Skessuhorn


Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 19. SepteMBeR 201822 Í síðustu viku var lögð lokahönd á ytra byrði mjólkurhússins í Ólafs- dal. Múrarar unnu að því steypa ofan á hlaðna veggi hússins í sum- ar og í kringum síðustu mánaða- mót var unnið í þakinu; það smíðað og síðan klætt. Skólahúsið í Ólafs- dal hefur þannig fengið félagsskap á ný eftir 25 ára einsemd, eins og Rögnvaldur Guðmundsson, for- maður Ólafsdalsfélagsins, komst að orði þegar verkinu var lokið. Hann er að vonum ánægður með hvernig til tókst. „Ég er hæstánægður með þetta og mjög ánægður með vinnu- brögð Minjaverndar og samstarf- ið við þá og alla sem að þessu hafa komið,“ segir Rögnvaldur í samtali við Skessuhorn. endurbygging Minjaverndar á mjólkurhúsinu í Ólafsdal er hluti af uppbyggingu fyrirtækisins í daln- um. „Í bígerð er að fara í áhaldahús niðri í barðinu í Ólafsdal og í fram- haldi af því verður farið að skoða fjósið og fleira. Það skýrist á næstu mánuðum hvernig forgangsröðun- in verður,“ segir hann. „Á næsta ári fer síðan hraðinn og tempóið í upp- byggingunni að aukast og næstu tvö til þrjú ár verður allt komið á fullt og mikið um að vera á staðn- um. Þannig að það eru spennandi tímar framundan,“ bætir hann við. „eftir svona fimm ár held ég að Ólafsdalur verði orðinn einn aðal ferðamannastaðurinn á svæðinu,“ segir Rögnvaldur Guðmundsson að endingu. kgk/ Ljósm. Rögnvaldur Guðmundsson. Mjólkurhúsið risið í Ólafsdal Mjólkurhúsið í Ólafsdal. Unnið í þakinu 22. ágúst síðastliðinn. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, lét ekki sitt eftir liggja við smíðarnar. Helga Guðný Jónsdóttir jógak- ennari hefur nýlega lokið sínu öðru jógakennaranámi frá YogaWorks og byrjaði nýlega að kenna jóganám- skeið í Heilsan mín á Akranesi. Yo- gaWorks er alþjóðlegur skóli í jóga sem var í fyrsta sinn í boði á Íslandi síðastliðið sumar. „Ég vil breiða út fagnaðarerindinu jóga til Akurne- singa,“ segir hún og brosir. Blaða- maður settist niður með Helgu Guðný til að ræða um jóga, líkam- sræktina, hugann og sitthvað sem fylgir jógaiðkun. „Það eru pínu hræðsla/fordómar gagnvart jóga og ekki allir sem finna sig endilega í jógaiðkun,“ segir Helga Guðný en bætir við að kostirnir við jógaiðkun séu fjölmargir. Hún hefur menntað sig í ótal mörgu og hefur breiða starfsreynslu. til dæmis er hún fyr- rverandi dansari, einkaþjálfari, hár- greiðslukona og nú síðast jógaken- nari. Ævintýri í Hong Kong Helga Guðný hefur búið á Akra- nesi til fjölda ára og á þrjú börn með eiginmanni sínum en hún ólst að mestu upp á eyrarbakka. Strax eftir útskrift úr grunnskóla lá leiðin til Reykjavíkur. Hún stundaði sam- kvæmisdans á þessum árum og nýtti alla orku og tíma í að stunda dans- inn. Árið 1996 gafst henni tækifæri að fara til Hong Kong í tengslum við samkvæmisdansinn. Það varð að sex ára ævintýri. „Það var gleði og glaumur að vera í Hong Kong og þetta er vissulega land tækifær- anna,“ segir Helga Guðný. „Fyrsta árið vann ég ekkert en svo fór ég að vinna við alls konar.“ Hún vann til dæmis í töskubúð og svo á líkams- ræktarstöð, 24 hour fitness. „Þar kynntist ég þeim vinum sem ég þekki enn í dag. Þeir eru frá Hong Kong, Bretlandi, Ástralíu, Nýja- Sjálandi og Filipseyjum. Ég meira að segja kláraði einkaþjálfaranám á meðan ég vann þarna,“ segir Helga Guðný og hlær. Þá fékk hún þá flugu í höfuðið að prófa að klippa hár í Hong Kong og endaði á því að ljúka sveinsprófi í hárgreiðslu þegar hún kom aftur til Íslands árið 2002. Jógafræinu sáð eftir heimkomuna kynntist hún jóga þegar hún fór í sinn fyrsta jógatíma. „Það eina sem ég man eftir þeim tíma var að mér að þótti þetta svakalega notalegt.“ Þarna var fræi sáð sem átti eftir að leiða Helgu Guðný á þann stað sem hún er á í dag. „Þegar ég sagði ömmu minni að ég ætlaði í jógakennara- nám þá kom það henni ekkert á óvart. Það hefur alltaf verið und- irliggjandi áhugi á jóga hjá mér.“ Árið 2011 lauk Helga Guðný fyrsta jógakennaranámi sínu hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin og hélt þá nokkur námskeið í jógasalnum Heilsan mín. „Ég gerði ekki meira í námskeiðahaldi eftir það, en ég hélt áfram að sækja tíma þar sem og annarsstaðar.“ Þegar fleiri börn bættust í bar- nahóp þeirra hjóna minnkaði Hel- ga Guðný við sig vinnu og hafði þá meiri tíma til að sinna jóganu. Hún hefur núna nýlokið námi frá YogaWorks, sem var boðið upp á hjá Undur Yoga. „Þetta er mjög yfirgripsmikið og öflugt nám þar sem maður lærir heims- pekina á bak við jóga og auðvitað miklu meira.“ Hún segir að jóga geti haft margvíslegar jákvæðar afleiðingar fyrir þann sem stun- dar það. „Þú styrkir líkamann og það getur stuðlað að betri svefni og lækkuðum blóðþrýstingi, það eru góðar teygjur og oft lengist úr líkamanum hjá fólki. Og það fyl- gir þessu einhvern veginn meiri hugarró.“ Ekki bara líkamsrækt Jóga er margra alda gamalt og snýst ekki eingöngu um að styrkja líkamann, þótt það séu óneitanlega jákvæðar afleiðingar af jógaiðkun. „Maður fær líka hugarró,“ seg- ir Helga Guðný. Sjálf segir Helga Guðný að hún finni fyrir heilag- leika þegar hún stígur inn í jóga- rýmið. „Það er eitthvað við það að stíga inn í salinn. Fólk er liggjandi eða sitjandi og það er róleg tón- list í gangi. Það er einhver svona heilagleiki yfir jóganu,“ segir hún hugsandi. Heimspekin sem fylgir jóganu er ekki síður mikilvæg sem og öndunaræfingarnar. „ef maður man eftir því að nota þetta í dag- legu lífi þá getur þetta haft ótrú- lega jákvæð áhrif á mann.“ Helga Guðný er ánægð með aðsóknina í námskeiðið hjá henni og hlakk- ar til að halda áfram að breiða út boðskapinn um jógaiðkun til Ak- urnesinga og nærsveitunga. klj „Það er heilagleiki yfir jóganu“ -Jógakennarinn Helga Guðný ræðir um lífið, jóga og hugarró Námsefni námskeiðsins er mjög yfirgripsmikið. Helga Guðný lauk mjög krefjandi jóganámi í sumar og er byrjuð að kenna í jógasalnum í Heilsan mín á Akranesi. Hún segir að jóga fylgi hugarró.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.