Skessuhorn


Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 19. SepteMBeR 2018 23 Rannsóknasetur verslunarinnar hefur gefið út skýrsluna Íslensk net- verslun – áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni. Í henni er fjallað um áhrif stafrænnar tækni á verslun og verslunarhegðun Íslend- inga. Margir telja að aldrei áður hafi orðið jafn stórstígar breytingar í verslun og verslunarmynstri eins og nú. Meðal þess sem fram kemur er að innlend netverslun árið 2017 var 8,8 milljarðar en erlend netversl- un mældist lægri eða 4,3 milljarðar. tekið er fram að líklega sé um van- mat að ræða á erlendu netverslun- inni vegna vara sem sleppa framhjá tolli. Fram kemur að 88% svarenda í könnun RV keyptu vörur á net- inu síðastliðna 12 mánuði. einnig að íbúar á landsbyggðinni eru lík- legri til þess að versla við innlend- ar netverslanir en höfuðborgarbú- ar. „Með netverslun eru landamæri orðin óskýrari og setur það þrýst- ing á íslensk fyrirtæki og stjórn- völd til þess að bregðast við,“ segir í skýrslunni. Ýmislegt fleira áhugavert kemur fram. til dæmis að verðlag er helsti áhrifaþátturinn í kaupákvörðun á netinu. Helstu áskoranir netversl- unar, bæði hér á landi og erlend- is, eru afhendingarkostir vara. Hár sendingakostnaður er þannig talinn hamla íslenskri netverslun. Net- verslun kallar á breytta hugmynda- fræði um hvað verslun er og hvern- ig hún birtist. Loks er bent á að áskoranir verslana birtast einnig í breyttri menntunarþörf starfsfólks, en starfsfólk netverslana er almennt sérhæfðara en starfsfólk hefðbund- inna verslana. Skýrslan sýnir einnig að net- verslun kallar á miklar breytingar í því hvernig fólk hugsar um hug- takið verslun. Fjallað er um áhrif samkeppni frá stórum alþjóðleg- um netverslun á íslenska verslun. Fjallað er um greiðslumiðlun fram- tíðarinnar, áhrif deilihagkerfisins og mikilvægi endurskipulagningar í vörudreifingu. einnig er fjallað um mikilvægi nýsköpunar í versl- un. Þá fjallar skýrslan um væntan- legar breytingar á framtíðarstörf í verslun og nýjar menntunarþarfir verslunarfólks. mm Verslun hefur í vaxandi mæli færst heim í stofu, framan við tölvuna. Netverslun kallar á nýjar áskoranir í verslun Samgönguráðherra boðar að síð- ar í þessum mánuði verður áætl- un í samgöngumálum kynnt. Þá verður lögð fram á Alþingi þings- ályktunartillögu um stefnumótandi samgönguáætlun til næstu 15 ára og aðgerðaráætlun sama efnis til næstu fimm ára. eftir þessu hefur verið beðið en viðhaldsskortur vega og brýnar samgönubætur tala sínu máli. Í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í síðustu viku kemur fram að heildarframlag til samgöngu- mála nema 41,3 milljörðum króna og aukast um 12,3% á milli ára. Þannig hafa fjárveitingar til sam- göngumála hækkað um 12 milljarða undanfarin þrjú ár. Mest er aukning til framkvæmda og viðhalds á vega- kerfinu, þannig er áætlað að verja um 23,5 milljörðum króna við ný- framkvæmda á vegum og brýns við- halds. Framlag til annarra verkefna samgöngumála hækkar nánast á öllum sviðum. Framlag til þjónustu á vegakerfinu, það er almenn þjón- usta og snjómokstur og hálkuvarn- ir að vetri, eykst um 708 milljónir á milli ára. Þá hækka styrkir til al- menningssamgangna um 161 millj- ón og framlag til flugvalla hækkar um 336 milljónir á milli ára. Áfram verður unnið að því að bæta fjar- skipti á svæðum þar sem er mark- aðsbrestur. Komandi ár er fjórða árið sem ríkið styrkir ljósleiðara- væðingu sveitarfélaga með fjárveit- ingum gegnum fjarskiptasjóð, sem hefur numið um 450 milljónum ár hvert. Nú þegar hefur verið samið um styrki til ljósleiðaratengingar um 4.000 staða en á næstu þrem- ur árum verður samið um þá 1.500 staði sem eftir standa. mm Styttist í að samgönguáætlun verði kynnt Háværar raddir eru um brýna nauðsyn vegabóta á Vesturlandsvegi og bíða menn nú hvort gert verði ráð fyrir því verki á samgönguáætlun. Þessi teikning Tinnu Steindórsdóttur rammar inn ástandið á Kjalarnesi. einn af boðberum haustsins í Stykkishólmi er upphaf skelfisk- veiða, en þær hefjast venjulega ná- lægt mánaðamótum ágúst og sept- ember. Sumarliði Ásgeirsson, ljós- myndari og tíðindamaður Skessu- horns í Stykkishólmi, slóst í för með Sigurði Þórarinssyni skip- stjóra og áhöfn hans á Leyni SH á mánudaginn og myndaði það sem fyrir augu bar. Sneru Sigurður og áhöfnin á Leyni heim úr róðrinum með 38 kör af hörpuskel, eða rúm- lega tíu tonn. kgk/ Ljósm. sá. Skelin boðar komu haustsins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.