Skessuhorn


Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 19. SepteMBeR 2018 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á net- fangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsend- um lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 85 lausnir við krossgátunni í blaði síðustu viku. Lausnin var: „Manna- mót“. Vinningshafi að þessu sinni er Ólafur Ingi Jónsson, Garðabraut 23, 300 Akra- nesi. Máls- háttur Storm- ur Víst Fíkinn Hellti Óregla Planta Sefaðir Högg Annríki Tíu Tímabil Renna Ónæði Pílára 50 Nema Erfiði Beint Sýl Ólgar Samhlj. Tunnur Samþ. Keyra Fjör Léttur Sylla Glöð Slit Fagur 5 Pípur Leyfist 8 Öku- tæki Ótti Laun 50 Veröld Amboð Ísl.st. Áhald 3 Heill Nefnd Tvíhlj. Góð Héla Skáþak Hjarir 9 Tjónka við Grjót Lítil Steinar Ekki Sérhlj. Vaxa Ungviði Sér eftir Æsa Rækta Öldu- gjálfur Farða Oddur Rauð Vistir Rótar 2 6 Mynnið Einatt Egna Annars Kopar Spyr Hreyf- ing Sár Bara Leik- svið Hrópar Aur Ofna Nærast Getur Einatt Vein Hress Reisn Ikt Pilt Ð Samtök Spilda Sigruð Stund- um Mjög Brek Korn Stó 4 Á fæti Sk.st. Ekki Slæm Heiti Spotti Snjó 10 T um röð Ella Ókunn 7 1 50 Fersk. Jötnar Einn Gosinn Ras Iðka Sk.st. Sjó Frjáls 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 H E I L A B R O T I Ð A F R A S I N A G L E T T A I L H A K A U Ð Þ N Á E R A R R A U M T A L G A N D U R N N Æ R F Ö T A F T E K U R G N A S T E Ð L U R S J Á T I F Ö L F R Á S K Á T R O K A V E N J A N T Á H Ó F U K Á R I Ó R A R L R U N U N Æ Ð R A U A Á A G A R P U R F R Ó Ð U R S M A R A S I B U S L A A F U R Ð Á L B Y R A N N Ó L Ó G Á L L E G N I R D A L U R L D I G L A O F I S K Ó L A N N Ð Æ Ð A Þ A N K A G A N G U R L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I „er minnið að gefa sig? ert þú eða jafnvel einhver sem þér er annt um farinn að gleyma? endurtekur við- komandi spurningarnar eða á erf- itt með að finna orðin? Ber jafnvel á persónuleikabreytingum? Þessi einkenni og fleiri gætu verið fyrstu vísbendingar um heilabilunarsjúk- dóma eins og t.d Alzheimer.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alz- heimertenglum á Vesturlandi í til- efni þess að alþjóðadagur Alzhei- mer er 21. september næstkom- andi. Taugahrörnunarsjúk- dómur Alzheimerssjúkdómur er tauga- hrörnunarsjúkdómur og algeng- asta orsök heilabilunar. Sjúkdóm- urinn er algengastur hjá eldra fólki, en yngri einstaklingar geta einnig veikst. Fleiri vísbendingar eru t.d erfiðleikar við algeng viðfangsefni, svo sem innkaup, matargerð o.þ.h. Þá má nefna minnkandi félags- færni, erfiðleika við að nota ein- föld orð eða jafnvel setningar rétt og mistúlkun á orðum og gerðum annarra svo eitthvað sé nefnt. ef grunur kviknar um að einstakling- ur sé með heilabilun er fyrsta skref að leita til heimilislæknis sem vís- ar síðan á viðeigandi sérfræðing sé þess þörf. Reynir á aðstandendur Að vera aðstandandi Alzheimer- sjúklings er bæði krefjandi og erf- itt. Það gerir kröfu til fórnfýsi, þol- inmæði og umhyggju. Líf þess sem umönnunina veitir breytist alltaf eitthvað og oft það mikið að um al- gjöra kúvendingu er að ræða. Maki eða barn ber skyndilega alla ábyrgð á velferð og lífi ástvinar síns. Álag, þreyta og svefnleysi eykst hjá að- standendum samtímis því sem þeir þurfa að glíma við tilfinningalega þætti eins og sorg, sektarkennd og reiði. