa við læknamönnun eigendur orkufyrirtækisins eM Orku hf. hyggjast reisa vindmyllugarð í landi Garpsdals við Gilsfjörð í Reykhóla- hreppi. Gangi áform fyrirtækisins eftir munu rísa 35 vindmyllur á 3,3 ferkíló- metra svæði á Garpsdalsfjalli, í nálægt 500 metra hæð yfir sjávarmáli. Samn- ingar hafa náðst við landeigendur, að því er fram kemur á heimasíðu fyrir- tækisins. Þá hafa forsvarsmenn fyrir- tækisins verið í samskiptum við sveit- arstjórn Reykhólahrepps vegna máls- ins. „eM Orka leggur til að reistar verði 35 túrbínur, sem munu tróna ofan á um það bil 91,5 metra möstrum með um það bil 58,7 metra löngum spöðum, færar um að framleiða næ- tilega mikið af hagkvæmri umhverfis- vænni orku sem mætt getur 3% af nú- verandi raforkuþörf Íslands.“ Þá verð- ur einnig reist veðurmælingamast- ur, tímabundnar vinnubúðir og lagð- ur aðkomuvegur að og inn á svæðið. Vindorkugarðurinn verður tengdur við 132 kV tengivirkið í Geiradal með rafstreng sem lagður verður í jörðu. „Fyrirhugað skipulag svæðisins mun lágmarka sjónræn áhrif og hljóðáreiti til nærliggjandi svæðis og tryggja lág- marksáreiti á nærumhverfi,“ segir á heimasíðu félagsins. „Vindauðlind- in, samgöngumannvirki og nálægð við núverandi raforkuflutningsnet eru einnig heppileg á þessu svæði.“ Í danskri og írskri eigu eM Orka hf. er íslenskt fyrirtæki, skráð í nóvember á síðasta ári skv. vef Ríkis- skattsstjóra. Fyrirtækið er í eigu eMp Holdings, sem er fyrirtæki um sam- eiginlegt verkefni danska fyrirtækisins Vestas og írska fyrirtækisins eMpower. Vestas er stærsti vindmylluframleið- andi í heiminum, með 35 ára reynslu af vindorku og meira en 17% hlut- deild af uppsettri vindorkuframleiðslu á jörðinni. eMpower, sem staðsett er á Írlandi, er alþjóðlegt fyrirtæki sem hef- ur þróað og sett upp 900 MW af sól- ar- og vindorkuverum í bæði evrópu og Afríku. Stjórnendur eMpower hafa samanlagt 85 ára reynslu af verkefnum í fimm heimsálfum, allt frá hugmynd- astigi að fullum rekstri, að því er fram kemur á heimasíðu eM Orku. 16 milljarða fjárfesting Á heimasíðu fyrirtækisins segir að vindorkugarður í Garpsdal muni fela í sér 16,2 milljarða króna fjárfestingu. Skatttekjur íslenska ríkisins vegna raf- orkusölu á líftíma verkefnisins, 25 árum, eru áætlaðar ríflega 7,4 milljarð- ar. Fullyrt er á sama stað að 200 störf verði til á byggingartíma verkefnisins og 25 bein störf út líftíma verkefnisins við rekstur vindorkugarðsins. Þá seg- ir að 400 óbein störf verði til á líftíma verkefnisins, en fyrst og fremst á bygg- ingartímanum. Auk þess hyggst fyrir- tækið koma á fót samfélagssjóði fyr- ir íbúa Reykhólahrepps og í gegnum hann muni 376 milljónir króna standa samfélaginu til boða á líftíma verk- efnisins. Þá verði innviðir nærsam- félagsins uppfærðir, svo sem vegir og raforkukerfi, að því er fram kemur á heimasíðu eM Orku. Samkvæmt upplýsingum á heima- síðunni hafa samningar náðst við land- eigendur, sem fyrr segir. Áætlað er að vindmælingar muni standa yfir næstu tvö árin, frá því núna í september og fram í september 2020. Á sama tíma mun fara fram mat á umhverfisáhrif- um verkefnisins. Áætlað er að hægt verði að hefja framkvæmdir í nóvem- ber 2021 og að framkvæmdir við vind- orkugarð í Garpsdal muni standa yfir í eitt ár, eða í nóvember 2022. kgkLand Garpsdals er merkt með svartri línu á kortið og staðsetning vindorkugarðsins með hvítri línu. Rauða línan er aðkomuleiðin sem leggja þarf að og inn á svæðið og bláa punktalínan sýnir hvar rafstrengur mun liggja í jörðu frá vindorkuverinu að tengivirki Landnets í Geiradal. Vindorkugarður gæti risið við Gilsfjörð EM Orka áformar að reisa 35 vindmyllur í landi Garpsdals Vindmylla. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.