Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 26. SEpTEMBER 20188 Fataverslun tekur við sér LANDIÐ: Kortavelta Ís- lendinga í innlendri fata- verslun jókst um 13,1% í ágúst síðastliðnum og nam tæpum 2,2 milljörðum í ágúst nú samanborið við rúman 1,9 milljarða í ágúst í fyrra. Í samantekt Rann- sóknaseturs verslunarinn- ar kemur fram að fataversl- un hefur einnig vaxið undan- farna mánuði og kortavelta í flokknum aukist um 17% ef tímabilið apríl til ágúst á þessu ári er borið saman við sama tímabil í fyrra, eða sem nemur 1,6 milljörðum yfir tímabilið. „Er þetta til marks um ágætan kaupmátt lands- manna þessi misserin og þá kann opnun H&M hérlend- is í lok ágúst í fyrra að skýra vöxtinn að hluta,“ segir í frétt RV. Netverslun Íslend- inga hjá innlendum netversl- unum með föt jókst á sama tímabili um 29% og nam 379 milljónum í samanburði við ríflega 11 milljarða í búð- um og nam netverslunin því 3,4% af kortaveltu flokksins. -mm Tryggingagjald- ið vonbrigði LANDIÐ: Samtök iðn- aðarins lýsa yfir vonbrigð- um með að í fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar skuli ekki vera gert ráð fyrir meiri lækkun tryggingagjalds en raun ber vitni. Reiknað er með að gjaldið skili ríflega 100,8 milljörðum króna á næsta ári sem er tæplega 3,5 milljörðum krónum meira en á þessu ári. Trygginga- gjaldið mun því þrátt fyr- ir boðaða 0,25 prósentu- stiga lækkun skila ríkissjóði meiri tekjum á næsta ári en á þessu ári. Tryggingagjald er lagt á launakostnað fyr- irtækja og samanstendur af almennu tryggingagjaldi og atvinnuleysistryggingagjaldi. „Hátt tryggingagjald kem- ur verst niður á fyrirtækjum þar sem laun og launatengd gjöld eru stór hluti kostnað- ar. Hátt tryggingagjald veik- ir því samkeppnishæfni þess- ara fyrirtækja mest,“ segir í tilkynningu SI. -mm Akstur und- ir áhrifum að aukast VESTURLAND: Þó enn séu rúmir þrír mánuðir eft- ir af árinu hafa svipað marg- ir verið teknir fyrir akst- ur undir áhrifum áfengis og fíknefna í umdæmi lögregl- unnar á Vesturlandi og allt síðasta ár. Í yfirliti lögreglu kemur fram að 107 hafa með þessum hætti komist í kast við lögin á árinu, en voru 112 allt árið 2017. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 15. - 21. september Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 2 bátar. Heildarlöndun: 2.602 kg. Mestur afli: Flugaldan ST: 1.873 kg í tveimur róðrum. Arnarstapi: 3 bátar. Heildarlöndun: 17.683 kg. Mestur afli: Þorsteinn SH: 11.949 kg í þremur róðrum. Grundarfjörður: 4 bátar. Heildarlöndun: 203.321 kg. Mestur afli: Hringur SH: 64.234 kg í einni löndun. Ólafsvík: 11 bátar. Heildarlöndun: 97.358 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 50.715 kg í þremur löndunum. Rif: 9 bátar. Heildarlöndun: 148.954 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 45.046 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 68.504 kg. Mestur afli: Leynir SH: 36.317 kg í fjórum róðrum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Hringur SH - GRU: 64.234 kg. 19. september. 2. Steinunn SH - ÓLA: 48.386. 21. september. 3. Steinunn SF - GRU: 47.941 kg. 19. september. 4. Helgi SH - GRU: 45.695 kg. 16. september. 5. Farsæll SH - GRU: 45.451 kg. 18. september. -kgk Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum síðastliðið miðvikudagskvöld að ráða Helgu Jónsdóttur í starf forstjóra næstu tvo mánuði. Bjarni Bjarnason for- stjóri OR mun stíga til hliðar með- an fram fer óháð úttekt á vinnu- staðarmenningu og málefnum til- tekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. Helga hefur gegnt ýmsum opinberum stjórn- unarstörfum um tíðina; verið borgarritari, ráðuneytisstjóri, bæj- arstjóri í Fjarðabyggð og nú síð- ast stjórnarmaður í ESA, Eftirlits- stofnun EFTA í Brussel. Hún lét af því starfi í lok árs 2017. Helga var varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2010-2011. Fyrir fundi stjórnar lá einnig til- laga um að ráðast í óháða úttekt á vinnustaðarmenningu hjá OR og tilteknum starfsmannamálum sem verið hafa til umræðu. Innri end- urskoðun Reykjavíkurborgar mun vinna úttektina með utanaðkom- andi sérfræðingum á þessu sviði. Var Brynhildi Davíðsdóttur stjórn- arformanni falið að ganga frá end- anlegu samkomulagi þar um. Út- tektin verður tvíþætt; annars veg- ar á vinnustaðarmenningu og hins vegar á þeim starfsmannamálum sem verið hafa í umræðu. Niður- stöður hennar eiga að liggja fyrir innan þeirra tveggja mánaða sem settur forstjóri er ráðinn til. mm Helga Jónsdóttir leysir Bjarna af sem forstjóri OR Um miðjan dag á laugardaginn varð allharður árekstur tveggja bíla á Þjóðvegi 1 við Dílahæð í Borgarnesi. Jeppa á suðurleið var fyrst ekið utan í jeppling sem kom úr gagnstæðri átt en skellur síðan framan á næsta bíl á eftir sem er fólksbíll. Í þeim bíl voru þrír er- lendir ferðamenn sem allir voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar, en með minniháttar meiðsli. Öku- maður jeppans slasaðist mest, en þó ekki alvarlega. Góðar aðstæður voru til aksturs þegar þetta skeði. Atvikið náðist á myndband í bíl sem ók næstur á eftir fólksbílnum sem ekið var framan á. Ökumað- ur jeppans er grunaður um að hafa verið undir áhrifum við akstur og var hann handtekinn og færður til skýrslu- og sýnatöku. Verulegar tafir urðu á umferð um þjóðveginn af þessum sökum, en talsvert mikil umferð var þegar áreksturinn varð. mm Harður árekstur á Dílahæð Skjótt skipast veður í lofti. Meðfylgjandi myndir voru teknar á sama stað með réttu tveggja vikna millibili. Þá efri tók Höskuldur Kol- beinsson viku af september í fyrri leit Borgfirðinga við Reykjavatn á Arnarvatns- heiði. Þá neðri tók Ingi- mundur Jónsson í síðari leit á sama tíma tveimur vikum síðar þegar eftirlegukind- um var smalað af heiðinni. Þá hafði fyrsta haustlægðin gengið yfir allt norðanvert landið og teygði áhrif sín á Arnarvatnsheiði. mm Reykjavatn í fyrri og seinni leit

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.