Skessuhorn


Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 19. SepteMBeR 2018 29 Borgarbyggð - miðvikudagur 19. september Haustferð Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum 2018 í umsjón ferðanefndar. Í nefndinni eru Haukur Júlíusson, Gylfi Sveinsson og Guðmundur Kristinsson. Miðvikudagur kl. 13:00 - 18:00. Akranes - miðvikudagur 19. september Lýðheilsuganga á Akranesi. Fjöruganga að Innsta-Vogsnesi. Gengið er fram og til baka, u.þ.b. 90 mínútna ganga. Lagt af stað kl. 18:00 frá Tjaldsvæðinu í Kalmansvík. Fararstjórar eru Hjördís Hjartardóttir og Hallbera Jóhannesdóttir. Stykkishólmur - miðvikudagur 19. september Lýðheilsuganga í Stykkishólmi. Þingvellir, gengið um jörðina. Upphafsstaður á bílastæði við íþróttahúsið kl. 18:00 þar sem göngugarpar sameinast í bíla. Göngustjóri er Elísabet L. Björgvinsdóttir, ásamt Hrafnhildi á Þingvöllum. Grundarfjörður - miðvikudagur 19. september Lýðheilsuganga frá Grundarfirði. Gengið upp á Bárarháls. Þátttakendur hittast við Sögumiðstöðina kl. 17:30 og sameinast í bíla. Snæfellsbær - miðvikudagur 19. september Lýðheilsuganga í Snæfellsbæ kl. 18:00. Lagt af stað frá íþróttahúsi Snæfellsbæjar og gengið upp í skógræktargirðingu. Borgarbyggð - fimmtudagur 20. september Almennur félagsfundur í Grímshúsfélaginu. Stjórn Grímshúsfélagsins boðar til almenns félagsfundar kl. 18:00, í sal á neðstu hæð Borgarbrautar 65a í Borgarnesi. Efni fundarins er fyrirhuguð leiga Grímshúss og staðfesting á yfirlýsingu stjórnar vegna þess og önnur mál. Reykhólahreppur - föstudagur 21. september Réttað í Staðarrétt og Grundarrétt. Snæfellsbær - laugardagur 22. september Réttað í Bláfeldarrétt í Staðarsveit, Hellnarétt í Breiðuvík og Ölkeldurétt í Staðarsveit. Borgarbyggð - laugardagur 22. september Réttað í Fljótstungurétt í Hvítársíðu (seinni réttir). Hvalfjarðarsveit - laugardagur 22. september Réttað í Núparétt í Melasveit (seinni réttir) og Reynisrétt undir Akrafjalli. Akranes - laugardagur 22. september Kári tekur á móti Vestra í lokaleik 2. deildar karla í knattspyrnu. Leikið verður í Akraneshöllinni frá kl. 14:00. Akranes - laugardagur 22. september ÍA mætir Þrótti í lokaleik 1. deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 16:00 á Akranesvelli. Reykhólahreppur - laugardagur 23. september Réttað í Króksfjarðarnesrétt í Króksfjarðarnesi. Reykhólahreppur - sunnudagur 23. september Réttað í Kinnarstaðarétt í Þorskafirði kl. 11:00. Snæfellsbær - sunnudagur 23. september Réttað í Klofningsrétt í Beruvík. Borgarbyggð - sunnudagur 23. september Réttað í Hítardalsrétt í Hítardal (seinni réttir) og Brekkurétt í Norðurárdal (seinni réttir). Borgarbyggð - mánudagur 24. september Réttað í Svignaskarðsrétt í Svignaskarði (seinni réttir), Grímsstaðarétt á Mýrum og Þverárrétt í Þverárhlíð. Dalabyggð - mánudagur 24. september Réttað í Hólmarétt í Hörðudal. Borgarbyggð - miðvikudagur 26. september Almennur fundur Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum haldinn í Brún í Bæjarsveit kl. 13:30. Bifvélavirki/viðgerðarmaður Okkur hjá Bílabæ í Borgarnesi