Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2018, Síða 1

Skessuhorn - 26.09.2018, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 39. tbl. 21. árg. 26. september 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma Lúsina burt! Augndropar! Grettissaga Einars Kárasonar Næstu sýningar á Sögulofti sími 437-1600 Laugardagur 13.október kl. 20:00 Sunnudagur 14.október kl. 16:00 Laugardagur 20.október kl. 20:00 Sunnudagur 28.október kl. 16:00 Miðapantanir: landnam.is/vidburdir sími 437-1600 Sauðamessan 6. október í Borgarnesi Tillaga samgönguráðherra að samgönguáætlun 2019-2033 er nú til umsagnar í þingflokkum stjórn- arflokkanna á Alþingi. Það er Sig- urður Ingi Jóhannsson samgöngu- ráðherra sem leggur tillöguna fram og er henni skipt niður í þrjú fram- kvæmdatímabil. Árin 2019-2023 eru fyrsta tímabil, 2024-2028 ann- að og 2029-2033 þriðja tímabilið. Samgönguáætlun er þannig ætlað að verða hluti af; „heildstæðri sam- þættri stefnu í samgöngumálum, fjarskiptamálum, byggðamálum og málefnum sveitarfélaga og gerð í samræmi við samþykktar áætlanir á vegum Alþingis og ríkisstjórnar,“ eins og segir í upphafi þingsálykt- unartillögunnar sem Skessuhorn hefur undir höndum. Af verkefnum sem snerta íbúa Vesturlands sérstaklega er í sam- gönguáætlun lagt til að ráðist verði í uppbyggingu 9 kílómetra vegar- kafla um Kjalarnes á fyrsta tímabili áætlunarinnar, árin 2019-2023. Áætlaður kostnaður er 3,2 mill- arðar króna. Á fyrsta tímabili verði einnig lokið við endurbætur á veg- inum yfir Fróðárheiði á Snæfells- nesi og áætlað að það kosti 250 milljónir króna. Ekki er gert ráð fyrir að ráðist verði í tvöföldun Hvalfjarðarganga miðað við fyrstu drög að fimmtán ára samgön- guáætlun. Varðandi Vestfjarða- veg um Gufudalssveit er áætlað að vegaframkvæmdir þar muni kosta 6,7 milljarða króna jafnvel þótt ákvörðun um veglínu liggi ekki fyrir. Það verk er hins vegar sett í forgang í samgönguáætlun og gert ráð fyrir að komi til framkvæmda árin 2019-2023. Á öðru tímabili samgönguáætl- unar, árin 2024-2028 er gert ráð fyrir að farið verði í tvöföldun eða 2+1 veg á 20 kílómetra kafla frá Akrafjallsvegi í Borgarnes, en sú framkvæmd er talin kosta fjóra milljarða króna. Einnig verð- ur Uxahryggjavegur frá Brautar- tungu að Kaldadal endurbættur á því tímabili, en það verk er talið kosta 1700 milljónir króna. Lag- færingar á 4,5 kílómetra kafla um Borgarnes, að andvirði 1400 millj- ónir króna, eru ekki á ætlun fyrr en á þriðja tímabili samgönguáætlun- ar 2029-2033. Loks er fyrirhugað að gera endurbætur á 27 kílómetra kafla um Skógarströnd fyrir 1500 milljónir króna. Ekki verður byrj- að á því verki á fyrsta tímabili sam- gönguáætlunar, en 450 milljónum ráðstafað í verkið árin 2024-2028 og 650 milljónum árin 2029-2033. Auk sérgreindra verkefna sem hér hafa verið nefnd er í drögum að samgönguáætlun gert ráð fyrir framlögum til að bæta tengivegi landsins. 4,4 milljarðar fara í þann málaflokk á fyrsta tímabili, 6,6 milljarðar á öðru tímabili og 7,4 milljarðar á síðasta tímabili, alls 18,4 milljarðar króna á fimmtán árum. Auk þess á að breikka brýr og bæta hjóla- og göngustíga svo fátt eitt sé nefnt. Sjá jafnframt bls. 12 í Skessu- horni í dag umræður um sam- göngumál á Haustþingi SSV sem fram fór í síðustu viku. mm Fimmtán ára samgönguáætlun kynnt í stjórnarflokkunum Vegabætur í fyrsta áfanga um Kjalarnes, Gufudalssveit, Fróðárheiði og Uxahryggi Brúarvinna yfir Haffjarðará á Snæfellsnesi fyrir nokkrum árum. Ljósm. úr safni. Haustið er tími fagurra lita í flóru landsins. Fjölæringar af ýmsum gerðum búa sig undir vetrardvala og skarta sínu fegursta. Meðfylgjandi mynd var tekin fyrir nokkrum dögum í Hallmundarhrauni í Borgarfirði. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.