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi hópur er í hættu hvað varð- ar kvíða og þunglyndi. Það er því mikilvægt að aðstandendur eigi kost á stuðningi við að höndla þær sársaukafullu breytingar sem verða á högum þeirra, auk þess sem þeir þurfa að geta hvílst þegar þeir þurfa á því að halda. Samtökin og starf þeirra Alzheimersamtökin er félag að- standenda og áhugamanna um Alz- heimersjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma og starfar um land allt. Á heimasíðu samtakanna www.alzhe- mer.is er hægt að finna margvísleg- ar upplýsingar fyrir aðstandendur og aðra um sjúkdóminn og einn- ig þá þjónustu sem samtökin bjóða upp á. Undanfarin ár hafa samtök- in einnig unnið að uppbyggingu tenglanets á landsbyggðinni. tengl- ar Alzheimersamtakanna eru nú starfandi á 14 stöðum á landinu og unnið er að frekari þéttingu nets- ins. Hlutverk tengla er að vinna að hagsmunamálum fólks með heila- bilun og aðstanda þeirra, koma á tengslum milli fólks með heilabil- unarsjúkdóma og/eða aðstandenda auk þess að styðja, upplýsa og fræða um Alzheimer og áhrif þess á dag- legt líf fólks. tilgangur þess starfs sem tenglar sinna er auk þess að miðla upplýsingum m.a að mæta þörf sem er til staðar á hverjum stað, auka umræðu um heilabilun- arsjúkdóma og draga úr fordómum og þekkingarleysi. Ásamt tenglum á landsbyggðinni standa samtökin fyrir fundum víðsvegar um landið og eru þeir auglýstir sérstaklega á hverjum stað fyrir sig. Tenglar á Vesturlandi Tenglar á Akranesi eru: Laufey Jónsdóttir laufey.jonsdott- ir@akranes.is 899-3059 og Heið- rún Janusardóttir heidrun.janusar- dottir@gmail.com 867-1075 Tenglar í Borgarnesi eru: Guðný Bjarnadóttir gudny75@simnet.is 869-7522 og Ólöf S. Gunnarsdóttir olofsoffia@gmail.com 867-9704. Tengill í Grundafirði er: Agnes Sif eyþórsdóttir agnes.eythorsdottir@hve.is 865-2785 Tengill í Snæfellsbæ er: Snæbjörn Aðalsteinsson snabbi12@gmail.com 865-7490 Tengill í Stykkishólmi er: Guðrún Magnea m.magnea@gmail.com 849-2486 mm Alzheimersamtökin og tenglar þeirra á Vesturlandi penninn eymundsson á Akranesi fékk nýjan verslunarstjóra í byrj- un árs. Það er Steinunn Ólafsdótt- ir, sem er Akurnesingum að góðu kunn. Steinunn stofnaði Bóka- skemmuna á Akranesi árið 1994 og rak hana í mörg ár. Árið 2000 tók hún yfir Bókabúð Andrésar Níelssonar, sem þá var við Kirkju- braut á Akranesi. Í byrjun árs 2006 keypti svo penninn eymundsson reksturinn á Bókabúð Andrésar Níelssonar og Steinunn flutti frá Akranesi. Hún flutti á æskuslóðir í Garðabæinn og hefur starfað sem verslunarstjóri í verslunum penn- ans síðan þá. „Ég kom aðeins við í pennanum í Kringlunni en fór svo í Hafnarfjörðinn,“ segir Stein- unn í samtali við Skessuhorn. Hún hefur verið verslunarstjóri hjá fyr- irtækinu í Hafnarfirði í nokkur ár en sækir nú aftur á gamlar slóð- ir, ásamt því að vera áfram versl- unarstjóri í Hafnarfirðinum. „Það er mjög gaman að koma hing- að aftur og hitta allt fólkið sem maður kannast við,“ segir Stein- unn. Henni finnst búðirnar tvær, í Hafnarfirði og á Akranes, vera mjög áþekkar. Báðar eru þær í minni kantinum en bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval. klj Stýrir verslunum Penn- ans Eymundsson á Akranesi og Hafnarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.