bráðvantar fólk til starfa, bifvélavirkja og aðila í dekkjaviðgerðir og aðrar smáviðgerðir. Endilega hafið samband. Sími: 692-5525, Hálfdán. Geymsluhúsnæði óskast Bráðvantar geymsluhúsnæði/bílskúr (eða hluta bílskúrs) fyrir búslóð í hálft til eitt ár, sæmilega stórt eða allt að 15 fermetrum. Má vera utan höfuðborgarsvæðisins en þó ekki mikið lengra en Snæfellsnes eða Hvolsvöllur. Svar óskast í síma 892-0294. Hús í Hvítársíðu Til leigu er nýlegt hús í Hvítársíðu í Borgarfirði. Í húsinu er inngangur, tvö góð herbergi, bað, alrými með eldhúsi og þvottahús auk manngengs lofts sem er um 30 fermetrar. Húsið er laust strax. Skrifstofa til leigu Höfum til leigu skrifstofurými á Akranesi, 13 fm að stærð. Aðgangur að eldhúsi og snyrtingum með annarri starfsemi í húsinu. Upplýsingar veitir Magnús í síma 894-8998. Bújörð í Dalasýslu óskast keypt Leitað er að bújörð, gjarnan sjávarjörð en allt verður skoðað; eyðijarðir með og án húsa, jafnt og bújarðir í rekstri. Vinsamlega sendið upplýsingar á netfangið; veggrip@ gmail.com. Markaðstorg Vesturlands ATVINNA Í BOÐI Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 11. september. Drengur. Þyngd: 3.608 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Sara Hjördís Blöndal og Heiðar Mar Björnsson, Akranesi. Ljósmóðir: Anna Björnsdóttir. LeIgumArkAÐur ÓskAsT keypT 13. september. Drengur. Þyngd: 3.596 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Ásdís Jónsdóttir og Hafþór Ingi Pálsson, Hólmavík. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. SK ES SU H O R N 2 01 8 1279. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 25. september kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, laugardaginn 22. september kl. 11:00 Frjálsir með framsókn í Stúkuhúsinu, 24. september kl. 20:00 Sjálfstæðisflokkurinn að Kirkjubraut 8, laugardaginn 22. september kl. 10:30 Bæjarstjórnarfundur María Kúld Heimisdóttir forvarn- arfulltrúi Fjölbrautaskóla Snæfell- inga kynnti nýtt forvarnarteymi til leiks á dögunum. Agnes Helga Sig- urðardóttir námsráðgjafi er ásamt Maríu í forvarnarteyminu en í því er einnig vel valinn hópur nemenda. Forvarnarteymið snýst ekki um boð og bönn heldur er markmið- ið að upplýsa og fræða nemendur um það sem er í gangi í þjóðfélag- inu. Forarnar teymið mun standa fyrir einhverjum skemmtilegum viðburðum. Fyrsti viðburðurinn var svo að útdeila armböndum frá minningarsjóði einars Darra Ósk- arssonar. „Ég á bara eitt líf“ arm- böndin voru á hverjum handlegg innan veggja skólans en markmiðið er að fá fólk, sér í lagi ungmenni, til að horfa á armbandið og hugsa sig um tvisvar áður en lyf eru misnot- uð. Að bera armbandið er tákn um samstöðu í þeirri baráttu. tfk Brynjar Vilhjálmsson, María Kúld Heimisdóttir kennari, Hilmar Björnsson og Ísabella Una Halldórsdóttir. Á myndina vantar Áslaugu Stellu Steinarsdóttur og Anítu Ýr Bergþórsdóttur úr forvarnarhópnum. Forvarnardagur FSN Agnes Helga Sigurðardóttir og María Kúld Heimisdóttir með armböndin frá minningarsjóði Einars Darra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.