Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 26. SEpTEMBER 2018 9 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Með bréfi föstudaginn 14. septem- ber sl. fór Samband íslenskra sveit- arfélaga þess á leit við félags- og jafnréttismálaráðherra að gildis- töku laga um Notendastýrða pers- ónulega þjónustu (NpA) sem taka eiga gildi þann 1. október verði frestað til áramóta. Þessum tillög- um hafnar algerlega málefnahóp- ur Öryrkjabandalagsins um sjálf- stætt líf. „Tími seinkana og mann- réttindabrota er liðinn,“ segir í til- kynningu frá ÖBÍ. „Með því að tryggja rétt fatlaðs fólks til samninga um notenda- stýrða persónulega aðstoð (NpA) uppfylla opinberir aðilar skyld- ur sem ríkið hefur undirgengist samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Eftir fullgildingu samn- ingsins árið 2016 ber ríkinu skylda til að tryggja öllu fötluðu fólki rétt til sjálfstæðs lífs og þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra, sbr. 19. gr. samningsins. NpA samn- ingar eru sú leið sem almennt er viðurkennt að sé besta leiðin til að tryggja sjálfstætt líf fatlaðs fólks.“ Þá segir í tilkynningu ÖBÍ að NpA samningar veiti fólki frelsi til samfélagslegrar þátttöku. „Staðan í gegnum árin á Íslandi hefur ver- ið sú að fötluðu fólki hefur verið haldið í stofufangelsi vegna þess að opinberir aðilar hafa ekki náð að tryggja rétt þess. Hver og einn mánuður sem dregst í að tryggja fólki sjálfstætt líf felur einfaldlega í sér frekari brot á mannréttindum fatlaðs fólks. Bið fólks í stofufang- elsi er liðinn og þolinmæði gagn- vart mannréttindabrotum löngu þrotin.“ Þær ástæður sem Samband ís- lenskra sveitarfélaga beitir fyrir sér í yfirlýsingu sinni segir Öryrkja- bandalagið að séru niðurlægjandi fyrir fatlað fólk. „Í fyrsta lagi ber sambandið það fyrir sig að ekki hafi tekist að hafa samráð við fatl- að fólk í hverju sveitarfélagi og því skuli fara hægar í sakirnar. Svarið við þessu er augljóst: Rétt fatlaðs fólks til samráðs við opinbera aðila má aldrei nýta til þess að takmarka rétt þess að öðru leyti. Önnur rök eru þau að reglugerð um NpA er ekki tilbúin. Rétt skal vera rétt. Lokaútfærsla hennar hefur ekki verið birt. Vinnu við reglugerðina er hins vegar lokið af hálfu ríkis, sveitarfélaga og hagsmunasamtaka. Þetta er með öðrum orðum fyrir- sláttur. Hér gilda jafnframt einnig sömu rök og áður. Það að tafist hafi að birta útfærslu á grunnréttind- um fatlaðs fólks í formi reglugerð- ar, getur á engan hátt talist vera rökstuðningur fyrir því að skerða mannréttindi fatlaðs fólks. Þriðju rökin sem komið hafa fram eru að ekki hafi farið fram kostnaðarmat á reglugerðinni. Tafir á réttindum fólks getur aldrei verið réttlættur á grundvelli þess að mat á kostn- aði hafi ekki farið fram. Sveitar- félögin verða einfaldlega að átta sig á því að þeim hefur verið falin ábyrgð á því að tryggja grundvall- armannréttindi fólks. Umræða um kostnað á aldrei að takmarka rétt- inn, eins og sveitarfélög virðast því miður halda. Með ofangreindum rökum er með öllu hafnað þessum tilraunum Sambands íslenskra sveitarfélaga til að tefja full og virk mannrétt- indi fatlaðs fólks. Jafnframt er lagt til við ráðherra félagsmála að flýta sinni vinnu til að eyða óvissu í mál- inu. Seinkun á gildistöku laganna er engum í hag. Frestun á réttind- um jafngildir neitun,“ segir í yfir- lýsingu sem Rúnar Björn Herrera Þorkelsson formaður málefnahóps ÖBÍ skrifar undir. mm Hljóðsokkar á stóla Verð 862 kr. stykkið (Þrír litir) Leitið tilboða í stærri kaup www.stalidjan.is Stáliðjan ehf - Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogi - Sími 564 5885 - www.stalidjan.is Dempar hljóð um allt að 18dB. Minnkar slit á gólfi . Má þvo í þvottavél. Mjög létt að setja á og taka af. Bráðnauðsynlegt í skóla, mötuneyti og allstaðar þar sem að fjölmenni kemur saman. Öryrkjabandalagið segir tíma seinkana og mannréttindabrota úti Rúnar Björn Herrera Þorkelsson formaður málefnahóps ÖBÍ. Ljósm. úr einkasafni. Minnum á óbreyttan skilafrest auglýsinga Auglýsingar í Skessuhorn þurfa að berast í síðasta lagi á hádegi á þriðjudögum á netfangið auglysingar@skessuhorn.is. Auglýsendum er einnig bent á heimasíðuna www.skessuhorn.is þar sem boðið er upp á helstu stærðir vefborða. Nánari upplýsingar í síma 433-5500. Leið 57 mun EKKI aka frá Akureyri til Borgarness klukkan 16:20 á . Leið 57 mun aka frá Borgarnesi til Akureyrar klukkan 10:28 . Vetraráætlun 2018-2019 fyrir Strætó á landsbyggðinni tók gildi sunnudaginn 9.september. Við vekjum sérstaka athygli á breytingu á . VETRARÁÆTLUN 2018-2019

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.